Peningamál - 04.11.2015, Page 27
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
27
PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR
FJÁRMÁLAMARKAÐIR
5. Mun færri hafa nýtt sér séreignarsparnaðarleiðina en gert var ráð fyrir í upphaflegum
áætlunum stjórnvalda og í júní höfðu eingöngu um 34 þúsund einstaklingar nýtt sér þessa
heimild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um þá sem ekki eiga fasteign og geta nýtt séreignar-
sparnaðinn síðar við kaup á fasteign. Þegar aðgerðirnar voru kynntar í nóvember 2013
var gert ráð fyrir að séreignarleiðin myndi leiða til um 67 ma.kr. lækkunar á höfuðstól
íbúðalána á þremur árum.
miðað við stöðuna í júní.5 Framlagi stjórnvalda til höfuðstólslækkunar
var flýtt frá því sem upphaflega var áætlað og hafa þeir sem þegar
hafa samþykkt lækkunina fengið greidda um ¾ hluta hennar. Gert er
ráð fyrir að hún verði að fullu greidd í janúar næstkomandi.
Í kjölfar aðgerðanna lækkuðu skuldir heimila töluvert í byrjun
árs. Þær hafa hins vegar hækkað lítillega á ný á öðrum fjórðungi ársins
og voru 85% af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2015 (mynd III-15)
sem er svipað og þær voru um mitt ár 2004. Skuldahlutfallið var hins
vegar um 10½ prósentu af landsframleiðslu lægra en í árslok 2014 og
um 40 prósentum lægra en það fór hæst árið 2009. Hlutfall skulda
fyrirtækja af landsframleiðslu hefur að sama skapi lækkað. Það var um
8½ prósentu af landsframleiðslu lægra en í árslok 2014 og hefur ekki
verið lægra frá árinu 2003. Skuldahlutfall einkageirans í heild hefur því
ekki verið jafn lágt frá árslokum 2003.
Aðgengi að lánsfé hefur aukist og útlánsvextir hluta lífeyrissjóða
lækkað
Nafnvextir óverðtryggðra íbúðalána stóru viðskiptabankanna þriggja
hækkuðu í takt við vaxtahækkun Seðlabankans í júní og ágúst líkt
og vextir óverðtryggðra innlána (mynd III-16) en sambærilegir vextir
verðtryggðra inn- og útlána bankanna höfðu hins vegar lítið breyst á
sama tímabili (mynd III-17). Vextir verðtryggðra sjóðfélagalána hluta
lífeyrissjóða hafa hins vegar lækkað í takt við lækkun ávöxtunarkröfu á
skuldabréfamarkaði og eru nú u.þ.b. ½ prósentu lægri en sambærilegir
vextir viðskiptabankanna. Þá hafa einhverjir sjóðir jafnframt hækkað
veðhlutföll í 75% og lækkað lántökukostnað nýrra útlána. Þrátt fyrir
að vextir viðskiptabankanna hafi ekki lækkað með sama hætti enn
sem komið er gefur nýleg vaxtalækkun eins af stóru bönkunum til
kynna að það gæti breyst.
%
Mynd III-17
Vextir íbúðalána viðskiptabanka og lífeyrissjóða1
Janúar 2012 - október 2015
1. Einfalt meðaltal lægstu vaxta. 2. Vextir fastir frá 5 árum og allt upp
í allan lánstímann.
Heimildir: Almenni lífeyrissjóðurinn, Arion banki, Festa lífeyrissjóður,
Gildi lífeyrissjóður, Íslandsbanki, Landsbankinn, Lsj. verslunarmanna,
LSR, Seðlabanki Íslands.
Verðtryggð húsnæðislán viðskiptabanka með
breytilegum vöxtum
Verðtryggð húsnæðislán lífeyrissjóða með
breytilegum vöxtum
Verðtryggð húsnæðislán viðskiptabanka með
föstum vöxtum²
Verðtryggð húsnæðislán lífeyrissjóða með
föstum vöxtum²
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
2012 2013 2014 2015
%
Mynd III-16
Meginvextir Seðlabanka Íslands
og vextir viðskiptabanka1
1. janúar 2012 - 21. október 2015
1. Einfalt meðaltal lægstu vaxta íbúðalána hjá Arion banka,
Íslandsbanka og Landsbanka. 2. Vextir fastir í 3-5 ár.
Heimildir: Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Seðlabanki
Íslands.
Meginvextir Seðlabanka Íslands
Óverðtryggð húsnæðislán viðskiptabanka með
breytilegum vöxtum
Óverðtryggð húsnæðislán viðskiptabanka með
föstum vöxtum²
Tékkareikningar einstaklinga
Óverðtryggðir sparnaðarreikningar
0
1
2
3
4
5
6
7
8
2012 2013 2014 2015