Peningamál - 01.02.2003, Side 52

Peningamál - 01.02.2003, Side 52
festa í innlendum verðbréfum hafi aukist, þar sem hrein skattbyrði þeirra í framtíðinni minnkar á móti.5 Rannsóknir benda hins vegar til þess að þrátt fyrir að þessi áhrif séu að einhverju leyti fyrir hendi, eru þau langt í frá að vera einhlít. Almenningur virðist ekki horfa að öllu leyti til áhrifa á skattbyrði sína í framtíðinni við kaup á fjárskuldbindingum hins opin- bera. Þrátt fyrir þetta virðist mikilvægi eignasafns- áhrifanna sem skýringar á áhrifum stýfðra inngripa á gengi gjaldmiðla takmarkað, nema e.t.v. til mjög skamms tíma (sjá t.d. umfjöllun í Weber, 1986, og Obstfeld og Rogoff, 1996). Staðkvæmd virðist mikil milli verðbréfa í mismunandi mynt, sérstaklega þegar litið er til helstu gjaldmiðla, auk þess sem rann- sóknir á áhrifum hlutfallslegs framboðs verðbréfa í mismunandi mynt gefa til kynna mjög lítil áhrif á gengi gjaldmiðla. Þessar niðurstöður eru þó ekki ein- hlítar, samanber Dominguez og Frankel (1993). Þó virðast hagfræðingar almennt sammála um að mikil- vægi þessara áhrifa sé fremur takmarkað og fari lík- lega minnkandi með auknum alþjóðaviðskiptum og aukinni virkni alþjóðlegra gjaldeyrismarkaða. Jafnvel þótt þessi áhrif skipti líklega litlu máli fyrir helstu gjaldmiðla heimsins er hins vegar ekki úti- lokað að þau skipti máli fyrir lítt þróaða gjaldeyris- markaði og gjaldmiðla sem síður ganga kaupum og sölum á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. 2.2.2. Stýfð inngrip geta gefið vísbendingu um peningastefnuna í framtíðinni Stýfð inngrip geta fræðilega séð haft áhrif á gengi gjaldmiðla, jafnvel þótt staðkvæmd milli innlendra og erlendra verðbréfa sé fullkomin, séu inngripin talin gefa vísbendingu um ákvarðanir í peningamál- um í framtíðinni sem endurspeglast ekki enn sem komið er í verði gjaldmiðla. Að því gefnu að seðla- bankinn hafi yfir meiri upplýsingum að ráða en markaðsaðilar, t.d. um stöðu efnahagsmála eða eigin viðbrögð við henni, þá geta stýfð inngrip upplýst markaðsaðila um hvaða skoðun seðlabankinn hefur á þróun gengis innlends gjaldmiðils og hvert hann telur heppilegt að það stefni í framtíðinni. Með þessu væri bankinn mögulega að gefa upplýsingar um ákvarð- anir í peningamálum í framtíðinni sem hefðu áhrif á gengi innlends gjaldmiðils strax vegna áhrifa gengis- væntinga á gengi þá stundina.6 Mikilvægt er hins vegar að átta sig á því að til þess að þessi áhrif virki, þarf vísbendingin sem inn- gripin gefa að vera trúverðug, þ.e. inngripunum verða um síðir að fylgja þau viðbrögð sem þau eru talin gefa til kynna. Því verða stýfð inngrip í raun ekki sjálfstætt stjórntæki í peningamálum, eins og ætla mætti við fyrstu sýn, heldur þjóna eingöngu þeim tilgangi að gefa vísbendingu um framtíðar- ákvarðanir í peningamálum. Í raun eru það því skila- boðin um framtíðarákvarðanir í peningamálum sem hafa áhrif á gengið í dag en ekki inngripin í sjálfu sér. Rannsóknum á vísbendingaráhrifum stýfðra inn- gripa hefur fjölgað í kjölfar batnandi aðgengis að upplýsingum um inngrip seðlabanka víða um heim.7 Þó ber að hafa í huga að vísbendingaráhrif stýfðra inngripa getur tekið nokkuð langan tíma að koma fram og því getur verið erfitt að leggja tölfræðilegt mat á þau (sjá t.d. Heikensten og Borg, 2002). Þessar rannsóknir benda þó til þess að stýfð inngrip geti haft áhrif vegna vísbendingargildis, sérstaklega ef inn- gripin eru vel skýrð af seðlabankanum á opinberum vettvangi og þau framkvæmd í samvinnu nokkurra seðlabanka. Þessi áhrif eru sérstaklega mikilvæg til skamms tíma, t.d. ef tekst að sprengja óraunhæfa verðbólu (sjá t.d. Sarno og Taylor, 2001, og Heiken- sten og Borg, 2002). Hins vegar er rétt að ítreka að þau koma ekki til vegna inngripanna sjálfra heldur fremur vegna áhrifa þeirra á væntingar fjárfesta um framtíðarákvarðanir í peningamálum. Því er stundum haldið fram að stýfð inngrip séu áhrifaríkari leið fyrir seðlabanka að koma til skila sýn þeirra á fram- tíðarhorfur í peningamálum en aðrar leiðir þar sem þeir taki opna stöðu með eða á móti eigin gjaldmiðli sem gæti leitt til fjárhagslegs tjóns fylgi þeir inn- gripunum ekki eftir með þeim aðgerðum sem inngripin eru talin gefa til kynna. Hins vegar er ljóst að þær fjárhæðir sem bankarnir leggja undir eru í raun smávægilegar í samanburði við skatttekjur hins opinbera. Því er það ekki ljóst að þetta sé endilega PENINGAMÁL 2003/1 51 5. Þetta er svokölluð jafngildiskenning Ricardos (Ricardian equiva- lence), sjá Barro (1974). 6. Mussa (1981) kallar þessi áhrif vísbendingaráhrifin (e. signal effect). Aðgengilegt yfirlit er t.d. að finna í Sarno og Taylor (2001). 7. Bandaríski seðlabankinn hóf að birta sögulegar upplýsingar um inn- grip sín snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Fljótlega komu seðla- bankar Japans og Þýskalands í kjölfarið (sjá Sarno og Taylor, 2001).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.