Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 79
uppsveifla hafi átt jafn ríkan þátt í myndun viðskipta-
halla og árin 1996 og 1998.
Í báðum tilvikum jókst fjármunamyndun óvenju
ört í kjölfar lægðar í fjárfestingu; árið 1971 í kjölfar
samdráttar sem varð eftir að síldarstofninn hrundi og
síðari árin í kjölfar langvarandi lægðar fyrri hluta sl.
áratugar. Sá munur er hins vegar á fyrra tímabilinu og
hinu síðara að þegar hlutfall fjárfestingar af lands-
framleiðslu reis hæst árið 1998 var það u.þ.b. jafnhátt
og þegar það varð lægst í kjölfar hruns síldar-
stofnsins árið 1970. Þetta þýðir að ef jöfnuður hefði
náðst í utanríkisviðskiptum eingöngu vegna minni
fjárfestingar hefði hlutfall hennar af landsframleiðslu
fallið í sögulegt lágmark.
Viðskiptahallinn árið 2000 var meiri en sem nam
öllum innflutningi fjárfestingarvöru
Ef viðskiptahalli myndast að meginhluta vegna
uppsveiflu í fjárfestingu má gera sér vonir um að
hann gangi til baka þegar dregur úr innflutningi fjár-
festingarvöru til fyrra horfs. Til þess að meta í hve
ríkum mæli þess var kostur má bera saman innflutn-
ing fjárfestingarvöru og viðskiptahallann. Eins og
mynd 5 ber með sér sker árið 2000 sig úr. Á því tíma-
bili sem sambærilegar upplýsingar um innflutning
fjárfestingarvöru ná til hefur það ekki gerst fyrr að
viðskiptahallinn hafi verið meiri en sem nam öllum
innflutningi fjárfestingarvöru.
Árið 2000 hefði staðið eftir halli sem nam 1,7%
af landsframleiðslu jafnvel þótt innflutningur fjár-
festingarvöru hefði stöðvast með öllu, en 6,3% ef
innflutningur fjárfestingarvöru hefði verið eins og
hann var minnstur árið 1993. Þetta undirstrikar að
líkur „mjúkrar lendingar“ viðskiptahallans árið 2000
voru ekki miklar.
Uppbygging stóriðju hefur haft umtalsverð áhrif en
minni en stundum áður
Upphaf fjárfestingaruppsveiflu síðustu ára var að
nokkru leyti bygging nýrra stóriðjuvera, stækkun
þeirra sem fyrir voru og virkjanir sem því fylgdu.
Slíkar framkvæmdir eru mjög fjármagnsfrekar, krefj-
ast mikils innflutnings fjárfestingarvöru á meðan á
þeim stendur og hafa umtalsverð áhrif á eftirspurn.
Því er forvitnilegt að skoða hve stór hlutur stóriðju
og virkjanaframkvæmda er í innflutningi fjárfesting-
arvöru. Erfitt er að nálgast bein gögn um innflutning
sem þessum framkvæmdum fylgir, þar sem hann er
að miklu leyti á vegum undirverktaka. Hins vegar má
meta umfang hans lauslega með því að gera ráð fyrir
78 PENINGAMÁL 2003/1
Mynd 4
1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000
0
2
4
6
8
-2
-4
-6
%
Þjóðhagslegur sparnaður
Fjármunamyndun
Uppruni viðskiptahalla 1980-2002
Framlag fjármunamyndunar og þjóðhagslegs sparnaðar til
breytinga á hlutfalli viðskiptahalla af landsframleiðslu
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd 5
1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01
0
2
4
6
8
10
12
-2
-4
% af VLF Innflutningur fjárfestingarvöru
Innflutningur fjárfestingarvöru
án skipa og flugvéla
Innflutningur skipa og flugvéla
Viðskiptahalli
Innflutningur fjárfestingarvöru og
viðskiptahalli 1990-2001
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd 6
1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
% af VLF
Fjárfesting í stóriðju, virkjunum
og veitum 1945-2001
Heimild: Hagstofa Íslands.