Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 59

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 59
2002). Markaðsaðilar eru hinir sömu og á milli- bankamarkaði með gjaldeyri. Markaðurinn auðveld- ar Seðlabankanum að nýta sér gjaldeyrisskiptasamn- inga í viðskiptum sínum við markaðsaðila t.d. ef bankinn vildi stýfa inngrip. Eins og sést í töflu 1 hefur velta á gjaldeyris- markaði margfaldast frá stofnun hans. Árið 1994 var fyrsta heila ár markaðarins og var velta þá um 53 ma.kr. og hlutur Seðlabankans rúmlega 85%. Velta á markaðnum jókst og hlutur Seðlabankans minnkaði ár frá ári og á árinu 2002 var hlutur hans innan við 1% af veltu. 6.1. Breytt aðkoma Seðlabankans að gjaldeyris- markaði Skipta má tæpri tíu ára sögu gjaldeyrismarkaðar í fimm tímabil ef horft er á aðkomu Seðlabankans á markaðnum og breytt hlutverk inngripa bankans. Fyrsta tímabilið nær frá stofnun markaðarins þar til að hann var endurskipulagður um mitt ár 1997. Þessi ár voru mótunarár markaðarins eftir að fjármagns- hreyfingar til og frá landinu voru í meginatriðum gefnar frjálsar í ársbyrjun 1995. Á tímabilinu átti Seðlabankinn aðild að stærstum hluta viðskipta og fór hlutdeild hans mest í um 90% á árinu 1995. Meginhlutverk bankans var því að halda markaðnum lifandi og tryggja vísi að virkri verðmyndun krón- unnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Seðlabankinn bæði keypti og seldi gjaldeyri og átti viðskipti með nær allar skráðar myntir. Mest voru þó viðskipti með Bandaríkjadal. Bankinn átti viðskipti nánast alla við- skiptadaga og jafnvel oft á dag. Bankarnir áttu hins vegar lítil viðskipti sín í milli. Velta á gjaldeyris- markaði jókst milli ára en hlutdeild Seðlabankans var mjög mikil allt tímabilið. Eins og sjá má í töflu 2 var Seðlabankinn nánast jafn mikið á kaup- og söluhlið markaðarins á þessu tímabili. Hann átti viðskipti 93% viðskiptadaga þessa tímabils en flest voru þessi viðskipti mjög lítil. Í eitt skipti keypti bankinn meira en jafnvirði 2 ma.kr. af erlendum gjaldeyri en annars voru flest kaup bankans innan við ½ ma.kr. Mest seldi bankinn fyrir um ½ ma.kr. í hvert skipti. Þetta tímabil einkenndist því af mikilli viðveru bankans á markaðnum en jafnframt mjög litlum viðskiptum í hvert sinn. Annað tímabilið nær frá miðju ári 1997 til 15. júní 1999. Á þessum fyrstu árum samfellds markaðar jókst velta á markaði enn frekar og Seðlabankinn átti enn töluverð viðskipti á markaðnum. Nánast öll við- skipti bankans voru í Bandaríkjadölum. Smám saman dró úr hlutdeild bankans en hann sá enn um að jafna gengissveiflur og greiða fyrir viðskiptum á markaðnum. Breytingin sem gerð var á markaðnum í júlí 1997 fólst í því að aðrir tóku að sér hlutverk viðskiptavaka, sem var forsenda þess að hlutdeild Seðlabankans minnkaði. Þótt hlutur Seðlabankans drægist mikið saman var hann enn mikilvægur hluti af markaðnum og daglegu viðskiptaumhverfi við- skiptavaka. Tafla 2 sýnir glöggt minnkandi aðkomu bankans á markaði og átti hann viðskipti á um 40% viðskiptadaga tímabilsins. Hann var nokkru meira á kauphlið markaðarins en áfram var upphæð hverra viðskipta tiltölulega lág. Seðlabankinn hafði því enn veigamiklu hlutverki að gegna við að viðhalda mark- aðnum og reyna að tryggja sem virkasta verð- lagningu á erlendum gjaldeyri. 58 PENINGAMÁL 2003/1 Tafla 1 Viðskipti Seðlabanka Íslands á innlendum gjaldeyrismarkaði 1994-2002 Fjöldi Heildarvelta Hluti SÍ Gjaldeyriskaup Gjaldeyrissala Viðskipti viðskipta- á gjaldeyris- af veltu SÍ (m.kr.) SÍ (m.kr.) SÍ (m.kr.) daga markaði (m.kr.) (%) 1994 ......................................... 14.861 30.686 45.547 229 53.355 85,4 1995 ......................................... 22.530 26.089 48.619 227 54.499 89,2 1996 ......................................... 40.474 24.532 65.006 236 80.864 80,4 1997 ......................................... 36.715 22.593 59.308 165 162.122 36,6 1998 ......................................... 33.960 16.980 50.939 104 401.819 12,7 1999 ......................................... 15.628 3.649 19.277 37 467.972 4,1 2000 ......................................... 1.787 15.643 17.430 28 768.008 2,3 2001 ......................................... 0 29.538 29.538 16 1.218.045 2,4 2002 ......................................... 4.528 0 4.528 35 834.444 0,5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.