Peningamál - 01.02.2003, Síða 58

Peningamál - 01.02.2003, Síða 58
hefur lækkað í verði og kemur einnig í veg fyrir að hann þurfi að sækja Bandaríkjadali inn á markaðinn (Neely, 2001).15 Í könnun Neelys (2001) kom fram að inngrip eru nær alltaf gerð, a.m.k. að hluta til, á stundarmarkaði og sögðust yfir 95% aðspurðra alltaf eiga stundar- viðskipti þegar gripið væri inn í gjaldeyrismarkað. Um 53% sögðust nota framvirka samninga t.d. í tengslum við stundarviðskipti en enginn sagðist nota framvirka samninga eingöngu. Einn seðlabanki hafði notað markað með framtíðarsamninga (e. futures) til inngripa. Algengast er að seðlabankar hringi beint í þá sem þeir vilja eiga viðskipti við og sögðust allir hafa notað símasamskipti að einhverju eða öllu leyti í inngripum. Þegar könnunin var gerð gripu um 44% aðspurðra inn með því að eiga rafræn viðskipti en svo virtist sem seðlabankar séu að auka slík viðskipti eftir því sem mótaðilar þeirra hafa gert slíkt. Í könnuninni kemur einnig fram að flest inngrip fara fram þegar gjaldeyrismarkaður er opinn. Helm- ingur aðspurðra hafði gripið inn í markaði utan þess tíma, bæði rétt fyrir opnun og eftir lokun markaða. Fjórðungur seðlabanka sagðist alltaf grípa inn í gjaldeyrismarkaði á ákveðnum tíma dags, ýmist á morgnana eða rétt fyrir lokun. Að lokum kemur fram í könnuninni að stjórnvöld hafa stundum gripið til óbeinna aðferða til að hafa áhrif á gengi gjaldmiðla. Er þá átt við aðgerðir sem ekki falla undir þá skilgreiningu inngripa að þau feli í sér viðskipti seðlabanka með gjaldeyri í þeim til- gangi að hafa áhrif á gengi gjaldmiðla. Sem dæmi um slíkar aðgerðir má nefna þegar stjórnvöld setja höml- ur á fjármagnsflæði, gjaldeyrishömlur eða reyna á einhvern hátt að stýra flæði fjármagns með lagasetn- ingu eða öðrum aðgerðum. Á áttunda áratugnum stýrðu t.d. stjórnvöld á Spáni, Ítalíu, Frakklandi og Bretlandi erlendum eignum ríkisfyrirtækja með það að markmiði að hafa áhrif á gengi gjaldmiðla við- komandi landa án þess þó að grípa til beinna inngripa á gjaldeyrismarkaði. Í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar brugðust stjórnvöld á Spáni, Írlandi og Portúgal við spákaupmennskuárásum með því að setja hömlur á fjármagnsflæði. 6. Inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldeyris- markaði Skipulegur gjaldeyrismarkaður á Íslandi var form- lega stofnaður í maí 1993.16 Áður var gengi krón- unnar einhliða skráð af Seðlabanka Íslands. Genginu var síðan breytt þegar ástæða þótti til. Með stofnun skipulegs gjaldeyrismarkaðar 1993 voru teknir upp skráningarfundir í Seðlabankanum. Á þessum fund- um áttu markaðsaðilar viðskipti hver við annan og Seðlabankann. Gengi krónunnar var síðan skráð þeg- ar viðskiptin höfðu átt sér stað. Einnig gátu aðilar átt viðskipti utan skráningarfunda. Lokaskrefið í átt til fullgilds samfellds markaðar var stigið 1. júlí 1997 þegar afgreiðslutími gjaldeyrismarkaðar var lengdur til jafns við afgreiðslutíma bankanna þ.e. frá 9:15 til 16:00 hvern viðskiptadag.17 Verðmyndun á íslensku krónunni varð þannig samfelld þar sem viðskipta- vakar skuldbundu sig til að halda úti verðtilboðum í viðmiðunarupphæð markaðarins á opnunartíma hans og eiga viðskipti með hana væri eftir því leitað. Við- miðunarupphæðin var 1 milljón Bandaríkjadala frá 1. júlí 1997 þar til í október 2000 en þá var hún hækkuð í 1½ milljón Bandaríkjadala. Einnig gerðu viðskiptavakar samkomulag um að halda ákveðnu verðbili (e. spread) í tilboðum sínum.18 Seðlabankinn getur alltaf átt viðskipti við viðskiptavaka en á ekki viðskipti við aðra (reglur nr. 913/2002 um gjaldeyris- markað) að undanskildum ríkissjóði. Með breyting- unni á markaðnum 1997 og breytingum sem höfðu orðið á ytra umhverfi hans var því í fyrsta sinn kominn raunverulegur gjaldeyrismarkaður í líkingu við erlenda markaði. Fjármálastofnanir gátu varið erlendar stöður sínar í auknum mæli og aukið þjón- ustu við fjárfesta. Millibankamarkaði með gjaldeyrisskiptasamn- inga var komið á fót 26. nóvember 2001 og voru reglur settar um hann líkt og aðra millibankamarkaði í mars 2002 (sjá umfjöllun í grein Gerðar Ísberg, PENINGAMÁL 2003/1 57 15. Seðlabanki Kólumbíu hefur notað sams konar aðferðir. Fjölda annarra dæma um notkun seðlabanka á möguleikum afleiða í inngripum má nefna. Seðlabankar Brasilíu og Chíle hafa t.d. gefið út gengistryggð verðbréf til að tryggja innlendum markaði nægilegt laust fé og mæta aukinni eftirspurn innlendra fjármálastofnana eftir gengisvörnum og Seðlabanki Filippseyja hefur notað ígildi framvirkra samninga til að gefa markaðnum kost á gengisvörnum. 16. Yfirlitsgrein um þróun gjaldeyrismarkaðarins á Íslandi er að finna í Peningamálum 2001/3. 17. Áður höfðu fjármagnshreyfingar milli Íslands og útlanda verið gefnar frjálsar í skrefum sem í meginatriðum lauk í ársbyrjun 1995. 18. Ákvörðun verðbilsins var síðan gefin frjáls frá og með 1. janúar 2003.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.