Peningamál - 04.11.2015, Side 12

Peningamál - 04.11.2015, Side 12
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 12 Fjárfesting í orkufrekum iðnaði gæti reynst meiri en í grunnspánni Samkvæmt grunnspánni mun fjárfesting í orkufrekum iðnaði aukast töluvert á næstu árum, m.a. vegna uppbyggingar á þremur kísilverum. Áætlanir hafa einnig verið um byggingu fjórða kísilversins sem er svipað að stærð og hin þrjú til samans. Gangi það eftir gæti fjárfesting í orkufrekum iðnaði orðið enn meiri á spátímanum en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Mynd I-14 sýnir möguleg áhrif þess að ráðist verði í byggingu fjórða kísilversins og framkvæmdir hefjist um mitt næsta ár en að framleiðsla hefjist árið 2019. Eins og sést á myndinni vex fjár- festing nokkru hraðar en í grunnspánni og verður hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu orðið tæplega 2 prósentum hærra árið 2018 en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Hagvöxtur gæti orðið um ¼ prósentu meiri á næstu tveimur árum og hátt í ½ prósentu meiri árið 2018. Aukin efnahagsumsvif bæta við innlendan verðbólguþrýsting en á móti vegur að gengi krónunnar hækkar, m.a. vegna meira innflæðis erlends fjármagns í tengslum við framkvæmdina en einnig vegna þess að innlent vaxtastig verður hærra en ella. Vextir Seðlabankans árið 2018 yrðu þá orðnir um ¼ prósentu hærri en ella. Hraðari framleiðnivöxtur gæti vegið á móti miklum launahækkunum Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur framleiðni vinnuafls nánast staðið í stað síðustu fimm ár og einungis vaxið um tæplega 1% á ári að meðaltali frá því að fjármálakreppan skall á haustið 2008. Þetta er talsvert undir framleiðnivexti á fyrri bataskeiðum og meðalfram- leiðnivexti undanfarinna þrjátíu ára. Samkvæmt grunnspánni verður framleiðnivöxtur áfram um 1% á ári út spátímann. Svo hægur fram- EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR 1. Frávik frá grunnspá. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-14 Fráviksdæmi Grunnspá PM 2015/4 Meiri fjárfesting í orkufrekum iðnaði Hraðari framleiðnivöxtur % af VLF 18 19 20 21 22 2018201720162015 Breyting frá fyrra ári (%) 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 2018201720162015 Mynd I-14a Fjárfesting Mynd I-14b Hagvöxtur % 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 2018201720162015 Mismunur ársmeðaltala (prósentur) -1,2 -0,8 -0,4 0,0 0,4 2018201720162015 Mynd I-14c Verðbólga Mynd I-14d Vextir Seðlabankans1

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.