Peningamál - 01.02.2003, Page 83
82 PENINGAMÁL 2003/1
á sama tíma og innflutningur fjárfestingarvöru dróst
saman. Í samanburði við hin löndin dróst
einkaneyslan tiltölulega lítið saman eða um 1,2% á
tveimur árum. Hagvöxtur virðist hafa verið nálægt
núlli hérlendis á sl. ári, en í Mexíkó og Kóreu dróst
landsframleiðslan saman um 6-7% í kjölfar gengis-
fallsins, sem einkum má rekja til þess að einkaneysla
dróst mun meira saman í þessum löndum en á Íslandi
og í Noregi.
Þetta ætti ekki að koma á óvart, því að bæði lönd-
in þurftu að glíma við erfiðar bankakreppur auk
gjaldeyriskreppu. Af löndunum fjórum dróst innlend
eftirspurn á Íslandi minnst saman, eða um rúmlega
6% árin 2001 og 2002 (miðað við spá fyrir 2002).
Fjármunamyndun hér á landi varð aldrei eins mikil
og í Noregi þegar olíuævintýrið stóð sem hæst og
dróst minna saman. Samdráttur einkaneyslu hér var
hins vegar meiri en í Noregi. Ólíkt Kóreu og Mexíkó
kom íslenska fjármálakerfið nokkuð sterkt út úr sam-
drættinum, a.m.k. til skamms tíma, sem forðaði
þjóðarbúskapnum frá jafn snörpum samdrætti inn-
lendrar eftirspurnar og í löndunum tveimur.
Í samanburði við fyrri innlend hjöðnunarskeið
viðskiptahalla var hjöðnunarskeiðið 2000-2002 hið
mesta, ásamt tímabili hjöðnunar viðskiptahalla árin
1947-1948. Í styrjaldarlok urðu umskiptin reyndar
sneggri. Á aðeins einu ári fór hallinn þá úr 12,8% í
2,5% af landsframleiðslu. Árin 1968-1970 urðu
umskiptin álíka mikil þegar aðlögun átti sér stað í
kjölfar þess að síldarstofninn hrundi (10,1%) og
viðskiptakjör bötnuðu seinna árið. Önnur tímabil
hraðrar hjöðnunar í viðskiptajöfnuði sem komast ná-
lægt tveimur fyrrgreindum tímabilum voru árin
1975-1976 (8,7% á einu ári), þegar viðskiptakjör
bötnuðu og útflutningur jókst eftir afturkipp, árin
1960-1962 (7,7%) af sömu ástæðu og 1982-1983
(6%), þegar útflutningur jókst á sama tíma og inn-
flutningur dróst saman í kjölfar gengislækkunar.
Ytri skilyrði voru hagstæð á aðlögunartíma
Breytingar á ytri skilyrðum, t.d. viðskiptakjörum,
geta knúið fram og haft veruleg áhrif á hraða aðlög-
unar í ytri jöfnuði þjóðarbúskaparins. Því er forvitni-
legt að bera saman þróun ytri skilyrða á umskipta-
tímabilinu hérlendis og í fyrrgreindum löndum, með
áhrif þeirra á hraða aðlögunarinnar í huga. Á árunum
1997-1998 bötnuðu viðskiptakjör þjóðarinnar um-
talsvert, en með hækkandi olíuverði hrakaði kjörun-
um nokkuð árin 1999 og 2000 og átti það nokkurn
þátt í að magna hallann árið 2000. Árin 2001 og
2002, þegar hjöðnun viðskiptahallans var komin á
fullt skrið, var þróun viðskiptakjara hins vegar til-
tölulega hagstæð, fyrir utan álverð sem var lágt.16
Lögðust þar á eitt, hækkandi verðlag sjávarafurða frá
miðju ári 2000 til haustmánaða 2002 og lækkun olíu-
verðs árið 2001. Gæftir voru einnig góðar og upp-
sjávarafli mikill á síðasta ári. Árið 2001 jókst útflutn-
16. Vegna þess að verð innflutts hráefnis til álframleiðslu breytist oftast í
takt við álverð verða áhrifin á viðskiptakjörin þó minni en ella.
Tafla 3 Samanburður sex mestu umskipta í viðskiptajöfnuði OECD-ríkja á tveimur árum frá 1973
Mesti samdráttur eða minnsti
Hlutföll af vöxtur í innlendri eftirspurn og Breyting á tveggja
landsframleiðslu framleiðslu á einu eða tveimur árum ára aðlögunartíma
Viðskipta Innlend
Viðskipta jöfnuður eftir- Fjár- Vöxtur Vöxtur
jöfnuður 2 árum Mis- spurn muna- Einka- útflutn- innflutn-
% í hámarki síðar munur alls myndun neysla VLF ings ings
Kórea 1996-1998................. -4,4 12,8 17,2 -20,4 -22,9 -11,7 -6,7 38,5 -19,6
Noregur 1977-1979 ............. -14,0 -2,2 11,8 -9,2 -22,6 -1,2 4,7 30,5 -6,7
Ísland 2000-2002................. -10,3 0,0 10,3 -6,2 -17,8 -4,5 0,0 13,7 -12,0
Írland 1981-1983................. -13,4 -5,9 7,5 -4,7 -12,7 -7,1 -0,2 16,6 -3,1
Tyrkland 2000-20011........... -4,9 2,3 7,2 -18,4 -31,7 -9,0 -7,4 7,41 -24,81
Mexíkó 1994-1996 .............. -7,1 -0,7 6,4 -14,0 -29,0 -9,5 -6,2 53,9 4,5
1. Eitt ár. Útflutningur Tyrklands óx um fimmtung árið 2000, sama ár og viðskiptahallinn náði hámarki, en innflutningur um fjórðung.