Peningamál - 01.02.2003, Page 50
PENINGAMÁL 2003/1 49
bundið þangað til að viðskiptin ganga til baka tveimur
vikum síðar. Í staðinn hafa innlánsstofnanir meira laust
fé umleikis sem hægt er að nota til að auka útlán til
almennings. Skuldbindingar bankakerfisins við
almenning aukast, peningamagn í umferð eykst og
vegna margfeldisáhrifa verður aukningin í raun meiri
en sem nemur aukningu grunnfjár.
Áhrif óstýfðra inngripa (e. unsterilized interven-
tion) eru nánast eins. Það eina sem breytist er að í stað
þess að eign Seðlabankans í innlendum verðbréfum
aukist, eykst eign hans í erlendum verðbréfum, þ.e.
gjaldeyrisforði bankans stækkar. Seðlabankinn selur
krónur (þ.e. innstæður í innlendri mynt) í skiptum fyrir
erlendan gjaldeyri (þ.e. innstæður í erlendri mynt) sem
nemur 1 m.kr. Andvirði þessa leggur bankinn inn á
reikninga innlánsstofnana í Seðlabankanum og grunn-
fé eykst sem nemur 1 m.kr. Á móti minnkar eign inn-
lánsstofnana í erlendum verðbréfum en laust fé til
umráða fyrir þær eykst. Þar með aukast skuldbindingar
bankakerfisins í heild og peningamagn þar með eins og
um hefðbundna markaðsaðgerð væri að ræða.
Grípi Seðlabankinn hins vegar til þess að stýfa inn-
grip (e. sterilized intervention) sín á gjaldeyrismark-
aðnum, dregur hann lausa féð aftur úr umferð með því
að minnka endurhverf viðskipti sín við innlánsstofn-
anir, þar sem hann tekur laust fé úr umferð en leggur til
á móti innlend verðbréf upp á 1 m.kr. Heildaráhrif
þessara viðskipta eru að grunnfé bankans er óbreytt og
það eina sem hefur breyst er hlutfallsleg eign Seðla-
bankans og innlánsstofnana í innlendum og erlendum
verðbréfum. Seðlabankinn á nú minna af innlendum
verðbréfum og stærri gjaldeyrisforða en erlend verð-
bréfaeign innlánsstofnana minnkar á móti aukinni eign
í innlendum verðbréfum. Skuldbindingar banka-
kerfisins í heild gagnvart almenningi eru því óbreyttar
og peningamagn í umferð óbreytt.
Greiningin hér að ofan er einföld lýsing á því
hvernig þessi viðskipti fara fram. Horft er framhjá því
að inngrip Seðlabankans gætu farið fram þannig að
bankinn kaupi erlendar innstæður af erlendum bönkum
(taki t.d. lán í erlendum gjaldmiðli) eða að innlendar
innlánsstofnanir taki erlend lán til að selja Seðlabank-
anum andvirði þeirra. Skuldbindingar innlendra lána-
stofnana við útlönd aukast þá um 1 m.kr. í stað þess að
erlend verðbréfaeign þeirra dragist saman um sömu
upphæð. Reikningarnir hér að ofan sýna því í raun
heildaráhrif á lánastofnanir (innlendar og erlendar) en
áhrifin á peningamagn í umferð eru hins vegar þau
sömu. Til að meta efnahagsleg áhrif inngripa skiptir
þessi einföldun því ekki máli.
Efnahagsreikningar bankakerfisins (m.kr.)
Seðlabankinn
Eignir Skuldir
Innlend
verðbréf +1 Grunnfé +1
Peningastefnuaðgerð
Markaðsaðgerðir
(Seðlabankinn kaupir
innlend verðbréf)
Óstýfð inngrip
(Seðlabankinn kaupir
erlend verðbréf)
Stýfð inngrip
(Seðlabankinn kaupir
erlend verðbréf og
selur innlend)
Innlánsstofnanir
Eignir Skuldir
Innlend
verðbréf -1
Innstæður í
Seðlabanka +1
Innlánsstofnanir
Eignir Skuldir
Erlend
verðbréf -1
Innstæður í
Seðlabanka +1
Innlánsstofnanir
Eignir Skuldir
Erlend
verðbréf -1
Innlend
verðbréf +1
Seðlabankinn
Eignir Skuldir
Gjaldeyris-
forði +1 Grunnfé +1
Seðlabankinn
Eignir Skuldir
Gjaldeyris-
forði +1
Innlend
verðbréf -1