Peningamál - 01.02.2003, Side 8

Peningamál - 01.02.2003, Side 8
PENINGAMÁL 2003/1 7 Húsnæðisverðbólga enn á uppleið Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hefur hækkað meira en aðrir þættir vísitölunnar undanfarna tólf mánuði. Húsnæðisverðbólgan hefur jafnvel ágerst síðari hluta tímabilsins. Svokölluð reiknuð húsaleiga í húsnæðislið vísitölunnar, sem endurspeglar breyt- ingar á markaðsverði húsnæðis, hækkaði um 1,6% milli desember og janúar, 3,2% undanfarna þrjá mán- uði og 7,7% undanfarna tólf mánuði. Að meginhluta virðist mega rekja verðhækkun húsnæðis undanfarna mánuði til verðhækkunar eigna í fjölbýli á höfuð- borgarsvæðinu, þ.e.a.s. lítilla íbúða. Því hefur verið haldið fram að framboð á þeim hafi verið of lítið og virðist verðþróunin styðja þá skoðun. Vísitala fer- metraverðs í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafði í desember hækkað um 4,7% á þremur mánuðum og 8,3% á tólf mánuðum. Velta á húsnæðismarkaði var mikil á síðasta ári, sérstaklega um miðbik ársins, sem líklega má rekja til aukins framboðs á lánsfé sem og aukinnar eftirspurnar.4 Á síðasta fjórðungi ársins 2002 voru hins vegar afgreidd færri lán hjá Íbúða- lánasjóði en á sama tíma árið áður, sem bendir e.t.v. til að eitthvað sé farið að draga úr umsvifum á hús- næðismarkaði. Ef svo er gæti dregið úr húsnæðis- verðbólgu á næstunni. Lítið hefur dregið úr hækkunum á verði þjónustu undanfarna mánuði Lítið hefur dregið úr tólf mánaða verðhækkun þjón- ustu að undanförnu. Opinber þjónusta í vísitölu neysluverðs hækkaði um 4,8% á sl. ári og þjónusta einkaaðila um 4,9%. Þessar hækkanir þjónustuliða vísitölunnar hafa leitt til 1,5% hækkunar vísitölu neysluverðs undanfarið ár. Verð opinberrar þjónustu, sem hækkar jafnan mest um áramót, hækkaði um 3% milli desember og janúar. Launakostnaður vegur þungt í kostnaði við ýmsa þjónustu, og má líta á verðhækkun þjónustu umfram vöruverð sem vís- bendingu um að hækkun launa umfram framleiðni undanfarin ár sé enn að koma fram í verðlagi. Í ljósi þess að umsamin laun hækkuðu um 3%-3,4% í byrj- un ársins má telja líklegt að enn verði bið á því að verðbreytingar á þjónustu verði í samræmi við aðrar verðlagsbreytingar. Að því marki sem framleiðni breytist hægar í þjónustugeiranum getur þó verð þjónustu hækkað umfram vöruverð til lengri tíma. Gengishækkun krónunnar leiddi til töluverðrar verð- lækkunar innfluttrar vöru á sl. ári Gengi erlendra gjaldmiðla lækkaði, sem fyrr segir, um 12% gagnvart krónu á síðasta ári, og kom tölu- verður hluti breytingarinnar fram í verðlagi inn- fluttrar vöru. Helstu undantekningarnar eru bensín-, áfengis- og tóbaksverð. Verð áfengis og tóbaks hélst nær óbreytt allt sl. ár, þótt gengisbreytingar gæfu til- efni til lækkunar, en hækkaði um tæplega 7% í kjöl- far hækkunar skatta á tóbak og sterk vín. Heims- markaðsverð bensíns hefur hækkað undanfarið hálft ár vegna óvissu í Miðausturlöndum og verkfallsátaka í Venesúela. Undanfarna tólf mánuði hefur innlent bensínverð hækkað um 2,2%. Að bensíni, áfengi og tóbaki undanskildu, lækkaði verð innfluttrar vöru um rúmlega 5% á sl. ári. Verð innfluttrar matvöru lækk- aði mest, eða um tæplega 10%. Áhrif gengisbreytinga koma hraðast fram í verði vöru þar sem lagervelta er hröð. Verð stærri varan- legra neyslumuna aðlagast gengisbreytingum ekki jafn hratt, enda má gera ráð fyrir að lagervelta sé hægari og næmni gagnvart hagsveiflunni meiri. Nýir bílar og varahlutir hafa lítillega hækkað í verði undanfarna þrjá mánuði en lækkað um rúm 2% Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 80 90 100 110 120 130 Innfluttar mat- og drykkjarvörur Innflutningsgengisvísitala Mynd 4 Verð innfluttrar vöru í vísitölu neysluverðs og gengi krónunnar 1997-2003 Meðaltal tímabils =100 (verð) 31. desember 1991=100 (gengi) Nýr bíll og varahlutir 4. Eins og fram kom í Peningamálum 2002/4 stafar uppsveiflan á hús- næðismarkaði sennilega að töluverðu leyti af auknu framboði á lánsfé til húsnæðiskaupa. Í maí hafði þak á lánveitingum verið hækkað og heimildir til að hækka veðmörk vegna viðbótarlána hafa verið túlkaðar rúmt. Einnig var kaupskyldu sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins á félagslegu húsnæði aflétt um mitt sl. ár og eigendum slíks húsnæðis heimilað að selja eignir sínar á markaðsverði. Gera má ráð fyrir að meiri efnahagslegur stöðugleiki, minni verðbólga, lægri vextir og hækkun raunlauna síðari hluta sl. árs hafi ýtt undir eftirspurn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.