Peningamál - 01.02.2003, Page 98
PENINGAMÁL 2003/1 97
Janúar 2002
Hinn 9. janúar var tilkynnt að Kaupþing hf. hefði
undirritað viljayfirlýsingu um kaup á sænska verð-
bréfafyrirtækinu Aragon Holding AB. Gert var ráð
fyrir að kostgæfnisathugun lyki í janúar og að þá
yrði endanlega gengið frá viðskiptunum.
Hinn 11. janúar var Kaupþingi hf. veitt viðskipta-
bankaleyfi. Þann 28. desember 2001 var samþykkt á
hluthafafundi hjá Kaupþingi hf. að breyta samþykkt-
um félagsins svo að unnt yrði að veita Kaupþingi
viðskiptabankaleyfi. Meðal þess sem hluthafafund-
urinn samþykkti var að bæta orðinu banki aftan við
heiti félagsins. Nafn félagsins eftir breytingu er
Kaupþing banki hf. og starfar það samkvæmt lögum
um viðskiptabanka og sparisjóði.
Hinn 20. janúar tóku gildi breytingar á starfrækslu-
tíma stórgreiðslukerfis sem starfrækt er af Seðla-
banka Íslands. Stórgreiðslukerfið verður starfrækt
frá kl.8.45 til kl.18.00 og lágmarksupphæð greiðslu-
fyrirmæla er 25 milljónir króna.
Í fjáraukalögum 2001 sem samþykkt voru á Alþingi
í desember fólst m.a. heimild til þess að ríkissjóður
legði Seðlabanka Íslands til stofnfé að fjárhæð 9
ma.kr. á árinu 2001. Framlagið var greitt í lok ársins.
Í fjárlögum 2002 sem einnig voru samþykkt í desem-
ber fólst heimild til þess að greiða 4,5 ma.kr. stofn-
fjárframlag til bankans á árinu 2002.
Febrúar 2002
Hinn 11. febrúar var undirritaður samningur á milli
Seðlabanka Íslands og Union Bank of Norway um
lánsheimild að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala
sem samsvaraði á þeim tíma tæplega 21 milljarði
króna. Samningurinn er til fimm ára og felur í sér
hagstæð kjör fyrir Seðlabankann. Samningurinn við
Union Bank of Norway kemur til viðbótar sambæri-
legum samningum um lánsheimildir við nokkrar
aðrar fjármálastofnanir.
Hinn 15. febrúar staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið
Fitch lánshæfiseinkunnina AA- fyrir ríkissjóð
Íslands vegna lána í erlendri mynt. Fyrirtækið
staðfesti jafnframt lánshæfiseinkunnir fyrir skuld-
bindingar í íslenskum krónum en þær eru AAA fyrir
langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímalán.
Horfur um lánshæfiseinkunnir vegna langtímalána
voru taldar neikvæðar en voru áður stöðugar.
Mars 2002
Hinn 5. mars tilkynnti Seðlabanki Íslands um fyrir-
hugaðar breytingar á hæfi verðbréfa í endurhverfum
viðskiptum. (Sjá rammagrein bls. 31 í Peningamál-
um 2002/2.)
Hinn 8. mars setti bankastjórn Seðlabanka Íslands
formlegar reglur um millibankamarkað með gjald-
eyrisskiptasamninga. Reglurnar tóku gildi 15. mars
2002.
Hinn 13. mars var tilkynnt að ákveðið hafi verið að
binda endi á það ferli sem staðið hafði um skeið og
miðaði að því að selja umtalsverðan hlut í
Landssíma Íslands hf. til kjölfestufjárfestis. Sölu
hlutabréfa ríkisins verður haldið áfram um leið og
aðstæður á fjármálamarkaði leyfa.
Hinn 26. mars tilkynnti bankastjórn Seðlabanka
Íslands um lækkun á vöxtum bankans í endurhverf-
um verðbréfaviðskiptum og á innstæðum lána-
stofnana í Seðlabankanum um 0,5 prósentur frá
1. apríl.
Apríl 2002
Hinn 1. apríl féllu í gjalddaga spariskírteini ríkis-
sjóðs, RS02-0401, að fjárhæð 10 ma.kr. Í kjölfar
gjalddagans jókst laust fé í umferð og lækkuðu vext-
ir á millibankamarkaði umtalsvert.
Hinn 1. var framlengt um þrjá mánuði, samkomulag
um greiðslu þóknunar til viðskiptavaka á gjaldeyris-
markaði.
Annáll fjármálamarkaða
Janúar 2002 – janúar 2003