Peningamál - 01.02.2003, Síða 42

Peningamál - 01.02.2003, Síða 42
Aðrir óvissuþættir snúa að þeim líkönum sem notuð eru við mat á efnahagslegum áhrifum álvers- framkvæmda og framvindunni án þeirra. Í saman- burði við hefðbundin verðbólguspálíkön bankans er t.d. líklegt að þjóðhagslíkan það sem notað var við útreikningana vanmeti áhrif umframeftirspurnar á verðbólgu en ofmeti áhrif gengisbreytinga. Sé þetta rétt er t.d. líklegt að ekki verði eins mikill munur á vöxtum árið 2003 með og án álversframkvæmda með breytilegu gengi eins og ofangreind dæmi gefa til kynna. Þessu tengt gætu áhrif gengissveiflna á innlenda verðbólgu verið ofmetin. Reynsla annarra ríkja sem hafa horfið frá fastgengisstefnu yfir í sveigjanlega gengisstefnu, og innlend verðlagsþróun eftir að gengi krónunnar lækkaði nokkuð í kjölfar þess að tekin var upp flotgengisstefna, gæti gefið tilefni til að ætla að áhrif tímabundinna gengissveiflna á innlenda verð- bólgu séu minni nú en söguleg sambönd gefa til kynna. Tengt þessu er óvissa um aðlögun þjóðarbúskap- arins að stýrivaxtabreytingum. Hún er nokkuð mis- munandi eftir því við hvaða líkan er stuðst. Þjóð- hagslíkanið byggist á sögulegum samböndum yfir langan tíma og bendir til þess að nokkru meiri vaxta- hækkanir þurfi til að halda verðbólgu niðri í kjölfar framkvæmdanna. Vaxtahækkanir þær sem hér er lýst myndu því líklega ekki nægja til að halda verðbólgu nálægt markmiði bankans. Ofangreint mat byggist hins vegar á tölfræðilegu mati á einfaldara líkani sem metið er yfir styttra tímabil og gefur vísbendingar um meiri vaxtanæmni. Þar sem matstímabilið er tiltölu- lega stutt gæti það hins vegar ofmetið vaxtavið- brögðin og því ríkir töluverð óvissa um þessi áhrif umfram þá óvissu sem almennt ríkir um áhrif peningastefnunnar á hagkerfið og fjallað er um í grein Þórarins G. Péturssonar (2001).5 Áhrif þessara framkvæmda á væntingar almenn- ings eru einnig mjög óviss. Mögulegt er að áhrifin séu meiri en gert er ráð fyrir í dæmunum að framan. Eftirspurn verði því meiri í dæminu með álvers- framkvæmdum en veikari án þeirra. Mismunur á efnahagsþróuninni með og án álvers væri þá enn meiri en hér er gert ráð fyrir og áhrif á verðbólgu og þar með vexti meiri en í dæmunum sem hér er fjallað um, auk þess sem áhrifin gætu komið fram fyrr en hér er gert ráð fyrir. PENINGAMÁL 2003/1 41 5. Þórarinn G. Pétursson, „Miðlunarferli peningastefnunnar“, Peninga- mál 2001/4, 59-74.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.