Peningamál - 01.02.2003, Side 17
Það kann að koma á óvart að áhrifin séu ekki meiri,
en framkvæmdirnar ná ekki fullum þunga fyrr en á
árunum 2005 og 2006, þegar meginhluti fram-
kvæmda við álverið sjálft stendur yfir, eins og lýst er
nánar í viðauka um áhrif stóriðjuframkvæmda hér á
eftir. Í ár verða framkvæmdir að langmestu leyti
bundnar við virkjunina. Þær munu síðan aukast á
næsta ári en þá hefjast framkvæmdir við gerð hafnar
og lítillega við álverið. Fjármunamyndun verður
u.þ.b. 10 ma.kr. meiri á þessu ári en ella vegna þess-
ara framkvæmda, sem felur í sér 6½% aukningu, en
um 19 ma.kr. meiri á næsta ári.
Gengi krónunnar hefur hækkað umtalsvert að
undanförnu. Í spánni er reiknað með því að gengis-
vísitalan standi í um 124 stigum á spátímabilinu,14
sem samsvarar rúmlega 5% hærra gengi krónunnar
en við síðustu spá. Gengið hækkaði um 2½% milli
áranna 2001 og 2002 og mun hækka um 4½% milli
áranna 2002 og 2003 ef það helst óbreytt það sem
eftir lifir ársins.
Aðrar helstu breytingar á forsendum spárinnar
eru þær að gert er ráð fyrir að slakinn á undanförnum
mánuðum hafi verið meiri en áður var reiknað með
og að aflaheimildir séu auknar eins og nýlega hefur
verið ákveðið. Reiknað er með að útflutningsfram-
leiðsla sjávarafurða aukist um 3% á þessu ári í stað
1% áður. Á móti kemur að vöxtur annars vöruútflutn-
ings en sjávar- og stóriðjuafurða verður minni en
áður var reiknað með. Dregið hefur úr vextinum að
undanförnu og hægur bati í heimsbúskapnum og
sterkara gengi krónunnar gæti hægt enn frekar á
vextinum. Hins vegar stefnir í minni halla á jöfnuði
þáttatekna en reiknað var með í síðustu spá. Reiknað
er með að útflutningur áls aukist um 1½% og álverð
lækki um tæp 11% á þessu ári. Þessar forsendur eru
óbreyttar frá síðustu spá. Ekki er reiknað með aukn-
um útflutningi áls árið 2004, en útflutningur sjávar-
afurða er talinn vaxa um 2%. Útflutningsverð í er-
lendri mynt er talið lækka á árinu 2003 en hækka um
2% á árinu 2004.
Horfur um hagvöxt á þessu og næsta ári hafa á heild-
ina litið ekki breyst mikið...
Áætlun um þróun helstu þjóðhagsstærða á nýliðnu
ári og spá um framvindu á þessu ári og því næsta er
tekin saman í töflu 3. Á heildina litið hafa horfur um
16 PENINGAMÁL 2003/1
Tafla 3 Þjóðhagsspá Seðlabankans
Milljarðar króna Magnbreytingar Breyting frá síðustu
á verðlagi hvers árs frá fyrra ári (%)1 spá (%)1
2002 2003 2004 2002 2003 2004 2002 2003 2004
Einkaneysla................................................... 421,1 432,2 440,9 -1½ ¼ 1½ 0 -¼ ¼
Samneysla..................................................... 189,8 197,8 206,8 3 2¼ 2½ ¼ ¼ ¼
Fjármunamyndun.......................................... 149,3 164,0 181,1 -14½ 10½ 9 -½ 9½ 2¾
Atvinnuvegafjárfesting............................ 81,9 96,2 112,5 -21 18¼ 14½ -¼ 16¾ 4
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði .................... 33,9 33,6 33,4 2 -1½ -1¾ -1 -2½ -¾
Fjárfesting hins opinbera ........................ 33,6 34,3 35,2 -6½ 1½ 1½ ½ 2 0
Þjóðarútgjöld, alls......................................... 760,0 794,0 828,8 -3¼ 2¾ 3¼ 0 1¾ ¾
Útflutningur vöru og þjónustu...................... 311,0 304,8 319,8 4¼ 3 2¾ -1¼ 1 -1½
Innflutningur vöru og þjónustu .................... 289,1 299,2 316,7 -4 6 4 -¾ 3½ ¾
Verg landsframleiðsla ................................... 782,0 799,6 831,9 -¼ 1¾ 3 -¼ ¼ 0
Viðskiptajöfnuður sem % af VLF ................ . . . ½ -1½ -2½ ½ -½ -1½
Atvinnuleysi sem % af mannafla ................. . . . 2½ 3½ 3 0 ¼ 0
Framleiðsluspenna sem % af VLF ............... . . . ¾ 0 ½ ¼ ¼ ½
1. Magnbreytingar eru reiknaðar á föstu verðlagi ársins 1990.
gengisáhrifa. Gengishækkun krónunnar að undanförnu stafar senni-
lega að hluta til af væntanlegum framkvæmdum.
14. Miðað er við vísitölu gengisskráningar þann 22. janúar sl.