Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 11

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 11
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 11 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR bundið, þótt hættan á því sé minni en ef uppgjörið færi fram í gegnum hinn valkostinn og búin myndu greiða stöðugleikaskatt. Hnökrar í miðlunarferli peningastefnunnar Þar til nýlega hafa vaxtabreytingar Seðlabankans í meginatriðum miðlast með eðlilegum hætti út vaxtarófið og í vaxtakjör heimila og fyrirtækja. Nú virðist hins vegar sem hnökrar séu að myndast í eðlilegri miðlun peningastefnunnar út í aðra vexti. Innlendir langtímaskulda- bréfavextir hafa lækkað töluvert undanfarið (mynd I-13) og þótt áhrif þessa sjáist ekki nema að takmörkuðu leyti í almennum vaxtakjörum heimila og fyrirtækja er ekki ólíklegt að þessi lækkun langtímavaxta muni smám saman smitast út í kjör þeirra. Eins og rakið er í kafla III og rammagrein 1 tengist þessi lækkun langtímavaxta auknu innflæði fjármagns sem hefur lækkað líftímaálag (e. term premia) á skulda- bréfamarkaði. Þessi þróun er ekki einungis bundin við Ísland og eru fjölmörg dæmi um svipaða þróun, jafnvel í stórum efnahagskerfum eins og Bandaríkjunum. Það breytir því ekki að þetta torveldar pen- ingastefnunefndinni að ná fram því aðhaldsstigi í innlendum vöxtum sem að er stefnt. Því gæti það gerst að almennir vextir á markaði og til lántakenda lækki á sama tíma og reynt er að herða taumhald peninga- stefnunnar. Miðlun peningastefnunnar færist þá með vaxandi mæli frá innlendum vöxtum yfir í gengi krónunnar sem er óheppilegt þar sem erfiðara er að reiða sig á þann farveg peningastefnunnar. Í þessu ljósi hefur peningastefnunefnd m.a. haft til skoðunar hvernig nýta megi önnur stjórntæki til viðbótar við vaxtatækið. Aukin óvissa um samspil stefnunnar í peninga- og ríkisfjármálum Miðað við grunnspána felur nýtt fjárlagafrumvarp í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum á þessu og næsta ári sem nemur u.þ.b. 1½% af landsframleiðslu (sjá kafla IV og rammagrein 3). Þessi slökun á aðhaldi kallar ekki einungis á harðara taumhald peningastefnunnar heldur eykur einnig hættu á neikvæðum hliðaráhrifum óheppilegrar hagstjórnarblöndu peninga- og ríkisfjármála. Fjárlagafrumvarpið og áætlanir í ríkisfjármálum til næstu ára byggjast á forsendum um útgjöld sem sumar hverjar virðast brothættar, t.d. varðandi launa- hækkanir opinberra starfsmanna og áætlanir um útgjöld til rekstrar og fjárfestingar í innviðum. Því er hætt við að afgangur á rekstri verði minni en gert er ráð fyrir nema til komi frekari aðhaldsaðgerðir á öðrum rekstrarþáttum. Á móti gætu tekjuforsendur áætlana stjórn- valda falið í sér vanmat á hagsveiflutengdum tekjum í ljósi aukins krafts í þjóðarbúskapnum. Gangi það eftir verður að forðast að gefa þær tekjur eftir með enn frekari lækkun skatta nema aðgerðir á útgjaldahlið komi á móti. Þetta á ekki síst við um mögulegar tekjur sem gætu fallið stjórnvöldum í skaut við uppgjör búa fallinna fjár- málafyrirtækja. Afar mikilvægt er að þeim tekjum verði ekki ráðstafað þannig að þær auki á þensluna í þjóðarbúskapnum, hvort sem það yrði með auknum útgjöldum eða lækkun skatta. Slíkt myndi kalla á enn harðara taumhald peningastefnunnar og gera hagstjórnarblöndu peninga- og ríkisfjármála enn óheppilegri. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-13 Meginvextir Seðlabankans og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa Daglegar tölur 21. maí 2014 - 30. október 2015 % Prósentur Meginvextir SÍ (vextir á 7 daga bundnum innlánum) (v. ás) Ríkisbréf á gjalddaga 2016 (v. ás) Ríkisbréf á gjalddaga 2031 (v. ás) Vaxtamunur á ríkisbréfum á gjalddaga 2031 og 2016 (h. ás) -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 20152014 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.