Peningamál - 01.02.2003, Page 17

Peningamál - 01.02.2003, Page 17
Það kann að koma á óvart að áhrifin séu ekki meiri, en framkvæmdirnar ná ekki fullum þunga fyrr en á árunum 2005 og 2006, þegar meginhluti fram- kvæmda við álverið sjálft stendur yfir, eins og lýst er nánar í viðauka um áhrif stóriðjuframkvæmda hér á eftir. Í ár verða framkvæmdir að langmestu leyti bundnar við virkjunina. Þær munu síðan aukast á næsta ári en þá hefjast framkvæmdir við gerð hafnar og lítillega við álverið. Fjármunamyndun verður u.þ.b. 10 ma.kr. meiri á þessu ári en ella vegna þess- ara framkvæmda, sem felur í sér 6½% aukningu, en um 19 ma.kr. meiri á næsta ári. Gengi krónunnar hefur hækkað umtalsvert að undanförnu. Í spánni er reiknað með því að gengis- vísitalan standi í um 124 stigum á spátímabilinu,14 sem samsvarar rúmlega 5% hærra gengi krónunnar en við síðustu spá. Gengið hækkaði um 2½% milli áranna 2001 og 2002 og mun hækka um 4½% milli áranna 2002 og 2003 ef það helst óbreytt það sem eftir lifir ársins. Aðrar helstu breytingar á forsendum spárinnar eru þær að gert er ráð fyrir að slakinn á undanförnum mánuðum hafi verið meiri en áður var reiknað með og að aflaheimildir séu auknar eins og nýlega hefur verið ákveðið. Reiknað er með að útflutningsfram- leiðsla sjávarafurða aukist um 3% á þessu ári í stað 1% áður. Á móti kemur að vöxtur annars vöruútflutn- ings en sjávar- og stóriðjuafurða verður minni en áður var reiknað með. Dregið hefur úr vextinum að undanförnu og hægur bati í heimsbúskapnum og sterkara gengi krónunnar gæti hægt enn frekar á vextinum. Hins vegar stefnir í minni halla á jöfnuði þáttatekna en reiknað var með í síðustu spá. Reiknað er með að útflutningur áls aukist um 1½% og álverð lækki um tæp 11% á þessu ári. Þessar forsendur eru óbreyttar frá síðustu spá. Ekki er reiknað með aukn- um útflutningi áls árið 2004, en útflutningur sjávar- afurða er talinn vaxa um 2%. Útflutningsverð í er- lendri mynt er talið lækka á árinu 2003 en hækka um 2% á árinu 2004. Horfur um hagvöxt á þessu og næsta ári hafa á heild- ina litið ekki breyst mikið... Áætlun um þróun helstu þjóðhagsstærða á nýliðnu ári og spá um framvindu á þessu ári og því næsta er tekin saman í töflu 3. Á heildina litið hafa horfur um 16 PENINGAMÁL 2003/1 Tafla 3 Þjóðhagsspá Seðlabankans Milljarðar króna Magnbreytingar Breyting frá síðustu á verðlagi hvers árs frá fyrra ári (%)1 spá (%)1 2002 2003 2004 2002 2003 2004 2002 2003 2004 Einkaneysla................................................... 421,1 432,2 440,9 -1½ ¼ 1½ 0 -¼ ¼ Samneysla..................................................... 189,8 197,8 206,8 3 2¼ 2½ ¼ ¼ ¼ Fjármunamyndun.......................................... 149,3 164,0 181,1 -14½ 10½ 9 -½ 9½ 2¾ Atvinnuvegafjárfesting............................ 81,9 96,2 112,5 -21 18¼ 14½ -¼ 16¾ 4 Fjárfesting í íbúðarhúsnæði .................... 33,9 33,6 33,4 2 -1½ -1¾ -1 -2½ -¾ Fjárfesting hins opinbera ........................ 33,6 34,3 35,2 -6½ 1½ 1½ ½ 2 0 Þjóðarútgjöld, alls......................................... 760,0 794,0 828,8 -3¼ 2¾ 3¼ 0 1¾ ¾ Útflutningur vöru og þjónustu...................... 311,0 304,8 319,8 4¼ 3 2¾ -1¼ 1 -1½ Innflutningur vöru og þjónustu .................... 289,1 299,2 316,7 -4 6 4 -¾ 3½ ¾ Verg landsframleiðsla ................................... 782,0 799,6 831,9 -¼ 1¾ 3 -¼ ¼ 0 Viðskiptajöfnuður sem % af VLF ................ . . . ½ -1½ -2½ ½ -½ -1½ Atvinnuleysi sem % af mannafla ................. . . . 2½ 3½ 3 0 ¼ 0 Framleiðsluspenna sem % af VLF ............... . . . ¾ 0 ½ ¼ ¼ ½ 1. Magnbreytingar eru reiknaðar á föstu verðlagi ársins 1990. gengisáhrifa. Gengishækkun krónunnar að undanförnu stafar senni- lega að hluta til af væntanlegum framkvæmdum. 14. Miðað er við vísitölu gengisskráningar þann 22. janúar sl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.