Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 36

Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 36
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 36 INNLENT RAUNHAGKERFI Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar neikvætt þrátt fyrir mikinn vöxt útflutnings Spáð er að innflutningur vaxi meira en útflutningur í ár og framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði því töluvert neikvætt annað árið í röð (mynd IV-15). Á fyrri hluta ársins var það raunin samkvæmt tölum Hagstofunnar þrátt fyrir mikinn vöxt útflutnings. Í spánni er áætlað að framlagið á seinni hluta ársins verði heldur neikvæðara en á þeim fyrri m.a. vegna þess að talið er að ekki verði framhald á jafn örum vexti tekna einkaleyfa og átti sér stað á öðrum ársfjórðungi. Á árinu í heild er spáð um 2 prósentna neikvæðu framlagi utanríkis- viðskipta til hagvaxtar og kemur það í kjölfar 3 prósentna neikvæðs framlags í fyrra. Horfur á minnkandi afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum Á síðasta ári nam afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði tæplega 6½% af landsframleiðslu. Á fyrri hluta þessa árs mældist áþekkur afgangur og í fyrra og horfur fyrir árið í heild eru svipaðar. Gert er ráð fyrir rétt liðlega 6% afgangi sem er nokkru minni afgangur en spáð var í ágúst. Líkt og í fyrri spá er gert ráð fyrir að afgangurinn minnki á næstu árum og er nú talið að hann verði kominn í um 5% á næsta ári og í 3% árið 2018 (mynd IV-16). Afgangur á viðskiptajöfnuði minnkar með áþekkum hætti Undirliggjandi halli frumþáttatekna að meðtöldum rekstrarframlögum nam 23 ma.kr. á fyrri helmingi ársins sem er ívið meiri halli en búist var við í ágústspánni þar sem bráðabirgðamat á frumþáttatekjum fyrir fyrsta fjórðung ársins var fært niður. Undirliggjandi viðskiptaafgangur nam 40 ma.kr. á fyrri helmingi ársins eða tæplega 4% af landsfram- leiðslu. Líkt og á við um vöru- og þjónustujöfnuð er útlit fyrir heldur minni afgang á undirliggjandi viðskiptajöfnuði á þessu ári en spáð var í ágúst. Horfurnar fyrir næstu ár hafa hins vegar lítið breyst og talið er að afgangur af undirliggjandi viðskiptajöfnuði minnki áfram og verði um ½% af landsframleiðslu árið 2018 (mynd IV-16). Gangi þetta eftir mun þjóðhagslegur sparnaður haldast yfir 20% af landsframleiðslu á spátímanum. Vinnumarkaður Örari fjölgun heildarvinnustunda en spáð var í ágúst Í síðustu spá Peningamála var gert ráð fyrir að áhrif kostnaðar- hækkana í nýgerðum kjarasamningum kæmu að einhverju leyti fram í hægari eftirspurn eftir vinnuafli. Fáar vísbendingar eru um þetta enn sem komið er þótt erfitt sé að meta hver eftirspurnin hefði orðið án svo mikilla kostnaðarhækkana. Vinnuaflseftirspurn jókst að vísu heldur hægar á þriðja fjórðungi ársins samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar (VMK) en hún gerði á fyrri hluta þess. Vöxturinn var hins vegar heldur kröftugri en spáð var. Heildarvinnustundum fjölgaði um 2,4% en samkvæmt spánni var áætlað að fjölgunin yrði tæp- lega 2%. Það sem af er ári hefur heildarvinnustundum fjölgað um 3,5%, en ólíkt því sem var á fyrri hluta ársins skýrist fjölgunin á þriðja fjórðungi ársins bæði af auknum fjölda starfandi fólks og meðalvinnu- stunda (mynd IV-17). Líkt og fjallað var um í maíhefti Peningamála 1. Fjöldi á vinnumarkaði sem hlutfall af mannfjölda 16-74 ára. 2. Fjöldi starfandi sem hlutfall af mannfjölda 16-74 ára. Aukning í hlutfalli starfandi kemur fram sem neikvætt framlag til breytinga á atvinnuleysi. 3. Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli. Vegna námundunar er samanlagt framlag ekki endilega jafnt heildarbreytingunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-18 Framlag til breytinga á atvinnuleysi 1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2015 Breyting frá fyrra ári (prósentur) Atvinnuþátttaka1 Hlutfall starfandi2 Atvinnuleysi3 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘14 ‘15‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07 Heimild: Gallup Mynd IV-19 Fyrirtæki sem hyggja á starfsmanna- breytingar á næstu 6 mánuðum % Fyrirtæki sem vilja fjölga starfsfólki Fyrirtæki sem vilja fækka starfsfólki Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga starfsfólki umfram þau sem vilja fækka því -60 -40 -20 0 20 40 60 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd IV-17 Breytingar á atvinnu og vinnutíma 1. ársfj. 2004 - 3. ársfj. 2015 Breyting frá fyrra ári (%) Fjöldi starfandi Meðalvinnutími Heildarvinnustundir -15 -10 -5 0 5 10 ‘14 ‘15‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.