Peningamál - 01.02.2003, Side 100

Peningamál - 01.02.2003, Side 100
PENINGAMÁL 2003/1 99 Ágúst 2002 Hinn 30. ágúst tilkynnti Seðlabanki Íslands um 0,3 prósenta vaxtalækkun. Vaxtalækkunin tók gildi þann 1. september. Eftir lækkunina voru stýrivextir bank- ans 7,6%. September 2002 Hinn 10. september var tilkynnt að ráðherranefnd um einkavæðingu hefði ákveðið að ganga til viðræðna við Samson eignarhaldsfélag ehf. um kaup á umtals- verðum hlut í Landsbanka Íslands hf. Jafnframt var ákveðið að hefja frekari undirbúning fyrir sölu á umtalsverðum hlut í Búnaðarbanka Íslands hf. Hinn 18. september tilkynnti Seðlabanki Íslands um 0,5 prósenta vaxtalækkun. Vaxtalækkunin tók gildi þann 21. september. Eftir lækkunina voru stýrivextir bankans 7,1%. Hinn 30. september keypti Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis alla hluti Kaupþings banka hf. í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. Október 2002 Hinn 15. október tilkynnti Seðlabanki Íslands um 0,3 prósenta vaxtalækkun. Vaxtalækkunin tók gildi þann 21 október. Eftir lækkunina voru stýrivextir bankans 6,8%. Hinn 21. október var tilkynnt að framkvæmdanefnd um einkavæðingu og Samson eignarhaldsfélag ehf. hefðu náð samkomulagi um kaup Samson ehf. á 45,8% hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. Eftir þessi viðskipti verður eignarhlutur ríkisins í Landsbanka Íslands hf. um 2,5%. Í kjölfar samkomulagsins var ákveðið að halda áfram söluferli vegna hlutabréfa ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. Valdir voru tveir hópar fjárfesta til frekari viðræðna. Hinn 22. október hækkaði matsfyrirtækið Moody´s Investors Service lánshæfismat skuldabréfa og bankainnstæðna í erlendri mynt vegna skuldbindinga Íslands í Aaa sem er hæsta einkunn sem gefin er. Ísland hafði áður einkunnina Aa3. Nóvember 2002 Hinn 5. nóvember var tilkynnt að ráðherranefnd um einkavæðingu hefði ákveðið að gengið yrði til við- ræðna við hóp fjárfesta sem samanstóð af Eignar- haldsfélaginu Andvöku, Eignarhaldsfélaginu Sam- vinnutryggingum, Vátryggingafélagi Íslands hf., Kaupfélagi Skagfirðinga svf., Keri hf. og Samvinnu- lífeyrissjóðnum auk einnar eða fleiri erlendra fjár- málastofnana um kaup á umtalsverðum hlut í Bún- aðarbanka Íslands hf. Ákvörðun þessi var byggð á forsendum framkvæmdanefndar um einkavæðingu og mati breska bankans HSBC á þeim gögnum sem borist höfðu frá þeim tveimur aðilum sem nefndin hafði átt í viðræðum við. Hinn 6. nóvember tilkynnti Seðlabanki Íslands um 0,5 prósentna vaxtalækkun sem tók gildi 11. nóvem- ber. Eftir lækkunina voru stýrivextir bankans 6,3%. Hinn 12. nóvember hóf Hagstofa Íslands að birta tvær kjarnavísitölur til að mæla undirliggjandi verð- bólguþróun. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands frá 27. mars 2001 um verðbólgumarkmið og breytta gengisstefnu var gert ráð fyrir því að þess yrði farið á leit við Hagstofu Íslands að hún reiknaði eina eða fleiri vísitölur sem nota mætti til að meta undirliggjandi verðlagsþróun eins og nánar yrði samið um á milli Hagstofunnar og Seðlabankans. Kjarnavísitölur 1 og 2 eru afrakstur þeirrar vinnu. Báðar eru byggðar á sama grunni og vísitala neyslu- verðs en hin fyrri undanskilur verð grænmetis, ávaxta, búvöru og bensíns og hin síðari til viðbótar verð opinberrar þjónustu. Hinn 18. nóvember tilkynnti matsfyrirtækið Standard & Poor’s að það hefði breytt horfum um lánshæfi Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Um leið staðfesti fyrirtækið lánshæfiseinkunnir Íslands, bæði einkunn- ina AA+/A-1+ fyrir lán í íslenskum krónum og A+/A-1+ fyrir lán í erlendri mynt. Helstu ástæður fyrir breyttu mati voru bætt ytri staða íslenska þjóðarbúsins, árangur sem náðst hafði í sölu ríkis- bankanna og áframhaldandi góð afkoma bankanna að afloknu skeiði sem einkenndist af útlánaþenslu. Desember 2002 Hinn 10. desember var tilkynnt að sænska fjármála- eftirlitið hefði veitt samþykki sitt fyrir yfirtöku Kaupþings banka hf. á JP Nordiska bankanum í Stokkhólmi. Þar með var yfirtöku Kaupþings banka á JP Nordiska lokið. Hinn 12. desember tilkynnti Seðlabanki Íslands um 0,5 prósentna vaxtalækkun sem tók gildi 17. og 21. desember. Eftir lækkunina voru stýrivextir bankans 5,8%.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.