Peningamál - 01.02.2003, Side 92

Peningamál - 01.02.2003, Side 92
PENINGAMÁL 2003/1 91 aðhaldsaðgerða. Við skulum líta á þátt Seðlabankans og hins opinbera í þeim efnum. Þáttur peningastefnunnar í myndun viðskiptahallans lítill – en aðhald hefði þurft að auka áður en við- skiptahallinn fór úr böndum Því hefur stundum verið haldið fram að Seðla- bankinn hafi ýtt undir viðskiptahallann með aðhalds- samri peningastefnu. Á þessu máli eru tvær hliðar. Aðhaldssöm peningastefna dregur úr innlendri eftir- spurn og stuðlar því þegar fram í sækir að minni viðskiptahalla, ekki meiri, og hefur líklega þegar upp er staðið engin áhrif. Leiði peningastefnan hins vegar til aukins vaxtamunar við útlönd getur hún þó til skamms tíma haft þau hliðaráhrif að raungengi krón- unnar hækkar, sem veikir samkeppnisstöðu fyrir- tækja á innlendum sem erlendum markaði og stuðlar að auknum innflutningi og þess vegna auknum við- skiptahalla. Liggi rætur aukins viðskiptahalla í of miklum vexti innlendrar eftirspurnar verður hins vegar ekki komist hjá þessari aukaverkun á meðan verið er að ná langtímamarkmiðinu um stöðugleika. Flest fyrri tímabil óhóflegs viðskiptahalla urðu í tengslum við hækkun raungengis umtalsvert yfir meðalstöðu til langs tíma. Aðhald í peningamálum hafði lítið með það að gera. Hækkun raungengis stafaði af því að verðlag og laun – ekki nafngengi – hækkuðu meira en í viðskiptalöndunum á sama tíma og gengi krónunnar var haldið stöðugu. Möguleikar stjórnvalda til að beita markaðsaðgerðum til virks aðhalds voru af skornum skammti. Til þess að leggja mat á þátt peningastefnunnar í auknum viðskiptahalla til skamms tíma má meta i) samband vaxta og raungengis og ii) samband raun- gengis og viðskiptahalla. Samkvæmt mati sem gert hefur verið í Seðlabankanum má ætla að áhrif vaxta- hækkana Seðlabankans til hækkunar raungengis á tímabilinu 1996-2000 hafi numið 2-2½% eða í mesta lagi 5½%.28 Einfalt líkan af sambandi raungengis og viðskiptajafnaðar gefur til kynna að viðskipta- jöfnuður versni mest árið eftir raungengishækkun. Þegar áhrif vaxtahækkana Seðlabankans voru mest hafa þau skv. þessu mati líklega numið á bilinu ½-1% af landsframleiðslu. Til langs tíma ættu áhrifin að ganga til baka og langtímaáhrif að vera engin. Þjóð- hagslíkan Þjóðhagsstofnunar gefur svipaðar niður- stöður til eins árs litið, en áhrifin töluvert meiri til lengri tíma litið, eða allt að 3½% eftir fimm ár ef raungengishækkun gengur til baka eftir 3 ár. Raun- hæfara er þó að gera ráð fyrir áhrifum á bilinu 1½- 2½%. Í ljósi þess að hækkun raungengis árin 1999- 2000 reyndist skammvinn virðist ekki ástæða til að gera mikið úr skammtímaáhrifum aðhaldssamrar peningastefnu á viðskiptahallann. Við upphaf þeirrar uppsveiflu sem nú er um garð gengin var staða stjórnvalda að ýmsu leyti betri. Gjaldeyris- og fjármálamarkaðir, sem eru nauðsyn- legur vettvangur nútíma peningastefnu, höfðu slitið barnsskónum og verðbólga var á svipuðu reki og í viðskiptalöndunum. En var þeim tækjum sem Seðla- bankinn hafði yfir að ráða beitt af nægri framsýni, eða var umgjörð peningastefnunnar e.t.v. hindrun í vegi virkrar beitingar þessara stjórntækja? Þegar leitað er svara við þessum spurningum er rétt að hafa í huga að reynsla Íslands undanfarin ár er ekki einsdæmi. Ýmis lönd hafa gengið í gegnum tímabil ofþenslu og viðskiptahalla í kjölfar þess að höft á fjármagnshreyfingar voru afnumin á sl. tveim- ur áratugum. Má þar nefna Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki árin 1992-1993 og röð atburða síðan þá: í Mexíkó, víða í Asíu, Rússlandi, Brasilíu, Tyrklandi og Argentínu, svo að það helsta sé nefnt. Í öllum tilvikum var viðleitni stjórnvalda til að halda gengi stöðugu á endanum borin ofurliði, en eftir á að hyggja hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir eins harkaleg umskipti ef peningastefnan hefði verið óbundin af því að halda gengi stöðugu, þótt um það skuli ekki fullyrt. Þegar horft er um öxl, bendir margt til þess að auka hefði þurft aðhald peningastefnunnar fyrr til að koma í veg fyrir að innlend eftirspurn færi jafn mikið úr böndum og raun bar vitni, sérstaklega í ljósi þess að vextir á skuldabréfum til langs tíma, yfirleitt verðtryggðum, eru fremur tregnæmir fyrir breyting- um á skammtímavöxtum. Í því sambandi er þó tvennt sem taka þarf tillit til. Í fyrsta lagi var Seðla- bankinn bundinn af markmiðinu um stöðugt gengi. Að vísu leyfðu formleg vikmörk 6% frávik til hvorr- ar áttar frá miðgengi, sem gaf e.t.v. raunhæft svigrúm upp á 3-4%, en framan af var litið svo á að fyrst og fremst væri um öryggismörk að ræða. Sveigjanleik- inn var þó smám saman aukinn og vikmörkin víkkuð 28. Sjá Þórarinn G. Pétursson, Mat á hlut vaxtahækkana Seðlabankans í auknum viðskiptahalla, Seðlabanki Íslands, óbirt minnisblað frá 24. janúar 2001.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.