Peningamál - 01.02.2003, Side 86

Peningamál - 01.02.2003, Side 86
aðar er jafnari. Áhrif gengislækkunar á útflutning verða því líklega fremur fyrir tilstilli aukinnar arðsemi útflutningsatvinnuvega en beinlínis vegna þess að hlutfallslega hagkvæmara sé orðið að selja á erlendan en innlendan markað. Enn fremur hljóta viðbrögðin að takmarkast verulega af kvóta í sjávarútvegi og löngum meðgöngutíma fjárfestingar í áliðnaði. Ferðaþjónusta ætti þó að vera nokkuð næm fyrir varanlegri breytingu raun- gengis. Það flækir málin að eftirspurnaráhrif gengis- breytinga verða ekki auðveldlega skilin frá áhrifum breytinga í eftirspurn er tengjast hagsveiflunni, burt- séð frá gengisbreytingum, en geta komið fram á svipuðum tíma. • Í fyrsta lagi, að því marki sem uppsveifla í þjóðarútgjöldum endurspeglar betri horfur um hagvöxt, hafa útgjöld til varanlegra neyslugæða og fjárfestingarvöru tilhneigingu til að hverfa aftur í fyrra horf eftir að stofn varanlegra neyslu- gæða og fjármuna hefur náð nýrri jafnvægis- stöðu. • Önnur hlið á sama teningi er dýnamík skulda- og eignasöfnunar og síðan hjöðnunar, sem einnig tengist þróun eignaverðs, en hvort tveggja hefur áhrif á eftirspurn. • Að auki geta tilviljunarkenndar breytingar ytri skilyrða ýmist aukið á hraða aðlögunar eða dregið hana á langinn. Hver þessara þátta hafði mest áhrif á hjöðnun viðskiptahallans árin 2000-2002 er erfitt að fullyrða. Ætla má að snögg umskipti í viðskiptajöfnuði árin 2001 og 2002 megi rekja til þess að margir áhrifa- þættir urðu virkir samtímis. Á sama tíma og upp- sveiflan í þjóðarbúskapnum var á undanhaldi vegna þess að stofn fjármagns og varanlegra neyslugæða hafði vaxið til samræmis við vænta þörf (e.t.v. nokkuð umfram það í ljósi hlutafjárbólunnar) – og á sama tíma og heimili og fyrirtæki voru að laga neyslu og fjárfestingu að vaxandi greiðslubyrði í kjölfar hraðrar skulda- og eignamyndunar – gerðist það að gengi krónunnar lét undan. Gengislækkunin og verðbólga sem af hlaust urðu til þess að hægja það mikið á vexti ráðstöfunartekna að eiginlegt ráð- stöfunarfé20 og einkaneysla drógust saman og það jók enn frekar á óhjákvæmilegan samdrátt fjármuna- myndunar. Samspil hagsveiflu og gengissveiflu getur auðveldlega leitt til þess að áhrifin verði meiri en summan af einstökum áhrifaþáttum. Sérstaklega á það við ef hröð aðlögun leiðir til fjármálakreppu, eins og átti sér stað í þremur þeirra sex OECD-landa sem gengið hafa í gegnum mest umskipti í viðskipta- jöfnuði. Áhugavert er að velta fyrir sér framvindu að- lögunar í þjóðarbúskapnum ef ekki hefði komið til gengislækkunar krónunnar. Gengisbreyting er ekki nauðsynleg til að knýja fram aðlögun í þjóðarbú- skapnum. Svæðisbundið ójafnvægi á stórum gjald- miðlasvæðum leitar jafnvægis á ný fyrir tilstilli breytinga hlutfallslegs verðlags, samkeppnisstöðu, atvinnuástands og skuldadýnamíkur. Gengisbreyting hefur hins vegar veruleg áhrif á hraða aðlögunar- innar, því að gengi er það hlutfallslega verð í þjóðar- búskapnum sem er hvað auðbreytanlegast. Á þetta hafa talsmenn sveigjanlegs gengis oft bent, og er Milton Friedman sennilega þekktastur í þeirra hópi. Hin mikla dýfa sem krónan tók árin 2000-2001 ætti þó að vekja menn til umhugsunar um hvort aðlög- unin hafi verið of hröð; hvort gengisdýfan hafi leitt eða muni leiða til óþarflega mikils samdráttar inn- lendrar eftirspurnar, verðbólgu og gjaldþrota fyrir- tækja og heimila. Hagstæð ytri skilyrði milduðu efnahagslægðina í fyrstu og nýjar stórframkvæmdir á sviði stóriðju og orkumála kunna að koma í veg fyrir langdregna efnahagslægð. Hefðu viðskiptakjör snúist til verri vegar á sama tíma og aðlögun eftirspurnar í kjölfar ofþenslu stóð yfir, eins og reyndin varð t.d. í Kóreu, hefði sjálfmagnandi samspil fjármagnsflótta og gengislækkunar getað leitt til enn meiri gengis- lækkunar og djúprar kreppu. Leiðir það hugann að sjálfstæðu framlagi fjármagnshreyfinga til umskipta í þjóðarbúskapnum árin 2001 og 2002. Útstreymi vegna verðbréfafjárfestingar átti ekki umtalsverðan þátt í lækkun krónunnar eftir að hún fór á flot árið 2001 Venjulega er litið svo á að viðskiptajöfnuður ákvarð- ist af efnahagslegum grunnþáttum (e. fundamentals) en spegilmynd hans, fjármagnsjöfnuðurinn, feli í sér nánast „óvirka“ fjármögnun viðskiptahalla, þ.e.a.s. sé í raun afleidd bókhaldsleg spegilmynd hans. Fjár- mála- og gjaldeyriskreppur sl. áratugar gefa tilefni til PENINGAMÁL 2003/1 85 20. Þ.e.a.s. ráðstöfunartekjur að frádregnum vaxtagreiðslum og afborg- unum en ap viðbættum nýjum lánum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.