Peningamál - 01.02.2003, Page 5

Peningamál - 01.02.2003, Page 5
4 PENINGAMÁL 2003/1 Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Slaki hefur aukist og verðbólga verður undir markmiði næstu misseri þrátt fyrir fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir I Þróun efnahagsmála Verðbólgan er nú minni en markmið Seðlabankans kveður á um, hvort heldur á mælikvarða vísitölu neysluverðs í heild eða kjarnavísitalna. Á sama tíma gætir aukins slaka á vinnumarkaði. Jöfnuður hefur verið í utanríkisviðskiptum og gengi krónunnar hefur haldið áfram að styrkjast. Innlend eftirspurn er áfram í lægð þótt ýmsar vísbendingar frá sl. ársfjórðungi gefi til kynna nokkurn vöxt miðað við lægðina fyrir ári. Verðlagsþróun Verðbólga hefur ekki verið minni í fjögur ár og undirliggjandi verðbólga er einnig orðin minni en verðbólgumarkmiðið Í janúar hafði vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% á tólf mánuðum, sem er minnsta verðbólga frá febrúar árið 1999. Þau tíðindi urðu einnig í janúar að kjarnaverðbólga varð minni en svarar til verðbólgu- markmiðs Seðlabankans. Kjarnavísitala 1, sem undanskilur verðbreytingar grænmetis, ávaxta, bú- vöru og bensíns, hafði hækkað um 2,1% á tólf mán- uðum og kjarnavísitala 2, sem að auki undanskilur opinbera þjónustu, um 2%. Á þremur mánuðum höfðu kjarnavísitölurnar hækkað um 1,9% og 0,9% á árskvarða. Áhrif árstíðarsveiflu vegna vetrarútsalna námu u.þ.b. 0,2% milli desember og janúar, en í Umsvif og eftirspurn hafa verið heldur veikari síðustu mánuði en þjóðhagsspá bankans frá því í nóvem- ber síðastliðnum gerði ráð fyrir. Flest bendir til að lítils háttar samdráttur landsframleiðslu hafi átt sér stað á síðasta ári. Þá hefur staðan á vinnumarkaði haldið áfram að veikjast. Meiri slaki en áður var reiknað með og styrking gengis krónunnar hafa fært verðbólgu niður fyrir verðbólgumarkmið bankans. Sennilegt er að styrking krónunnar byggist að hluta á hækkun jafnvægisgengis vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda. Í nýrri þjóðhagsspá bankans er gert ráð fyrir álvers- og virkjunarframkvæmdum á Austurlandi. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir og auknar aflaheimildir eru horfur á að hagvöxtur á þessu ári verði undir jafnvægisvexti og atvinnuleysi eykst. Hagvöxtur verður meiri á næsta ári en eins og nú horfir mun marktæk spenna varla myndast fyrr en vel er liðið á það ár. Miðað við óbreytt gengi og peningastefnu verður verðbólga næstu tvö árin rétt rúmlega 2%, sem er undir markmiði bankans. Meðan ofangreint ástand varir og horfur eru á áframhaldandi jafnvægi í þjóðarbúskapnum og minni verðbólgu en markmið Seðlabankans kveður á um verður lægð í þjóðarbúskapnum meginviðfangsefni hagstjórnar. Því eru skilyrði til frekari slökunar í peningamálum. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 31. janúar 2003.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.