Peningamál - 01.02.2003, Síða 10

Peningamál - 01.02.2003, Síða 10
fylgja mati þeirra á liðinni verðbólgu með nokkurri tímatöf (sjá umfjöllun í Peningamálum 2002/3).7 Ytri skilyrði og framleiðsla Marktækur efnahagsbati í heimsbúskapnum lætur enn á sér standa. Ýmsar viðhorfsvísitölur og leiðandi hagvísar gefa tilefni til nokkurrar svartsýni um hag- vöxt, þótt samdráttarskeiðið í Bandaríkjunum og sumum Evrópuríkjum á sl. ári hafi verið tiltölulega vægt í sögulegum samanburði. Iðnaðarframleiðsla hefur ekki heldur náð sér á strik og atvinna hefur minnkað. Yfirvofandi stríð við Írak kann að tefja efnahagsbata enn frekar, því að óvissan leiðir til þess að einstaklingar og einkum fyrirtæki halda að sér höndum. Olíuverð hefur einnig hækkað vegna yfir- vofandi ófriðar og verkfalla í Venesúela. Allt kemur þetta sérstaklega illa við hlutabréfamarkaðinn. Þar hafa enn ekki orðið afgerandi umskipti eftir mestu lækkun á verði hlutabréfa í sex áratugi. Miðað við nýlegan hagnað og V/H-hlutföll sem af honum leiðir virðist verð hlutabréfa raunar enn nokkuð hátt í sögu- legum samanburði, a.m.k. í Bandaríkjunum. Tölur um hagvöxt virðast e.t.v. ekki gefa tilefni til eins mikillar svartsýni og birtist í viðhorfsvísitölum, framvindu á hlutabréfamörkuðum eða þróun iðn- aðarframleiðslu. Hagvöxtur í Bandaríkjunum var t.d. lengst af töluverður á sl. ári (sjá mynd). Síðustu landsframleiðslutölur frá Bandaríkjunum benda hins vegar til minni vaxtar á fjórða ársfjórðungi 2002 en búist var við. Vöxtur einkaneyslu var t.d. minni en vonir stóðu til, sem er áhyggjuefni, því að hann hefur haldið uppi hagvextinum að undanförnu. Efnahags- ástandið í Þýskalandi er slæmt og lítill bati í sjón- máli. Stjórnvöld í Þýskalandi lækkuðu nýlega hag- vaxtarspá fyrir árið í ár verulega og að meðaltali gera spár Consensus Forecasts ráð fyrir aðeins 0,9% hagvexti í ár. Á síðasta ári var einnig hverfandi hag- vöxtur í Þýskalandi. Slakur hagvöxtur í viðskiptalöndunum kemur sér ekki að öllu leyti illa fyrir hið skulduga íslenska þjóðarbú, því að slakinn veldur því að erlendir vextir hafa verið mjög lágir, einkum skammtímavextir. Lækkun Bandaríkjadals undanfarið ár hefur einnig lækkað greiðslubyrði þjóðarbúsins. Ytri skilyrði þjóðarbúsins versnuðu nokkuð síðari hluta sl. árs Verðlag sjávarafurða mælt í erlendum gjaldmiðlum náði hámarki sl. sumar, lækkaði því næst nokkuð ört fram á haustið, en hækkaði lítillega á ný er leið á veturinn. Verðhækkunin í vetur er líklega árstíðar- bundin og boðar því engin sérstök þáttaskil í verð- þróun sjávarafurða. Í nóvember var verðið 4% lægra en fyrir ári. Þrátt fyrir verðlækkunina sl. sumar er verðið enn nokkuð hátt í erlendum gjaldmiðlum, en hefur lækkað verulega í krónum vegna gengis- hækkunar krónunnar. PENINGAMÁL 2003/1 9 Mynd 7 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1998 1999 2000 2001 2002 0 1 2 3 4 5 6 -1 -2 -3 -4 % Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum 1998-2002 Bandaríkin Magnbreyting VLF frá sama fjórðungi árið áður Bretland Japan Evusvæðið Heimild: EcoWin. Leiðandi hagvísar OECD 6 mánaða breyting á árskvarða Heimildir: EcoWin, OECD. J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 1999 2000 2001 2002 0 2 4 6 8 10 12 -2 -4 -6 -8 % Japan Evrusvæðið Bretland Bandaríkin OECD alls Mynd 6 7. Þótt reynslan sýni að væntingar almennings virðast ekki mjög fram- sýnar er ekki óhugsandi að umræða um verðbólguáhrif fyrirhugaðra stórframkvæmda hafi haft einhver áhrif á svör manna vegna þess hve hún hefur verið mikil, framkvæmdirnar stórar í sniðum og e.t.v. nær í tíma í hugum manna en áætlanir gefa tilefni til.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.