Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 50

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 50
PENINGAMÁL 2003/1 49 bundið þangað til að viðskiptin ganga til baka tveimur vikum síðar. Í staðinn hafa innlánsstofnanir meira laust fé umleikis sem hægt er að nota til að auka útlán til almennings. Skuldbindingar bankakerfisins við almenning aukast, peningamagn í umferð eykst og vegna margfeldisáhrifa verður aukningin í raun meiri en sem nemur aukningu grunnfjár. Áhrif óstýfðra inngripa (e. unsterilized interven- tion) eru nánast eins. Það eina sem breytist er að í stað þess að eign Seðlabankans í innlendum verðbréfum aukist, eykst eign hans í erlendum verðbréfum, þ.e. gjaldeyrisforði bankans stækkar. Seðlabankinn selur krónur (þ.e. innstæður í innlendri mynt) í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri (þ.e. innstæður í erlendri mynt) sem nemur 1 m.kr. Andvirði þessa leggur bankinn inn á reikninga innlánsstofnana í Seðlabankanum og grunn- fé eykst sem nemur 1 m.kr. Á móti minnkar eign inn- lánsstofnana í erlendum verðbréfum en laust fé til umráða fyrir þær eykst. Þar með aukast skuldbindingar bankakerfisins í heild og peningamagn þar með eins og um hefðbundna markaðsaðgerð væri að ræða. Grípi Seðlabankinn hins vegar til þess að stýfa inn- grip (e. sterilized intervention) sín á gjaldeyrismark- aðnum, dregur hann lausa féð aftur úr umferð með því að minnka endurhverf viðskipti sín við innlánsstofn- anir, þar sem hann tekur laust fé úr umferð en leggur til á móti innlend verðbréf upp á 1 m.kr. Heildaráhrif þessara viðskipta eru að grunnfé bankans er óbreytt og það eina sem hefur breyst er hlutfallsleg eign Seðla- bankans og innlánsstofnana í innlendum og erlendum verðbréfum. Seðlabankinn á nú minna af innlendum verðbréfum og stærri gjaldeyrisforða en erlend verð- bréfaeign innlánsstofnana minnkar á móti aukinni eign í innlendum verðbréfum. Skuldbindingar banka- kerfisins í heild gagnvart almenningi eru því óbreyttar og peningamagn í umferð óbreytt. Greiningin hér að ofan er einföld lýsing á því hvernig þessi viðskipti fara fram. Horft er framhjá því að inngrip Seðlabankans gætu farið fram þannig að bankinn kaupi erlendar innstæður af erlendum bönkum (taki t.d. lán í erlendum gjaldmiðli) eða að innlendar innlánsstofnanir taki erlend lán til að selja Seðlabank- anum andvirði þeirra. Skuldbindingar innlendra lána- stofnana við útlönd aukast þá um 1 m.kr. í stað þess að erlend verðbréfaeign þeirra dragist saman um sömu upphæð. Reikningarnir hér að ofan sýna því í raun heildaráhrif á lánastofnanir (innlendar og erlendar) en áhrifin á peningamagn í umferð eru hins vegar þau sömu. Til að meta efnahagsleg áhrif inngripa skiptir þessi einföldun því ekki máli. Efnahagsreikningar bankakerfisins (m.kr.) Seðlabankinn Eignir Skuldir Innlend verðbréf +1 Grunnfé +1 Peningastefnuaðgerð Markaðsaðgerðir (Seðlabankinn kaupir innlend verðbréf) Óstýfð inngrip (Seðlabankinn kaupir erlend verðbréf) Stýfð inngrip (Seðlabankinn kaupir erlend verðbréf og selur innlend) Innlánsstofnanir Eignir Skuldir Innlend verðbréf -1 Innstæður í Seðlabanka +1 Innlánsstofnanir Eignir Skuldir Erlend verðbréf -1 Innstæður í Seðlabanka +1 Innlánsstofnanir Eignir Skuldir Erlend verðbréf -1 Innlend verðbréf +1 Seðlabankinn Eignir Skuldir Gjaldeyris- forði +1 Grunnfé +1 Seðlabankinn Eignir Skuldir Gjaldeyris- forði +1 Innlend verðbréf -1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.