Peningamál - 01.02.2003, Page 48
PENINGAMÁL 2003/1 47
1. Inngangur
Frá síðari hluta janúar 2001 fram í miðjan október
sama ár seldi Seðlabanki Íslands erlendan gjaldeyri í
skiptum fyrir íslenskar krónur fyrir rúma 24 ma.kr.
Með þessum aðgerðum vildi bankinn draga úr
veikingu gengis krónunnar og gengissveiflum. Gengi
krónunnar veiktist hins vegar um 15% á þessum tíma
og ekki virðist sem bankanum hafi tekist ætlunarverk
sitt, þótt ómögulegt sé að segja hvað hefði gerst hefði
bankinn ekki reynt.
Ofangreindar aðgerðir eru kallaðar inngrip seðla-
banka á gjaldeyrismarkaði, þ.e. seðlabanki fer inn á
gjaldeyrismarkað að eigin frumkvæði og kaupir eða
selur innstæður í innlendri mynt í skiptum fyrir inn-
stæður í erlendri mynt. Almennt er þó gerður greinar-
munur á því hvort seðlabanki fer inn á gjaldeyris-
markað með það fyrir augum að hafa áhrif á gengi
gjaldmiðla eða hvort hann er t.d. eingöngu að koma í
veg fyrir að breytingar á stærð gjaldeyrisforða
bankans eða samsetningu hans hafi tímabundin áhrif
á gengi innlends gjaldmiðils. Slík viðskipti seðla-
banka eru ekki skilgreind sem inngrip í þessari grein
(sjá t.d. Baillie, Humpage og Osterberg, 1999).
Í þessari grein er fjallað um inngrip seðlabanka á
gjaldeyrismarkaði og árangur þeirra. Annar kafli
greinarinnar fjallar almennt um inngrip, framkvæmd
þeirra og niðurstöður alþjóðlegra rannsókna á árangri
þeirra. Í þriðja kafla er fjallað um mismunandi mark-
mið inngripa og fjórði kafli fjallar um þá leynd sem
almennt virðist ríkja um þau. Fimmti kafli fjallar um
mismunandi útfærslu inngripa. Í sjötta kafla er síðan
fjallað nánar um inngrip Seðlabanka Íslands, hvernig
aðkoma bankans hefur breyst eftir því sem innlendur
gjaldeyrismarkaður hefur þróast og umgjörð pen-
ingastefnunnar breyst. Einnig er fjallað um hvernig
framkvæmd inngripanna hefur verið háttað og að
lokum um árangur þeirra. Í síðasta kafla eru lokaorð.
Gerður Ísberg og Þórarinn G. Pétursson1
Inngrip Seðlabanka Íslands á innlendum gjaldeyrismarkaði
og áhrif þeirra á gengi krónunnar
Frá stofnun skipulagðs millibankamarkaðar með gjaldeyri um mitt ár 1993 hafa hlutverk og aðkoma
Seðlabankans að markaðnum tekið töluverðum breytingum. Framan af var bankinn mikilvægur þátttakandi á
markaðnum og átti þátt í stórum hluta viðskipta til þess að tryggja vísi að sem skilvirkastri verðmyndun á
gjaldeyri. Eftir því sem markaðurinn hefur þroskast hefur bankinn hins vegar séð sér tækifæri til að draga sig
út af markaðnum og hefur innkoma hans þá nánast eingöngu verið að hans frumkvæði, annað hvort beinlínis
til að hafa áhrif á gengi krónunnar eða við sérstakar aðstæður sem ekki tengjast beint framgangi peninga-
stefnunnar. Í þessari grein er fjallað um inngrip Seðlabanka Íslands á innlendum gjaldeyrismarkaði og
árangur þeirra. Því er haldið fram að beinn árangur þeirra hafi verið fremur takmarkaður og þá yfirleitt
eingöngu til skamms tíma. Þó er ekki hægt að útiloka að bankanum hafi tekist að tefja nægilega mikið fyrir
veikingu krónunnar þannig að meginþungi hennar hafi komið fram þegar mesta ofþenslan var að baki.
1. Gerður er staðgengill framkvæmdastjóra peningamálasviðs Seðla-
banka Íslands og Þórarinn er deildarstjóri rannsóknardeildar hag-
fræðisviðs Seðlabanka Íslands og lektor við Háskólann í Reykjavík.
Höfundar þakka ritnefnd Peningamála gagnlegar ábendingar. Þær
skoðanir sem hér koma fram eru höfunda og þurfa ekki að endurspegla
skoðanir Seðlabanka Íslands.