Peningamál - 04.11.2015, Page 11

Peningamál - 04.11.2015, Page 11
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 11 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR bundið, þótt hættan á því sé minni en ef uppgjörið færi fram í gegnum hinn valkostinn og búin myndu greiða stöðugleikaskatt. Hnökrar í miðlunarferli peningastefnunnar Þar til nýlega hafa vaxtabreytingar Seðlabankans í meginatriðum miðlast með eðlilegum hætti út vaxtarófið og í vaxtakjör heimila og fyrirtækja. Nú virðist hins vegar sem hnökrar séu að myndast í eðlilegri miðlun peningastefnunnar út í aðra vexti. Innlendir langtímaskulda- bréfavextir hafa lækkað töluvert undanfarið (mynd I-13) og þótt áhrif þessa sjáist ekki nema að takmörkuðu leyti í almennum vaxtakjörum heimila og fyrirtækja er ekki ólíklegt að þessi lækkun langtímavaxta muni smám saman smitast út í kjör þeirra. Eins og rakið er í kafla III og rammagrein 1 tengist þessi lækkun langtímavaxta auknu innflæði fjármagns sem hefur lækkað líftímaálag (e. term premia) á skulda- bréfamarkaði. Þessi þróun er ekki einungis bundin við Ísland og eru fjölmörg dæmi um svipaða þróun, jafnvel í stórum efnahagskerfum eins og Bandaríkjunum. Það breytir því ekki að þetta torveldar pen- ingastefnunefndinni að ná fram því aðhaldsstigi í innlendum vöxtum sem að er stefnt. Því gæti það gerst að almennir vextir á markaði og til lántakenda lækki á sama tíma og reynt er að herða taumhald peninga- stefnunnar. Miðlun peningastefnunnar færist þá með vaxandi mæli frá innlendum vöxtum yfir í gengi krónunnar sem er óheppilegt þar sem erfiðara er að reiða sig á þann farveg peningastefnunnar. Í þessu ljósi hefur peningastefnunefnd m.a. haft til skoðunar hvernig nýta megi önnur stjórntæki til viðbótar við vaxtatækið. Aukin óvissa um samspil stefnunnar í peninga- og ríkisfjármálum Miðað við grunnspána felur nýtt fjárlagafrumvarp í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum á þessu og næsta ári sem nemur u.þ.b. 1½% af landsframleiðslu (sjá kafla IV og rammagrein 3). Þessi slökun á aðhaldi kallar ekki einungis á harðara taumhald peningastefnunnar heldur eykur einnig hættu á neikvæðum hliðaráhrifum óheppilegrar hagstjórnarblöndu peninga- og ríkisfjármála. Fjárlagafrumvarpið og áætlanir í ríkisfjármálum til næstu ára byggjast á forsendum um útgjöld sem sumar hverjar virðast brothættar, t.d. varðandi launa- hækkanir opinberra starfsmanna og áætlanir um útgjöld til rekstrar og fjárfestingar í innviðum. Því er hætt við að afgangur á rekstri verði minni en gert er ráð fyrir nema til komi frekari aðhaldsaðgerðir á öðrum rekstrarþáttum. Á móti gætu tekjuforsendur áætlana stjórn- valda falið í sér vanmat á hagsveiflutengdum tekjum í ljósi aukins krafts í þjóðarbúskapnum. Gangi það eftir verður að forðast að gefa þær tekjur eftir með enn frekari lækkun skatta nema aðgerðir á útgjaldahlið komi á móti. Þetta á ekki síst við um mögulegar tekjur sem gætu fallið stjórnvöldum í skaut við uppgjör búa fallinna fjár- málafyrirtækja. Afar mikilvægt er að þeim tekjum verði ekki ráðstafað þannig að þær auki á þensluna í þjóðarbúskapnum, hvort sem það yrði með auknum útgjöldum eða lækkun skatta. Slíkt myndi kalla á enn harðara taumhald peningastefnunnar og gera hagstjórnarblöndu peninga- og ríkisfjármála enn óheppilegri. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-13 Meginvextir Seðlabankans og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa Daglegar tölur 21. maí 2014 - 30. október 2015 % Prósentur Meginvextir SÍ (vextir á 7 daga bundnum innlánum) (v. ás) Ríkisbréf á gjalddaga 2016 (v. ás) Ríkisbréf á gjalddaga 2031 (v. ás) Vaxtamunur á ríkisbréfum á gjalddaga 2031 og 2016 (h. ás) -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 20152014 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.