Peningamál - 01.02.2003, Side 14

Peningamál - 01.02.2003, Side 14
PENINGAMÁL 2003/1 13 einkum skammtímavextir. Í fjórða lagi hefur líftími erlendra lána styst, en það dregur úr vaxtabyrðinni. Horfur eru á að vextir í helstu viðskiptalöndum verði áfram lágir fram eftir ári. Því mun þáttateknahallinn áfram verða tiltölulega lítill miðað við skuldastofn- inn. Þetta er þó tímabundið ástand sem ganga mun til baka á næstu árum, þótt þess sjáist ekki merki nú. Vinnumarkaður og tekjuþróun Slaki á vinnumarkaði hefur haldið áfram að aukast... Flest bendir til þess slaki á vinnumarkaði aukist áfram. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi stóð reyndar í stað á milli september og desember sl., en miðað við aðrar vísbendingar af vinnumarkaði er ósennilegt að tímabil vaxandi slaka sé á enda. Í fyrsta lagi eru síðustu gildi árstíðarleiðréttingar ávallt ónákvæm og gætu breyst þegar frekari gögn berast. Í öðru lagi er tilhneiging til þess að vinnutími styttist eða fólk hverfi af vinnumarkaði þegar eftirspurn minnkar. Atvinnuleysi eykst því ekki eins hratt og nemur fækkun starfa eða vinnustunda. Vinnumarkaðs- kannanir Hagstofunnar staðfesta þetta. Þær sýna að atvinnuþátttaka dróst saman um 0,8 prósentur milli áranna 2001 og 2002. Mest minnkaði atvinnuþátttaka aldurshópsins 16-24 ára en atvinnuþátttaka þeirra sem eftir eru jókst.11 Þetta ætti ekki að koma á óvart, því að á uppgangsárunum jókst atvinnuþátttaka skólafólks mjög. Kann það að skýra að meðalvinnu- tími á viku árið 2002 var tæplega hálfri klukkustund lengri en árið 2001, þrátt fyrir að ætla mætti að vinnutími fullvinnandi fólks hafi almennt styst. Á milli áranna 2001 og 2002 varð um þriðjungi meiri samdráttur í vinnumagni en sem nam fækkun fólks í vinnu, þegar starfandi fólki fækkaði um 2% á sama tíma og vinnustundum í heild fækkaði um 2,6%. Vinnumarkaðskannanir sýna nokkru hærra hlutfall atvinnulausra en sem nemur skráðu atvinnuleysi. Algengt er að svo sé þegar atvinnuleysi vex. Skráð atvinnuleysi árið 2002 var að meðaltali 2,5%, en niðurstöður vinnumarkaðskannana sýndu að meðal- tali 3,2% atvinnuleysi.12 ...og horfur á vinnumarkaði eru ekki bjartar Í könnun Samtaka atvinnulífsins frá desember sl. kom fram að atvinnurekendur vildu fækka starfsfólki um 1,6% á fyrstu mánuðum þessa árs. Á sama tíma fyrir ári vildu atvinnurekendur fækka starfsfólki um 0,4%. Tölur um fjölda atvinnulausra í janúar virðast staðfesta þetta og benda til þess að árstíðarleiðrétt Tafla 2 Nýlegar vísbendingar af vinnumarkaði Nýjast Fyrir ári Skráð atvinnuleysi í desember ...... 3,0 % 1,9 % - árstíðarleiðrétt ........................... 3,0 % 1,7 % Atvinnuleysi skv. vinnumarkaðs- könnun, nóv. .................................. 3,2 % 2,4 % Meðalfjöldi vinnustunda á viku skv. atvinnukönnun í nóv. ............. 43,0 42,8 Fjöldi við vinnu skv. atvinnukönnun í nóv. ..................... 147.500 151.300 Fjöldi vinnustunda (vinnumagn) á viku í nóv. (þús.)... 6.340 6.452 Fjöldi starfa í boði hjá vinnumiðlunum, des. ..................... 133 214 Veitt atvinnuleyfi í október-desember .......................... 921 1.072 - ný tímabundin atvinnuleyfi........ 73 206 Áætluð fjölgun/fækkun starfsfólks skv. könnun SA............ -1,6% -0,4% 12. Hafa verður í huga að í vinnumarkaðskönnunum er notuð mun rýmri skilgreining á atvinnuleysi þar sem fylgt er skilgreiningu Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar (ILO). Í tölum Vinnumálastofnunar er eingöngu reiknað með skráðum atvinnuleysisdögum hjá vinnu- miðlunum. 1992 1994 1996 1998 2000 2002 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 -1,0 -2,0 -3,0 Breyting milli ára (%) 80,0 80,5 81,0 81,5 82,0 82,5 83,0 83,5 84,0 84,5 % af mannafla Mynd 12 Atvinnuþátttaka og vinnumagn 1992-2002 Heimild: Hagstofa Íslands. Atvinnuþátttaka (h. ás) Fjöldi við vinnu (v. ás) Vinnumagn (v. ás) 11. Hlutfall yngsta aldurshópsins, 16-24 ára, af atvinnulausum, jókst einnig úr 21% árið 2001 í 26% árið 2002.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.