Peningamál - 01.02.2003, Page 33
32 PENINGAMÁL 2003/1
Áætlað er að nærri 2.300 mannár þurfi til að reisa
álver Alcoa á Reyðarfirði og hafnarmannvirkin. Þá
þarf rúmlega 3.800 mannár í virkjunarframkvæmdir,
veitu og tengivirki. Samtals eru þetta rúmlega 6.100
mannár.
Mest verður vinnuaflsnotkunin 2006, um 40% af
heildarmannaflsnotkuninni á framkvæmdatímanum.
Vinnuaflsþörfin er hvað mest árin 2005 og 2006 en
þá mun hún nema tæplega 2/3 hlutum af heildarþörf.
Síðla árs 2007 mun draga hratt úr vinnuaflsþörfinni
og að lokum fjarar hún út síðla vors 2008. Reiknað er
með að um 70% af starfsmönnum við byggingu
álsversins verði Íslendingar en um 30% komi að
utan. Þá er áætlað að um 80% starfsmanna við orku-
versframkvæmdir verði Íslendingar en um 20% komi
erlendis frá. Að samanlögðu mun innlent vinnuafl
nema rúmlega ¾ hlutum en erlent tæplega ¼. Þegar
innlend vinnuaflsþörf er mest árið 2006 mun hún
nema um 1¼% af heildarvinnuafli. Sennilega verður
þörfin í hámarki á fyrrihluta þess árs.
Stefnt er að því að álver Alcoa í Reyðarfirði taki
til starfa síðla vors eða snemma sumars 2007. Búist
er við að ráðnir verði um 420 starfsmenn í fullt starf
í álverinu. Hafist verður handa við ráðningar
snemma á byggingartímanum og síðan með vaxandi
þunga út framkvæmdatímann og í ársbyrjun 2007
Mynd 2
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008
0
500
1000
1500
2000
2500
3000
Mannár
Vinnuaflsnotkun á ári 2002-2008
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Ál
19%
Sjávarútvegur
62%
Iðnaður og annað
19%
Hlutfallsleg skipting útflutningsverðmætis eftir vöruflokkum (%) 2002 og 2008
Heimild: Seðlabanki Íslands
Mynd 3
Ál
30%
Sjávarútvegur
48%
Iðnaður og annað
22%
2002 2008
Tafla 2 Vinnuaflsnotkun – mannár
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 Samtals
Álver og höfn............................ 0 22 123 460 1.307 362 0 2.274
Virkjun ...................................... 67 377 662 928 1.162 501 147 3.844
Alls á ári.................................... 67 399 785 1.388 2.469 863 147 6.118
Hlutfall af heildarvinnuafli (%)1 0,0 0,2 0,4 0,7 1,2 0,4 0,1 .
1. Þróun vinnuaflsnotkunar byggist á framreikningi Seðlabankans.