Peningamál - 01.02.2003, Side 23

Peningamál - 01.02.2003, Side 23
Í byrjun nóvember 2002 var verðbólguálag ríkis- skuldabréfa til fjögurra ára undir 2% og enn lægra á styttri bréfum. Samsvarandi verðbólguálag í lok jan- úar var hins vegar rúmlega 2½%, en um 2% til tveggja ára. Á þennan mælikvarða hafa raunstýri- vextir Seðlabankans lækkað úr 4½-5% í rúmlega 3%. Miðað við verðbólguálag ríkisskuldabréfa hafa raun- vextir Seðlabankans ekki verið lægri síðan í janúar 1997. Verðbólguálag ríkisskuldabréfa var líklega óeðlilega lágt í byrjun nóvember og ýkir það matið á lækkun raunstýrivaxta síðan þá. Aðrir mælikvarðar, eins og t.d. verðbólguspá Seðlabankans, sýna hins vegar einnig mjög ótvíræða lækkun raunstýrivaxta bankans. Þannig voru þeir tæplega 4% miðað við verðbólguspá bankans eitt ár fram í tímann í byrjun nóvember en um 3½% nú miðað við fyrirliggjandi verðbólguspá. Eftir vaxtalækkanir Seðlabankans síðustu mánuði er athyglisvert að bera vexti hans saman við vexti ýmissa annarra seðlabanka. Tafla 7 sýnir vexti og verðbólgu í ýmsum ríkjum. Efri hluti töflunnar sýnir seðlabankavexti og verðbólgu í löndum á verðbólgu- markmiði en neðri hlutinn sýnir önnur mikilvæg iðn- ríki. Í lok janúar voru stýrivextir Seðlabankans lítið fyrir ofan meðaltal verðbólgumarkmiðslanda ef Brasilíu og Suður-Afríku, sem búa við efnahagslegan óstöðugleika og mjög háa seðlabankavexti, er sleppt. Það er hins vegar athyglisvert að vextirnir hér eru svipaðir og á Nýja-Sjálandi og lægri en í Noregi. Raunvextir miðað við verðbólgu liðinna tólf mánaða eru óeðlilega háir hér þar sem verðbólgan náði botni í janúar á þennan mælikvarða en verðbólguvæntingar eru hærri. Miðað við verðbólgumarkmiðið eru raun- vextir hér svipaðir og í Noregi og í Póllandi en lægri 22 PENINGAMÁL 2003/1 Tafla 7 Seðlabankavextir og verðbólga í ýmsum ríkjum Stýrivextir Síðasta Dagsetning Raunstýrivextir m.v. Verð- Verðbólgu- seðla breyting síðustu liðna verð- verðbólgu Lönd bólga Tímabil markmið banka stýrivaxta breytingar bólgu markmið Ástralía.................................. 3,0 4. ársfj. ´02 2 - 3 4,75 0,25 5. júní ´02 1,7 2,2 Brasilía.................................. 9,9 4. ársfj. ´02 3½ (±2½) 25,50 0,50 23. jan. ´03 14,2 21,3 Bretland ................................ 2,7 des. ´02 2½ 4,00 -0,50 8. nóv. ´01 1,3 1,5 Chíle...................................... 2,8 des. ´02 2 - 4 2,75 -0,25 9. jan. ´03 0,0 -0,2 Ísland .................................... 1,4 jan. ´03 2½ (±1½%) 5,80 -0,50 17. des. ´02 4,3 3,2 Ísrael ..................................... 6,5 des. ´02 2 - 3 8,90 -0,20 23. des. ´02 2,3 6,2 Kanada .................................. 3,9 des. ´02 1 - 3 2,75 0,25 16. júlí ´02 -1,1 0,7 Noregur ................................. 2,8 des. ´02 2½ (±1) 6,00 -0,50 23. jan. ´03 3,1 3,4 Nýja Sjáland ......................... 2,7 des. ´02 0 - 3 5,75 0,25 3. júlí ´02 3,0 4,2 Pólland .................................. 0,1 des. ´02 5 (±1) 8,50 -0,50 26. júní ´02 8,4 3,3 Suður-Afríka .........................14,5 nóv. ´02 3 - 6 13,50 1,00 13. sept. ´02 -0,9 8,6 Sviss...................................... 0,9 des. ´02 0 - 2 0,25-1,25 -0,50 26. júlí. ´02 -0,1 -0,2 Svíþjóð.................................. 0,6 des. ´02 3 - 5 2,50 -0,25 30. jan. ´03 1,9 -1,4 Tæland .................................. 0,3 des. ´02 0 - 3 1,75 -0,25 19. nóv. ´02 1,4 0,2 Meðaltal ............................... 3,6 6,46 -0,10 2,7 3,6 -án Brasilíu og S-Afríku ....... 2,3 4,46 -0,23 2,1 1,9 Önnur iðnríki Bandaríkin ............................ 2,4 des. ´02 - 1,25 -0,50 6. nóv. ´02 -1,1 - Japan ..................................... -0,4 nóv. ´02 - 0,10 -0,15 18. sept. ´01 0,5 - Evrusvæði ............................. 2,3 des. ´02 0 - 2 2,75 -0,50 6. des. ´02 0,4 1,7 Danmörk ............................... 2,5 des. ´02 - 2,75 -0,50 6. des. ´02 0,2 - Meðaltal alls ......................... 3,2 6,64 -0,21 1,7 -án Brasilíu og S-Afríku ....... 2,2 3,81 -0,3 1,6 1,9 Verðbólga er reiknuð út frá 12 mán. breytingu þeirrar verðvísitölu sem peningastefna viðkomandi lands er miðuð við eða vísitölu neysluverðs, eftir því sem við á. Notast er við síðustu tiltæku mælingu. Raunstýrivextir eru reiknaðir út frá liðinni verðbólgu. Fram til 9. ágúst sl. hafði seðlabanki Chíle raun- vaxtamarkmið. Til að reikna út breytingu stýrivaxta á þeim tíma er notast við verðbólgustig þess tíma. Notast er við miðgildi vaxtabils stýrivaxta fyrir Sviss. Taflan sýnir verðbólgumarkmið landa fyrir árið 2002 eða langtímamarkmiðið þar sem það hefur þegar tekið gildi. Langtímamarkmiðið fyrir Ísland er 2½% (±1½%) sem á að nást 2003. Langtímamarkmiðið fyrir Pólland er verðbólga undir 4% sem á að nást 2003. Verðbólgumarkmiðið fyrir Tékkland lækkar línulega og á að enda í 2%-4% árið 2005. Mexíkó er ekki með í töflunni, þrátt fyrir að vera með verðbólgumarkmið, þar sem seðlabanki Mexíkó er ekki með eiginlegt stýrivaxtamarkmið heldur miðar peningastefnuna við markmið um laust fé í umferð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.