Peningamál - 01.02.2003, Page 87

Peningamál - 01.02.2003, Page 87
86 PENINGAMÁL 2003/1 efasemda um þessa sýn á viðskiptahallann og aðra þætti greiðslujafnaðar. Til dæmis má líta svo á að mikið innstreymi verðbréfafjárfestingar hafi ýtt undir myndun viðskiptahalla í Mexíkó í byrjun 10. áratugarins og átt stóran þátt í þeim efnahagslegu hamförum sem leiddu til þess að hallinn nánast hvarf á tveimur árum. Því má líta svo á að sveiflur í við- skiptajöfnuði geti að nokkru leyti verið afleiðing af sveiflum í fjármagnsjöfnuði. Sveiflur á fjármagnsmarkaði hafa vissulega verið stórfelldar á undanförnum árum. Þó er erfitt að sjá að spákaupmennska með verðbréf hafi haft afgerandi áhrif á myndun eða brotthvarf viðskiptahalla á Ís- landi á þeim tíma. Árin 1998-2000, þegar halli á viðskiptum við útlönd var sem mestur, átti sér stað stórfellt útstreymi vegna kaupa innlendra aðila, eink- um lífeyrissjóða, á erlendum verðbréfum. Að öðru óbreyttu stuðlaði þetta útstreymi fjármagns að hærri innlendum vöxtum en ella og því fremur unnið gegn uppsveiflunni en með. Kaup innlendra aðila á erlend- um verðbréfum náðu hámarki á fyrri hluta ársins 2000, skömmu fyrir hámark viðskiptahallans og átti þátt í því að krónan tók að veikjast á vormánuðum það ár. Undir lok ársins dró mjög úr útstreyminu, en það jókst nokkuð á ný í ársbyrjun 2001, í aðdraganda þess að krónan var sett á flot. Á þeim tíma sem gengi krónunnar hríðlækkaði í kjölfar þess að gengismark- miðið var afnumið, keyptu innlendir aðilar hins vegar sáralítið af erlendum verðbréfum. Raunar hófst ekki umtalsvert útstreymi á ný vegna verðbréfakaupa fyrr en gengi krónunnar var farið að styrkjast á ný á sl. ári. Á heildina litið er ekki að sjá að fjármagns- flótti hafi átt stóran þátt í að knýja fram umskiptin í viðskiptajöfnuði árin 2001 og 2002, þrátt fyrir að mikil kaup á erlendum verðbréfum hafa átt þátt í að veikja krónuna frá vormánuðum árið 2000.21 Raunar er merkilegt að ekki skuli hafa gripið um sig meiri fjármagnsflótti en raun ber vitni í ljósi þess viðkvæma efnahagsástands sem ríkti árið 2001. Að nokkru leyti má þakka það því að stofn innlendra verðbréfa í eigu erlendra aðila var og er enn sem komið er smár, en eins og fyrr var getið hafa erlendir aðilar oft leitt hjörðina þegar fjármagnsflótti brestur á.22 En fleira kemur til. Meginþorri fjárfestingar inn- lendra aðila var í erlendum hlutabréfum, á meðan fjárfesting í skuldabréfum var fremur takmörkuð (sjá mynd 16). Á sama tíma og gengi krónunnar tók að veikjast og ósjálfbærni viðskiptahallans blasti við var verð erlendra hlutabréfa á hraðri niðurleið. Lífeyrissjóðir og aðrir héldu því að sér höndum með frekari fjárfestingu, þrátt fyrir neikvætt útlit. Til greina hefði komið að auka verulega fjárfestingu í erlendum skuldabréfum og njóta þannig samtímis ábata af lækkandi krónu og lækkandi skamm- tímavöxtum á erlendum mörkuðum. Flestir fjárfestar virðast hins vegar hafa vanmetið stórlega hættuna á áframhaldandi gengislækkun erlendra hlutabréfa, þann þrýsting sem viðskiptahallinn setti á krónuna þegar dró úr hagvexti og verðbólguna sem af gengis- lækkuninni hlaust á sama tíma. Um leið ofmátu inn- lendir fjárfestar líklega líkur á skjótum efnahagsbata í helstu viðskiptalöndum, sem hefði bundið enda á vaxtalækkunarferlið þar tiltölulega fljótt. Vanmat fjárfesta á veikri undirstöðu krónunnar, sem ráða má af mun minna verðbólguálagi skuldabréfa en sem nam raunverulegri verðbólgu, kom því í veg fyrir að fall hennar yrði enn meira en raun varð á og um- skiptin í viðskiptajöfnuði sem því næmi sneggri. Auk þess hefur útstreymið á árunum 1998 til vors 2000 væntanlega stuðlað að minni raungengishækkun á því tímabili en ella. Án þess má ætla að gengis- stefnan sem þá var við lýði hefði krafist þess að Seðlabankinn keypti erlendan gjaldeyri fyrir tugi ma.kr. Uppsafnað útstreymi vegna kaupa innlendra aðila á erlendum verðbréfum frá fyrsta fjórðungi 21. Útstreymi vegna kaupa á erlendum verðbréfum hófst að marki árið 1997, í kjölfar þess að lífeyrissjóðum var heimilað að fjárfesta í erl- endum verðbréfum og taka gjaldeyrisáhættu sem nemur allt að 40% hreinnar eignar. Heimildir til gjaldeyrisáhættu voru rýmkaðar enn frekar árið 2000, þegar lífeyrissjóðum var heimilað að bera gjald- miðlaáhættu sem nemur allt að 50% af hreinni eign þeirra. Til ársins 1999 má líklega líta á útstreymið sem þátt í strúktúrbreytingu á eigna- safni sjóðanna, þ.e.a.s. aðgerðir til að dreifa áhættu í eignasafni þeirra á milli erlendra og innlendra eigna, en aukið útstreymi árið 2000 endurspeglar væntanlega að einhverju leyti áhyggjur fjárfesta af gengi krónunnar. 22. Tilhneigingu erlendra fjárfesta til að leggja á flótta fyrr en aðrir þegar brestir koma í ljós í fastgengisstefnu, eins og t.d. gerðist á Norður- löndum á 9. áratugnum og í Mexíkó rúmum áratug síðar, má hugsan- lega skýra með því að meginþorri skuldbindinga þeirra er í öðrum gjaldmiðlum, einkum heimagjaldmiðli og áhættan því meiri en inn- lendra fjárfesta (t.d. lífeyrissjóða) sem hafa skuldbindingar að mestu í heimagjaldmiðli. Einnig er hugsanlegt að þeir hafi takmarkaðri upp- lýsingar en heimaaðilar og séu því fyrri til að fyllast ótta þegar nei- kvæðar fréttir koma fram.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.