Peningamál - 01.02.2003, Page 15

Peningamál - 01.02.2003, Page 15
atvinnuleysi eigi eftir að aukast yfir vetrarmánuðina. Könnunin bendir einnig til að breyting verði á dreifingu atvinnuleysis, því að ólíkt könnun frá sama tíma fyrir ári vildu atvinnurekendur á landsbyggðinni einnig fækka starfsfólki, mun meira en á höfuð- borgarsvæðinu sem hefur búið við meira atvinnuleysi að undanförnu. Haldi atvinnuleysi áfram að aukast má búast við að langtímaatvinnuleysi vaxi sem þegar hefur gerst að nokkru marki. Í desember 2002 var hlutfall þeirra sem höfðu verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur 20% atvinnulausra, samanborið við 13% fyrir ári. Áframhaldandi samdráttur í framboði á lausum störfum hjá vinnumiðlunum bendir í sömu átt. Laus störf hjá vinnumiðlunum í desember voru 133 sam- anborið við 214 fyrir ári og hafa ekki verið svo fá frá desember 1998. Ný tímabundin atvinnuleyfi voru einnig þriðjungi færri í desember en fyrir ári. Fækk- un nýrra atvinnuleyfa var meiri en fækkun atvinnu- leyfa í heild á síðasta ári. Mjög dró úr launaskriði í einkageiranum á sl. ári. Kaupmáttur launa hefur þó aukist vegna minnkandi verðbólgu. Laun í einkageiranum án fjármálastofn- ana hækkuðu um 4,6% frá síðasta ársfjórðungi 2001 til jafnlengdar í fyrra, samkvæmt launavísitölu Hag- stofunnar, og kaupmáttur þeirra um 2,4%. Þetta eru veruleg umskipti frá því fyrir ári, þegar laun í einka- geiranum hækkuðu um 7,3%, en kaupmáttur rýrnaði um 1,1%. Laun opinberra starfsmanna og banka- manna hækkuðu meira, eða um 7,2% og kaupmáttur þeirra um 4,9%. Fjármálamarkaðir Útlánavöxtur nær enginn að nafnvirði á sl. ári Undanfarið ár hefur vöxtur útlána verið lítill sem enginn að nafnvirði. Að nokkru leyti stafar þessi hægi vöxtur af gengishækkun krónunnar, en að þeim áhrifum frátöldum má telja vöxtinn fyllilega í sam- ræmi við stöðugt verðlag. Að raungildi eða að frá- töldum áhrifum gengisbreytinga og vísitöluupp- færslu hafa útlánin þó aukist nokkuð frá því í vor, en raunvirði útistandandi skulda hefur lítið breyst frá vormánuðum árið 2001. Í uppsveiflunni sem hófst árið 1997 og allt til loka ársins 2001 jukust útlán til fyrirtækja mun hraðar en útlán til heimila, en á sl. ári snerist þetta við. Kemur þessi þróun heim og saman við framvindu efnahagsmála, sem lýst var hér að framan, þ.e.a.s. töluverð umsvif eru enn á íbúða- markaði, en samdráttur í fjárfestingu fyrirtækja. Raunvextir hafa lækkað síðan í byrjun nóvember Frá nóvemberbyrjun hafa stýrivextir Seðlabankans verið lækkaðir tvisvar, samtals um eina prósentu. Áhrif lægri stýrivaxta hafa spannað nokkurn veginn allt vaxtarófið, þótt ávöxtunarkrafa til skemmri tíma hafi lækkað mest. Frá því í október hefur þó dregið í sundur með ávöxtunarkröfu ríkisbréfa til fjögurra ára eða lengri tíma og skemmri bréfa. Algengt er að munur á ávöxtunarkröfu til lengri og skemmri tíma aukist þegar umtalsverð slökun verður í peninga- málum og stýrivextir lækka meira en markaðsaðilar telja að geti staðist til frambúðar. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa með u.þ.b. 4 og 10½ árs líftíma hefur 14 PENINGAMÁL 2003/1 | 2000 | 2001 | 2002 | 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 % Ávöxtunarkrafa verðtryggðra langtímaskuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2000 - 31. janúar 2003 Mynd 14 15 ára spariskírteini 25 ára húsbréf Heimild: Seðlabanki Íslands. 40 ára húsbréf F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D 2001 2002 0 400 800 1.200 1.600 2.000 -400 Fjöldi Mynd 13 Breyting á fjölda atvinnulausra eftir lengd atvinnuleysis 2001-2002 Breyting frá sama mánuði á fyrra ári1 1. Ath. fjölgun á atvinnuleysisskrá í apríl 2001 má að verulegu leyti rekja til verkfalls sjómanna. Heimild: Vinnumálastofnun. Atvinnulausir skemur en 6 mán. Langtímaatvinnulausir (lengur en 6 mán.) Atvinnulausir alls
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.