Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 25

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 25
gjaldeyrisinnstreymi sem framkvæmdunum fylgir og væntingar um hærri Seðlabankavexti. Væntingar um hærri vexti ættu að leiða til tafarlausrar hækkunar á ávöxtun skuldabréfa til lengri tíma og auka mun á vöxtum skuldabréfa til lengri og skemmri tíma, eins og reyndar hefur gerst síðustu vikur. Það getur síðan stuðlað að gjaldeyrisinnstreymi og hærra gengi. Á framsýnum markaði hefur gengi tilhneigingu til að hækka um leið og vitneskja um hækkunartilefni liggur fyrir. Þess vegna getur gengið hækkað jafnvel þótt gjaldeyrisinnstreymi sem tengist framkvæm- dunum beint sé ekki farið af stað. Gengishækkunin herðir að útflutnings- og samkeppnisgreinum og dregur úr spennu eða eykur slaka í hagkerfinu þegar hann er til staðar eins og nú er raunin. Það hjálpar síðan til að skapa rými í þjóðarbúskapnum fyrir þær miklu framkvæmdir sem framundan eru. Hafa ber hins vegar í huga að framlegð útflutnings- og sam- keppnisgreina var mjög góð síðastliðin tvö ár. Jafn- vel þótt hún dragist saman á þessu ári, m.a. vegna hærra gengis, gæti árið eigi að síður orðið þokkalegt. Þannig benda spár fjármálafyrirtækja til þess að framlegð í sjávarútvegi á þessu ári verði betri en verið hefur undanfarna áratugi að undanskildum tveimur síðustu árum. Þótt eðlilegar og góðkynja ástæður kunni að vera fyrir hækkun gengisins að undanförnu verður ekki framhjá því litið að hækkunin ýtir undir slaka sem þegar er fyrir hendi og kann að vera orðin meiri en æskilegt er á þessu stigi, jafnvel að teknu tilliti til væntanlegra stóriðjuframkvæmda. Hugsanlegt er að markaðurinn ofmeti áhrif framkvæmdanna og van- meti hversu langt er í að meginþungi þeirra verði. Þá er einnig hugsanlegt að slaki sem hefði myndast á þessu ári ef ekki hefði komið til aukinna aflaheimilda og ákvarðana um stóriðju sé verulega vanmetinn. Að vísu er það svo að slaki og veikur hagvöxtur þarf ekki endilega að hafa í för með sér lægra gengi svo lengi sem jafnvægi í utanríkisviðskiptum og á gjald- eyrismarkaði er gott. Jafnvel eru dæmi um að veik innlend eftirspurn stuðli að viðskiptaafgangi og hærra gengi. Væntingar um fjármagnsinnstreymi, aukna spennu, meiri verðbólgu og hærri vexti virðast hins vegar helst skýra hátt gengi að undanförnu. Hærra gengi er hins vegar ekki heppilegt þegar þjóðarbúskapurinn er í lægð og verðbólgu lítil. Eins og þjóðhags- og verðbólguspáin sem hér er kynnt sýnir verður lítilsháttar slaki í byrjun spátímabilsins sem hverfur á næsta ári miðað við óbreytt gengi og peningastefnu. Á þeirri forsendu einkennist umhverfi peningastefnunnar fyrst um sinn af lægð í þjóðar- búskapnum á sama tíma og verðbólga er undir mark- miði bankans. Fyrir nokkrum árum var algengt víða um heim að líta á svokallaða vísitölu peningaskilyrða sem mæli- kvarða á aðhaldsstig peningastefnunnar, en í henni eru vegin saman skammtímavextir og gengi í þeim hlutföllum sem þau eru talin hafa áhrif á eftirspurn. Reynslan hefur sýnt að þetta er slæmur mælikvarði á peningalegt aðhald í löndum þar sem jafnvægisgengi er mjög breytilegt sökum sveiflna í ytri skilyrðum, eins og raunin er hér á landi.16 Þegar gengi breytist í samræmi við jafnvægisgengið felur það ekki endi- lega í sér breytingu á peningalegu aðhaldi. Það er því villandi að einblína á slíka vísitölu við þær aðstæður. Vísitala peningaskilyrða sem er vegið meðaltal skammtímaraunvaxta reiknaðra á grundvelli raun- verulegra verðbólguvæntinga og fráviks gengis frá jafnvægisgengi myndi gefa betri mynd af aðhalds- stiginu. Vandinn er hins vegar sá að ekki liggja fyrir einhlítar mælingar eða mat á verðbólguvæntingum eða jafnvægisgengi. Hækkun gengis undanfarnar vikur má líklega að verulegu leyti skýra með breyt- ingum á jafnvægisgengi vegna væntanlegra stóriðju- framkvæmda og aukinna aflaheimilda. Ekki er því hægt að draga þá ályktun að gengisbreytingin beri vitni um aukið aðhald peningastefnunnar, enda ganga aðrar vísbendingar í gagnstæða átt. Stefnan í peningamálum Forsendur eru fyrir frekari lækkun Seðlabankavaxta Í þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans er að þessu sinni reiknað með fjárfestingu í stóriðju og orkuverum á Austfjörðum. Miðað við óbreytta peningastefnu og gengi krónunnar undir lok janúar (gengisvísitala 124) eru horfur á að hagvöxtur á þessu ári verði minni en vöxtur framleiðslugetu. Framleiðsluspenna mun því enn slakna og atvinnu- leysi aukast frá síðasta ári. Atvinnuleysi á árinu verður samkvæmt þjóðhagsspánni 3½%, sem er lík- 24 PENINGAMÁL 2003/1 16. Notkun vísitölu peningaskilyrða leiddi t.d. stjórn peningamála á Nýja- Sjálandi á villigötur um tíma á tíunda áratug síðustu aldar. Sjá úttekt Lars Svenssonar á peningastefnunni í Nýja-Sjálandi (Independent review of the operation of monetary policy in New Zealand: Report to the Minster of Finance“, febrúar 2001, www.princeton.edu/~svensson).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.