Peningamál - 01.02.2003, Side 5
4 PENINGAMÁL 2003/1
Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1
Slaki hefur aukist og verðbólga verður undir markmiði
næstu misseri þrátt fyrir fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir
I Þróun efnahagsmála
Verðbólgan er nú minni en markmið Seðlabankans
kveður á um, hvort heldur á mælikvarða vísitölu
neysluverðs í heild eða kjarnavísitalna. Á sama tíma
gætir aukins slaka á vinnumarkaði. Jöfnuður hefur
verið í utanríkisviðskiptum og gengi krónunnar hefur
haldið áfram að styrkjast. Innlend eftirspurn er áfram
í lægð þótt ýmsar vísbendingar frá sl. ársfjórðungi
gefi til kynna nokkurn vöxt miðað við lægðina fyrir
ári.
Verðlagsþróun
Verðbólga hefur ekki verið minni í fjögur ár og
undirliggjandi verðbólga er einnig orðin minni en
verðbólgumarkmiðið
Í janúar hafði vísitala neysluverðs hækkað um 1,4%
á tólf mánuðum, sem er minnsta verðbólga frá
febrúar árið 1999. Þau tíðindi urðu einnig í janúar að
kjarnaverðbólga varð minni en svarar til verðbólgu-
markmiðs Seðlabankans. Kjarnavísitala 1, sem
undanskilur verðbreytingar grænmetis, ávaxta, bú-
vöru og bensíns, hafði hækkað um 2,1% á tólf mán-
uðum og kjarnavísitala 2, sem að auki undanskilur
opinbera þjónustu, um 2%. Á þremur mánuðum
höfðu kjarnavísitölurnar hækkað um 1,9% og 0,9% á
árskvarða. Áhrif árstíðarsveiflu vegna vetrarútsalna
námu u.þ.b. 0,2% milli desember og janúar, en í
Umsvif og eftirspurn hafa verið heldur veikari síðustu mánuði en þjóðhagsspá bankans frá því í nóvem-
ber síðastliðnum gerði ráð fyrir. Flest bendir til að lítils háttar samdráttur landsframleiðslu hafi átt sér
stað á síðasta ári. Þá hefur staðan á vinnumarkaði haldið áfram að veikjast. Meiri slaki en áður var
reiknað með og styrking gengis krónunnar hafa fært verðbólgu niður fyrir verðbólgumarkmið bankans.
Sennilegt er að styrking krónunnar byggist að hluta á hækkun jafnvægisgengis vegna fyrirhugaðra
stóriðjuframkvæmda. Í nýrri þjóðhagsspá bankans er gert ráð fyrir álvers- og virkjunarframkvæmdum
á Austurlandi. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir og auknar aflaheimildir eru horfur á að hagvöxtur á
þessu ári verði undir jafnvægisvexti og atvinnuleysi eykst. Hagvöxtur verður meiri á næsta ári en eins
og nú horfir mun marktæk spenna varla myndast fyrr en vel er liðið á það ár. Miðað við óbreytt gengi
og peningastefnu verður verðbólga næstu tvö árin rétt rúmlega 2%, sem er undir markmiði bankans.
Meðan ofangreint ástand varir og horfur eru á áframhaldandi jafnvægi í þjóðarbúskapnum og minni
verðbólgu en markmið Seðlabankans kveður á um verður lægð í þjóðarbúskapnum meginviðfangsefni
hagstjórnar. Því eru skilyrði til frekari slökunar í peningamálum.
1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann
31. janúar 2003.