Peningamál - 01.02.2003, Side 83

Peningamál - 01.02.2003, Side 83
82 PENINGAMÁL 2003/1 á sama tíma og innflutningur fjárfestingarvöru dróst saman. Í samanburði við hin löndin dróst einkaneyslan tiltölulega lítið saman eða um 1,2% á tveimur árum. Hagvöxtur virðist hafa verið nálægt núlli hérlendis á sl. ári, en í Mexíkó og Kóreu dróst landsframleiðslan saman um 6-7% í kjölfar gengis- fallsins, sem einkum má rekja til þess að einkaneysla dróst mun meira saman í þessum löndum en á Íslandi og í Noregi. Þetta ætti ekki að koma á óvart, því að bæði lönd- in þurftu að glíma við erfiðar bankakreppur auk gjaldeyriskreppu. Af löndunum fjórum dróst innlend eftirspurn á Íslandi minnst saman, eða um rúmlega 6% árin 2001 og 2002 (miðað við spá fyrir 2002). Fjármunamyndun hér á landi varð aldrei eins mikil og í Noregi þegar olíuævintýrið stóð sem hæst og dróst minna saman. Samdráttur einkaneyslu hér var hins vegar meiri en í Noregi. Ólíkt Kóreu og Mexíkó kom íslenska fjármálakerfið nokkuð sterkt út úr sam- drættinum, a.m.k. til skamms tíma, sem forðaði þjóðarbúskapnum frá jafn snörpum samdrætti inn- lendrar eftirspurnar og í löndunum tveimur. Í samanburði við fyrri innlend hjöðnunarskeið viðskiptahalla var hjöðnunarskeiðið 2000-2002 hið mesta, ásamt tímabili hjöðnunar viðskiptahalla árin 1947-1948. Í styrjaldarlok urðu umskiptin reyndar sneggri. Á aðeins einu ári fór hallinn þá úr 12,8% í 2,5% af landsframleiðslu. Árin 1968-1970 urðu umskiptin álíka mikil þegar aðlögun átti sér stað í kjölfar þess að síldarstofninn hrundi (10,1%) og viðskiptakjör bötnuðu seinna árið. Önnur tímabil hraðrar hjöðnunar í viðskiptajöfnuði sem komast ná- lægt tveimur fyrrgreindum tímabilum voru árin 1975-1976 (8,7% á einu ári), þegar viðskiptakjör bötnuðu og útflutningur jókst eftir afturkipp, árin 1960-1962 (7,7%) af sömu ástæðu og 1982-1983 (6%), þegar útflutningur jókst á sama tíma og inn- flutningur dróst saman í kjölfar gengislækkunar. Ytri skilyrði voru hagstæð á aðlögunartíma Breytingar á ytri skilyrðum, t.d. viðskiptakjörum, geta knúið fram og haft veruleg áhrif á hraða aðlög- unar í ytri jöfnuði þjóðarbúskaparins. Því er forvitni- legt að bera saman þróun ytri skilyrða á umskipta- tímabilinu hérlendis og í fyrrgreindum löndum, með áhrif þeirra á hraða aðlögunarinnar í huga. Á árunum 1997-1998 bötnuðu viðskiptakjör þjóðarinnar um- talsvert, en með hækkandi olíuverði hrakaði kjörun- um nokkuð árin 1999 og 2000 og átti það nokkurn þátt í að magna hallann árið 2000. Árin 2001 og 2002, þegar hjöðnun viðskiptahallans var komin á fullt skrið, var þróun viðskiptakjara hins vegar til- tölulega hagstæð, fyrir utan álverð sem var lágt.16 Lögðust þar á eitt, hækkandi verðlag sjávarafurða frá miðju ári 2000 til haustmánaða 2002 og lækkun olíu- verðs árið 2001. Gæftir voru einnig góðar og upp- sjávarafli mikill á síðasta ári. Árið 2001 jókst útflutn- 16. Vegna þess að verð innflutts hráefnis til álframleiðslu breytist oftast í takt við álverð verða áhrifin á viðskiptakjörin þó minni en ella. Tafla 3 Samanburður sex mestu umskipta í viðskiptajöfnuði OECD-ríkja á tveimur árum frá 1973 Mesti samdráttur eða minnsti Hlutföll af vöxtur í innlendri eftirspurn og Breyting á tveggja landsframleiðslu framleiðslu á einu eða tveimur árum ára aðlögunartíma Viðskipta Innlend Viðskipta jöfnuður eftir- Fjár- Vöxtur Vöxtur jöfnuður 2 árum Mis- spurn muna- Einka- útflutn- innflutn- % í hámarki síðar munur alls myndun neysla VLF ings ings Kórea 1996-1998................. -4,4 12,8 17,2 -20,4 -22,9 -11,7 -6,7 38,5 -19,6 Noregur 1977-1979 ............. -14,0 -2,2 11,8 -9,2 -22,6 -1,2 4,7 30,5 -6,7 Ísland 2000-2002................. -10,3 0,0 10,3 -6,2 -17,8 -4,5 0,0 13,7 -12,0 Írland 1981-1983................. -13,4 -5,9 7,5 -4,7 -12,7 -7,1 -0,2 16,6 -3,1 Tyrkland 2000-20011........... -4,9 2,3 7,2 -18,4 -31,7 -9,0 -7,4 7,41 -24,81 Mexíkó 1994-1996 .............. -7,1 -0,7 6,4 -14,0 -29,0 -9,5 -6,2 53,9 4,5 1. Eitt ár. Útflutningur Tyrklands óx um fimmtung árið 2000, sama ár og viðskiptahallinn náði hámarki, en innflutningur um fjórðung.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.