Peningamál - 01.02.2003, Síða 79

Peningamál - 01.02.2003, Síða 79
uppsveifla hafi átt jafn ríkan þátt í myndun viðskipta- halla og árin 1996 og 1998. Í báðum tilvikum jókst fjármunamyndun óvenju ört í kjölfar lægðar í fjárfestingu; árið 1971 í kjölfar samdráttar sem varð eftir að síldarstofninn hrundi og síðari árin í kjölfar langvarandi lægðar fyrri hluta sl. áratugar. Sá munur er hins vegar á fyrra tímabilinu og hinu síðara að þegar hlutfall fjárfestingar af lands- framleiðslu reis hæst árið 1998 var það u.þ.b. jafnhátt og þegar það varð lægst í kjölfar hruns síldar- stofnsins árið 1970. Þetta þýðir að ef jöfnuður hefði náðst í utanríkisviðskiptum eingöngu vegna minni fjárfestingar hefði hlutfall hennar af landsframleiðslu fallið í sögulegt lágmark. Viðskiptahallinn árið 2000 var meiri en sem nam öllum innflutningi fjárfestingarvöru Ef viðskiptahalli myndast að meginhluta vegna uppsveiflu í fjárfestingu má gera sér vonir um að hann gangi til baka þegar dregur úr innflutningi fjár- festingarvöru til fyrra horfs. Til þess að meta í hve ríkum mæli þess var kostur má bera saman innflutn- ing fjárfestingarvöru og viðskiptahallann. Eins og mynd 5 ber með sér sker árið 2000 sig úr. Á því tíma- bili sem sambærilegar upplýsingar um innflutning fjárfestingarvöru ná til hefur það ekki gerst fyrr að viðskiptahallinn hafi verið meiri en sem nam öllum innflutningi fjárfestingarvöru. Árið 2000 hefði staðið eftir halli sem nam 1,7% af landsframleiðslu jafnvel þótt innflutningur fjár- festingarvöru hefði stöðvast með öllu, en 6,3% ef innflutningur fjárfestingarvöru hefði verið eins og hann var minnstur árið 1993. Þetta undirstrikar að líkur „mjúkrar lendingar“ viðskiptahallans árið 2000 voru ekki miklar. Uppbygging stóriðju hefur haft umtalsverð áhrif en minni en stundum áður Upphaf fjárfestingaruppsveiflu síðustu ára var að nokkru leyti bygging nýrra stóriðjuvera, stækkun þeirra sem fyrir voru og virkjanir sem því fylgdu. Slíkar framkvæmdir eru mjög fjármagnsfrekar, krefj- ast mikils innflutnings fjárfestingarvöru á meðan á þeim stendur og hafa umtalsverð áhrif á eftirspurn. Því er forvitnilegt að skoða hve stór hlutur stóriðju og virkjanaframkvæmda er í innflutningi fjárfesting- arvöru. Erfitt er að nálgast bein gögn um innflutning sem þessum framkvæmdum fylgir, þar sem hann er að miklu leyti á vegum undirverktaka. Hins vegar má meta umfang hans lauslega með því að gera ráð fyrir 78 PENINGAMÁL 2003/1 Mynd 4 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 0 2 4 6 8 -2 -4 -6 % Þjóðhagslegur sparnaður Fjármunamyndun Uppruni viðskiptahalla 1980-2002 Framlag fjármunamyndunar og þjóðhagslegs sparnaðar til breytinga á hlutfalli viðskiptahalla af landsframleiðslu Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 5 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 0 2 4 6 8 10 12 -2 -4 % af VLF Innflutningur fjárfestingarvöru Innflutningur fjárfestingarvöru án skipa og flugvéla Innflutningur skipa og flugvéla Viðskiptahalli Innflutningur fjárfestingarvöru og viðskiptahalli 1990-2001 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 6 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 % af VLF Fjárfesting í stóriðju, virkjunum og veitum 1945-2001 Heimild: Hagstofa Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.