Peningamál - 01.02.2003, Síða 22

Peningamál - 01.02.2003, Síða 22
stóriðjuframkvæmda á væntingar almennings og eftirspurn í hagkerfinu. Eins og í síðustu spám bankans er talið líklegt að notkun sögulegra spáskekkna til að meta óvissu leiði til ofmats á óvissu sem er framundan. Spá- skekkjurnar eru litaðar af þróun undanfarinna miss- era, þ.e.a.s. tímabils sem einkenndist af óvenjulega mikilli verðbólgu og óvissu um verðbólguþróun. Mynd 16 sýnir meginspá bankans tvö ár fram í tímann og spáóvissuna. Taldar eru 90% líkur á að verðbólga verði innan alls skyggða svæðisins, 75% líkur eru á að verðbólgan verði innan tveggja dekkstu svæðanna og 50% líkur á að verðbólga verði innan dekksta svæðisins. Óvissan verður því meiri sem spáð er lengra fram í tímann, en það endurspeglast í víkkun óvissubilsins.15 Samkvæmt þessu mati hafa líkur á því að verð- bólga eftir eitt ár verði undir verðbólgumarkmiðinu aukist nokkuð frá síðustu spá. Hins vegar hafa líkur á frávikum frá verðbólgumarkmiðinu eftir tvö ár ekkert breyst. Líkur á því að verðbólga verði innan þolmarka verðbólgumarkmiðsins á spátímabilinu hafa aukist lítillega frá síðustu spá og líkur á verðhjöðnun minnkað. Innan við 10% líkur eru á verðhjöðnun á spátímabilinu, ef miðað er við árs- fjórðungsgildi sem verðbólguspáin byggist á. III Fjármálaleg skilyrði og stefnan í peninga- málum Raunstýrivextir Seðlabankans hafa lækkað í fram- haldi af tveim vaxtalækkunum bankans í nóvember og desember. Önnur fjármálaleg skilyrði hafa yfir- leitt einnig þróast til slökunar að gengi krónunnar undanskildu. Hækkun gengisins undanfarnar vikur má að einhverju leyti skýra með auknum aflaheim- ildum og væntingum vegna stóriðjuframkvæmda. Hins vegar er hugsanlegt, eins og áður hefur komið fram, að markaðsaðilar ofmeti áhrif þeirra á gjald- eyrisinnstreymi á næstu misserum og vanmeti undir- liggjandi slaka sem myndast hefur í þjóðarbúskapn- um á síðustu mánuðum. Þjóðhags- og verðbólguspá bankans, sem tekur stóriðjuframkvæmdir á Austur- landi með í reikninginn, gefur tilefni til frekari lækk- unar Seðlabankavaxta. Frekari lækkun raunstýri- vaxta Seðlabankans felur í sér að vextirnir verða mjög sennilega orðnir lægri en jafnvægisvextir, og það mun örva hagvöxt enn frekar. Aðhaldsstig peningastefnunnar og fjármálaleg skilyrði Aðhald peningastefnunnar hefur haldið áfram að minnka ... Seðlabankavextir hafa verið lækkaðir tvisvar síðan Peningamál voru gefin út í nóvember síðastliðnum um samtals eina prósentu, eða úr 6,8% í 5,8%. Telst þá með lækkun vaxta um ½ prósentu sama dag og ritið var gefið út í nóvember. Fara verður aftur til ársins 1994 til að finna jafn lága stýrivexti Seðla- bankans. Það ár og hið næsta var mikill slaki í þjóð- arbúskapnum og verðbólga ekki nema 1½%. PENINGAMÁL 2003/1 21 15. Fyrir þær tímalengdir sem bankinn hefur ekki áður spáð er byggt á einföldum framreikningi. Hafa þarf í huga að matið á spáóvissu er á sama hátt og spár um einstök gildi háð óvissu. Því þarf að fara varlega í túlkun á metinni spáóvissu. Því er fremur ætlað að draga fram inn- byggða óvissu spágerðarinnar en að meta líkindadreifingu verðbólgu- spárinnar nákvæmlega. Tafla 6 Mögulegt bil ársverðbólgu til næstu tveggja ára Verðbólga undir á bilinu á bilinu undir yfir 1% 1% - 2½% 2½% - 4% 2½% 4% Ársfjórð. 2003:1 1 99 < 1 > 99 < 1 2003:4 14 46 34 61 5 2004:3 23 33 28 56 16 Taflan sýnir mat Seðlabankans á líkum á því að verðbólga verði á ákveðnu bili í prósentum. Mynd 16 Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðbólguspá Seðlabankans 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 8 6 4 2 0 10 -2 Neysluverðs- vísitala Verðbólgu- markmið Neðri þolmörk 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil % Efri þolmörk Spátímabil: 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.