Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 81

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 81
hluta hallans sem tengist ekki tímaháðum ákvörð- unum heimila og fyrirtækja og því hugsanlega vís- bending um stærð ósjálfbærs viðskiptahalla. Greini- legt er að sveiflur í innflutningi fjárfestingarvöru og varanlegrar neysluvöru áttu stóran þátt í myndun hallans árin 1998-2000. Verulegur hluti hallans, eða sem nemur meira en 6% af landsframleiðslu árið 2000, verður þó ekki skýrður með þessum hætti. Áhrif sveiflna í fjárfestingu á viðskiptahallann kunna reyndar að vera meiri en fram koma á myndinni. Í tengslum við stór fjárfestingarverkefni er að jafnaði keypt umtalsverð þjónusta erlendra verktaka og sér- fræðinga, sem fellur niður þegar framkvæmdum lýkur, auk þess sem innflutningur framkvæmdaaðila á rekstrarvöru eykst einnig meðan á framkvæmdum stendur. Erfitt er þó að gera sér grein fyrir nettófram- lagi slíkrar þjónustu til viðskiptahallans, enda kunna erlendir verktakar að kaupa þjónustu af innlendum undirverktökum, þannig að bæði tekjur og gjöld fyrir þjónustu aukast á sama tíma. Bein áhrif hins opinbera hafa í grófum dráttum verið hlutlaus en hlutfall fjármunamyndunar hins opinbera af landsframleiðslu hefur þó farið hækkandi Umsvif hins opinbera geta haft bæði bein og óbein áhrif á viðskiptahallann. Framkvæmdir á vegum hins opinbera kalla á innflutning fjárfestingarvöru og hafa því bein áhrif á viðskiptahallann. Jafnframt hafa um- svif hins opinbera áhrif á heildareftirspurn í hag- kerfinu, auk þess sem framkvæmdagleði hins opin- bera getur haft ákveðin sálræn áhrif. Um hin beinu áhrif er erfitt að fullyrða þar sem ekki er vitað hve stóran hluta innfluttrar fjárfestingar- vöru má rekja til framkvæmda hins opinberra. Að því gefnu að hlutfall innflutnings af heildarfjárfestingu sé tiltölulega stöðugt má þó ætla að bein áhrif hins opinbera hafi verið jákvæð (þ.e.a.s. ýtt undir við- skiptahallann). Í besta falli má segja að athafnasemi hins opinbera hafi verið tiltölulega hlutlaus. Hlutfall fjárfestingar hins opinbera af landsframleiðslu jókst umtalsvert frá árinu 1996, en hefur þó verið mun lægra en oft áður. Alla vega er ekki sýnilegt út frá ofangreindum gögnum að fjárfestingarstefna hins opinbera hafi unnið markvisst gegn hagsveiflunni, nema síður sé. Fjárfesting þess jókst að raungildi um u.þ.b. 14% á ári frá 1997 til 2000, en meðalvöxtur undanfarna þrjá áratugi var undir 3%. Það gefur til kynna að hið opinbera hefði getað lagt meira af mörkum til þess að stuðla að betra jafnvægi í þjóðar- búskapnum með því að draga úr opinberum fram- kvæmdum. Kerfislægur jöfnuður hins opinbera sýnir neikvæð eftirspurnaráhrif árin 1998-2000, en áhrif ofþensl- unnar kynnu að vera vanmetin Til að leggja mat á aðhaldssemi í fjármálum hins opinbera er oft reiknaður svokallaður kerfislægur jöfnuður (e. structural balance), þ.e.a.s. afgangur eða halli á rekstri hins opinbera sem stæði eftir ef lands- framleiðslan væri u.þ.b. eins mikil og framleiðslu- getan leyfir án þess að verðbólga aukist eða hjaðni. Fyrir hverja prósentu sem landsframleiðsla vex umfram framleiðslugetu eru tekjur taldar aukast um 1,1%. Mælt á þennan mælikvarða jókst aðhald opin- berra fjármála nokkuð á heildina litið síðari hluta 80 PENINGAMÁL 2003/1 Heimild: Hagstofa Íslands. 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 % af VLF Fjárfesting hins opinbera sem % af VLF 1945-2001 Mynd 8 Heimildir: Hagstofa Íslands, fjármálaráðuneytið, Seðlabanki Íslands. Mynd 9 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003* 0 1 2 3 -1 -2 -3 % af VLF Mældur Leiðréttur fyrir hagsveiflu Sveifluleiðrétt afkoma hins opinbera og ríkisins Tekjuafgangur, mældur og sveifluleiðréttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.