Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 41

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 41
gera ráð fyrir því að gengi krónunnar komi til með að styrkjast í aðdraganda framkvæmdanna og þegar þær eru í hámarki í tengslum við mikið gjaldeyrisinn- streymi vegna þeirra, og væntinga um vaxtahækkanir Seðlabankans vegna aukinnar verðbólgu. Slík gengisaðlögun hjálpar við aðlögun hag- kerfisins að efnahagsáhrifum álversframkvæmdanna. Hagvaxtar- og atvinnuleysisáhrif álversframkvæmda verða því minni þar sem gengisstyrkingin veikir samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina og hjálpar til við að rýma til fyrir framkvæmdunum með því að þrengja að annarri atvinnustarfsemi. Þessi ólíka þróun endurspeglast einnig í ólíkum viðbrögðum peningastefnunnar, eins og sést á mynd 6. Hefði ekki komið til álversframkvæmda hefði verðbólga á þessu ári orðið töluvert meiri en hún virðist ætla að verða þar sem gengi krónunnar hefði verið til muna lægra en nú er. Stýrivextir Seðla- bankans ættu því að vera allt að 3 prósentum lægri á þessu ári komi til álversframkvæmda en þeir hefðu verið hefði ekki komið til þeirra. Miðað við framsýna peningastefnu yrði vaxtastigið hins vegar orðið hærra en í dæminu án framkvæmda strax á næsta ári og næði hámarki í um 2 prósentum hærri vöxtum árin 2005-2006. Með viðbrögðum peningastefnunnar og gengis- aðlögun fer verðbólga tæplega 1 prósentu umfram dæmið án álversframkvæmda árið 2006 og rúmlega 1 prósentu hærra árið eftir. Verðbólga helst því innan við þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Þetta þýðir hins vegar að hagvöxtur verður undir því sem hann er í grunndæminu og atvinnuleysi yfir. Því er ljóst að gengisaðlögunin hjálpar til við að draga úr þenslumyndun í hagkerfinu vegna álvers- framkvæmdanna og gerir það að verkum að hægt er að ná verðbólgumarkmiðinu við lægra vaxtastig en ella. Aðgerðir í ríkisfjármálum til viðbótar við að- lögun gengis krónunnar myndu síðan gefa færi á enn lægri vöxtum en ella. Á mynd 7 er sýnd þróun verðbólgu miðað við mismunandi gengisforsendur og hagstjórnarviðbrögð. 5.3. Óvissuþættir og fyrirvarar Slá verður ýmsa varnagla við þessa útreikninga enda mikil óvissa um efnahagsframvinduna svo langt fram í tímann, hagstjórnarviðbrögð og aðlögun þjóðar- búskaparins að þeim. Einna mest óvissa er um gengisþróunina. Í ofan- greindum útreikningum er byggt á tvenns konar for- sendum varðandi gengisþróun. Efnahagsferlar sem byggjast á þessum gengisforsendum eru hins vegar vart samanburðarhæfir við dæmi sem byggist á núverandi stöðu en án álversframkvæmda, þar sem sterkt gengi krónunnar í dag endurspeglar a.m.k. að hluta væntingar um áhrif álversframkvæmdanna. Því verður að bera dæmið með gengisaðlögun saman við dæmi án álversframkvæmda þar sem gengi krón- unnar í dag væri nokkru veikara en það er í raun og kæmi til með að lækka eitthvað áfram. Þrátt fyrir að dæmi þar sem gengisaðlögun er tekin með sé trúverðugra en dæmi með óbreyttu gengi, er ákaflega erfitt að meta með áreiðanlegum hætti hver gengis- þróunin gæti orðið með og án álversframkvæmda og áhrif hennar á þjóðarbúskapinn. 40 PENINGAMÁL 2003/1 Mynd 6 2003 2004 2005 2006 2007 2008 0 2 4 6 -2 -4 -6 % Stýrivextir Seðlabankans (framsýn Taylor-regla) Heimild: Seðlabanki Íslands. Frávik frá grunndæmi án álversframkvæmda (prósentur) Ríkisfjármál og óbreytt gengi frá grunndæmi Sveigjanlegt gengi Gengi óbreytt frá grunndæmi Ríkisfjármál og sveigjanlegt gengi Mynd 7 2003 2004 2005 2006 2007 2008 0 1 2 3 4 5 -1 -2 -3 % Verðbólga Heimild: Seðlabanki Íslands. Frávik frá grunndæmi án álversframkvæmda (prósentur) Peningastefna, ríkisfjármál, óbreytt gengi frá grunndæmi Án hagstjórnar- viðbragða, sveigjanlegt gengi Án hagstjórnarviðbragða, óbreytt gengi frá grunndæmi Peningastefna, óbreytt gengi frá grunndæmi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.