Peningamál - 01.02.2003, Page 94

Peningamál - 01.02.2003, Page 94
PENINGAMÁL 2003/1 93 komin til grafar. Reyndar munu stórframkvæmdir á sviði stóriðju og orkumála koma sem ljúfur afréttari, sem léttir landsmönnum þjáningar timburmanna eftir margra ára gleðskap. Í samanburði við lönd sem gengið hafa í gegnum álíka mikil umskipti viðskipta- jafnaðar undanfarna áratugi má segja að íslenskur þjóðarbúskapur hafi sloppið nokkuð vel. Í a.m.k. þremur af sex OECD-löndum sem gengu í gegnum svipuð umskipti átti fjármálakreppa hlut að máli. Noregur og Ísland sluppu við slíkar hremmingar. Í báðum löndum urðu hagstæð ytri skilyrði á tímum aðlögunar eftirspurnar að loknu ofþensluskeiði til þess að draga úr eftirköstunum. Gott verðlag á erlendum mörkuðum og ágætur útflutningur höfðu mest áhrif árið 2001, en árið eftir átti raunsamdráttur og verðlækkun innflutnings stærstan hlut að máli, auk þess sem erlend vaxta- og gengisþróun var hagstæð. Að hluta til má skýra hina hröðu hjöðnun við- skiptahallans með því að hann átti að töluverðu leyti rót sína að rekja til minni innflutnings neyslu- og fjárfestingarvöru, að aflokinni fjárfestingar- og endurnýjunarbylgju. Þáttur þess hluta hjöðnunar- innar sem ekki er hægt að rekja til þessara tveggja þátta var þó meiri. Ofþensluskeiðið sem á undan fór var einfaldlega komið að endalokum. Þegar tregðu tók að gæta í lánsfjárinnstreymi, sem hafði haldið uppi óeðlilega mikilli innlendri eftirspurn, féll gengi krónunnar og magnaði hjöðnun eftirspurnar, sem óhjákvæmilega hlaut að fylgja afturhvarfi til jafn- vægis í sparnaði einkageirans. Krafa um efnahags- lega aðlögun fremur en spákaupmennska eða örvil- nun virðist hafa þvingað fram gengisbreytingar, þótt krónan hafi fallið langt niðurfyrir það gengi sem þurfti til að koma á jöfnuði í þjóðarbúskapnum. Í samanburði við mörg fyrri tímabil myndunar og hjöðnunar viðskiptahalla er erfitt að sjá að hagstjórn hafi haft afgerandi áhrif, þótt finna megi að ýmsum þáttum hennar. Gengisfyrirkomulagið kann vissulega að hafa verið peningastefnunni töluverður fjötur um fót. Þó er ekki víst að framvindan hefði orðið með öllu ólík þótt núverandi stefnu hefði verið fylgt. Gæði hagstjórnar takmarkast mjög af getu stjórn- valda til að sjá fyrir um afleiðingar atburða, sem hver um sig virðist ekki líklegur til að valda stórvægilegri röskun jafnvægis í þjóðarbúskapnum, en valda til samans miklum og ófyrirsjáanlegum sveiflum. Þótt Seðlabankinn hafi lengi varað við þeim ofþenslu- merkjum sem greinileg voru strax árið 1998, sá hvorki bankinn né aðrir fyrir þær öfgar sem ein- kenndu árið 2000. Þetta er hollt að hafa í huga um þessar mundir þegar stjórnvöld standa frammi fyrir einhverjum mestu framkvæmdum Íslandssögunnar. Ades, Alberto, og Fredrico Kaune (1997). „A new measurement of current account sustainability for developing countries“. Goldman- Sachs Emerging Markets Economic Research. Arnór Sighvatsson (2001). „Viðskiptahallinn í alþjóðlegum og sögulegum samanburði“, Peningamál 2002/1. Blanchard, Olivier (1983). „Debt and the current account deficit in Brazil,“ í Pedro Aspe Armella, Rudiger Dornbush og Maurice Obstfeld (ritstj.), Financial Policy and the World Capital Market: The Problem of Latin American Countries. University of Chicago Press. Calvo, Guillermo A., Leonardo Leuiderman og Carmen Reinhart (1993). „Capital inflows and real exchange rate appreciation in Latin America: the role of external factors.“. IMF Staff Papers 40, mars. Corden, W. Max (1984). Economic Policy, Exchange Rates, and the International System. Oxford University Press & University of Chicago Press. Corsetti, Giancarlo, Paolo Pesenti og Nouriel Roubini (1998). „Paper tigers? A model of the Asian crisis.“ NBER-Bank of Portugal International Seminar on Macroeconomics, Lissabon 14.-15. júní. Edwards, Sebastian (1993). „Exchange rates as Nominal Anchors“, Weltwirtschaftliches Archiv 129. Edwards, Sebastian (2001). „Does the current account matter?“ Working Paper 8275, NBER maí. Eichengreen, B., A.K. Rose og C. Wyplosz (1995). „Exchange market mayhem: The antecedents and aftermath of speculative attacks“, Economic Policy Journal 21. Frankel, J., and A. Rose (1996), „Currency crashes in emerging markets: an empirical treatment,“ Journal of International Economics 41. Gústaf Sigurðsson, Gylfi Zoëga, Marta G. Skúladóttir og Tryggvi Þór Herbertsson (2000). Velferð og viðskipti. Um eðli og orsakir viðskiptahalla, haustskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Heimildir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.