Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 14
PENINGAMÁL 2003/1 13
einkum skammtímavextir. Í fjórða lagi hefur líftími
erlendra lána styst, en það dregur úr vaxtabyrðinni.
Horfur eru á að vextir í helstu viðskiptalöndum verði
áfram lágir fram eftir ári. Því mun þáttateknahallinn
áfram verða tiltölulega lítill miðað við skuldastofn-
inn. Þetta er þó tímabundið ástand sem ganga mun til
baka á næstu árum, þótt þess sjáist ekki merki nú.
Vinnumarkaður og tekjuþróun
Slaki á vinnumarkaði hefur haldið áfram að aukast...
Flest bendir til þess slaki á vinnumarkaði aukist
áfram. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi stóð reyndar í
stað á milli september og desember sl., en miðað við
aðrar vísbendingar af vinnumarkaði er ósennilegt að
tímabil vaxandi slaka sé á enda. Í fyrsta lagi eru
síðustu gildi árstíðarleiðréttingar ávallt ónákvæm og
gætu breyst þegar frekari gögn berast. Í öðru lagi er
tilhneiging til þess að vinnutími styttist eða fólk
hverfi af vinnumarkaði þegar eftirspurn minnkar.
Atvinnuleysi eykst því ekki eins hratt og nemur
fækkun starfa eða vinnustunda. Vinnumarkaðs-
kannanir Hagstofunnar staðfesta þetta. Þær sýna að
atvinnuþátttaka dróst saman um 0,8 prósentur milli
áranna 2001 og 2002. Mest minnkaði atvinnuþátttaka
aldurshópsins 16-24 ára en atvinnuþátttaka þeirra
sem eftir eru jókst.11 Þetta ætti ekki að koma á óvart,
því að á uppgangsárunum jókst atvinnuþátttaka
skólafólks mjög. Kann það að skýra að meðalvinnu-
tími á viku árið 2002 var tæplega hálfri klukkustund
lengri en árið 2001, þrátt fyrir að ætla mætti að
vinnutími fullvinnandi fólks hafi almennt styst. Á
milli áranna 2001 og 2002 varð um þriðjungi meiri
samdráttur í vinnumagni en sem nam fækkun fólks í
vinnu, þegar starfandi fólki fækkaði um 2% á sama
tíma og vinnustundum í heild fækkaði um 2,6%.
Vinnumarkaðskannanir sýna nokkru hærra hlutfall
atvinnulausra en sem nemur skráðu atvinnuleysi.
Algengt er að svo sé þegar atvinnuleysi vex. Skráð
atvinnuleysi árið 2002 var að meðaltali 2,5%, en
niðurstöður vinnumarkaðskannana sýndu að meðal-
tali 3,2% atvinnuleysi.12
...og horfur á vinnumarkaði eru ekki bjartar
Í könnun Samtaka atvinnulífsins frá desember sl.
kom fram að atvinnurekendur vildu fækka starfsfólki
um 1,6% á fyrstu mánuðum þessa árs. Á sama tíma
fyrir ári vildu atvinnurekendur fækka starfsfólki um
0,4%. Tölur um fjölda atvinnulausra í janúar virðast
staðfesta þetta og benda til þess að árstíðarleiðrétt
Tafla 2 Nýlegar vísbendingar af vinnumarkaði
Nýjast Fyrir ári
Skráð atvinnuleysi í desember ...... 3,0 % 1,9 %
- árstíðarleiðrétt ........................... 3,0 % 1,7 %
Atvinnuleysi skv. vinnumarkaðs-
könnun, nóv. .................................. 3,2 % 2,4 %
Meðalfjöldi vinnustunda á viku
skv. atvinnukönnun í nóv. ............. 43,0 42,8
Fjöldi við vinnu skv.
atvinnukönnun í nóv. ..................... 147.500 151.300
Fjöldi vinnustunda
(vinnumagn) á viku í nóv. (þús.)... 6.340 6.452
Fjöldi starfa í boði hjá
vinnumiðlunum, des. ..................... 133 214
Veitt atvinnuleyfi í
október-desember .......................... 921 1.072
- ný tímabundin atvinnuleyfi........ 73 206
Áætluð fjölgun/fækkun
starfsfólks skv. könnun SA............ -1,6% -0,4%
12. Hafa verður í huga að í vinnumarkaðskönnunum er notuð mun rýmri
skilgreining á atvinnuleysi þar sem fylgt er skilgreiningu Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar (ILO). Í tölum Vinnumálastofnunar er
eingöngu reiknað með skráðum atvinnuleysisdögum hjá vinnu-
miðlunum.
1992 1994 1996 1998 2000 2002
0,0
1,0
2,0
3,0
4,0
5,0
6,0
-1,0
-2,0
-3,0
Breyting milli ára (%)
80,0
80,5
81,0
81,5
82,0
82,5
83,0
83,5
84,0
84,5
% af mannafla
Mynd 12
Atvinnuþátttaka og vinnumagn
1992-2002
Heimild: Hagstofa Íslands.
Atvinnuþátttaka (h. ás)
Fjöldi við
vinnu (v. ás)
Vinnumagn
(v. ás)
11. Hlutfall yngsta aldurshópsins, 16-24 ára, af atvinnulausum, jókst
einnig úr 21% árið 2001 í 26% árið 2002.