Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 40

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 40
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 40 VERÐBÓLGA Megindrifkraftar aukinnar verðbólgu það sem af er ári hafa verið verðhækkanir innlendra þátta þ.e. húsnæðis, almennrar þjónustu og innlendrar vöru. Verðhækkun húsnæðis skýrði meira en ¾ hluta árs- verðbólgunnar í október og verðhækkanir á almennri þjónustu og innlendri vöru um 2/3 hluta hennar en verðlækkun innfluttrar vöru, einkum olíu, hefur dregið verulega úr verðbólgu (mynd V-3). Innlendur verðbólguþrýstingur virðist hafa aukist nokkuð undanfarna mánuði en innlend verðbólga (án húsnæðis) var 3,3% í október samanborið við 3% í júlí. Aftur á móti hafði verð á innfluttri vöru lækkað frá fyrra ári um 3,3% í október. Á þessa mælikvarða hefur því munurinn á innlendri og innfluttri verðbólgu aukist (mynd V-4). Mynd V-5 sýnir ennfremur að innlendur verðbólguþrýstingur á mælikvarða meðaltals nokkurra ólíkra þátta sem endurspegla innlendan kostnað hafði á öðrum árs- fjórðungi aukist jafnt og þétt frá miðju ári 2014. Áþekk þróun kemur í ljós ef dreifing verðhækkana á undirliðum vísitölu neysluverðs er skoðuð nánar. Þar vekur athygli að þrátt fyrir að verðbólga mælist enn lítil hefur að meðaltali rúmlega helmingur undirliða vísitölu neysluverðs hækkað í verði í hverjum mánuði það sem af er ári sem er svipað hlutfall og árið 2013 þegar meðalverðbólga var mun meiri eða 3,9% (mynd V-6). Aðrar vísbendingar benda einnig til þess að kostnaðarþrýstingur hafi aukist. Framleiðsluverð afurða sem seldar eru innanlands hafði hækkað um 4,3% á þriðja ársfjórðungi frá því á sama tíma í fyrra samanborið við 3,3% á öðrum fjórðungi. Samkvæmt niðurstöðum haustkönnunar Gallups sem gerð var í ágúst og september sl. bjuggust um 42% stjórnenda fyrirtækja við því að verð á vöru og þjónustu fyrir- tækisins myndi hækka á næstu sex mánuðum samanborið við 37% í vorkönnuninni í mars sl. Að sama skapi töldu tæplega 60% stjórnenda að verð á aðföngum fyrirtækisins myndi hækka á næstu sex mánuðum samanborið við 50% í mars (mynd V-7). Gengishækkun krónunnar og lækkun alþjóðlegs vöruverðs vegur upp á móti auknum kostnaðarþrýstingi Aukinn innlendan verðbólguþrýsting má að töluverðu leyti rekja til þeirra launahækkana sem samið var um í nýlegum kjarasamningum. Hins vegar virðist sem gengishækkun krónunnar á undanförnum mánuðum auk lækkunar á verði innfluttrar vöru hafi hingað til leitt til þess að verðlagsáhrifin af þessum kostnaðarhækkunum hafi enn sem komið er mælst lítil. Ekki er útilokað að áhrif gengishækkunar krónunnar til lækkunar verðlags séu nú meiri en oft áður þar sem gengishækkunina má að mestu leyti rekja til grunnefnahagsþátta (e. economic fundamentals) og hún hefur átt sér stað þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans (sjá kafla III). Í ljósi þess gætu fyrirtæki talið gengishækkunina varanlegri en t.d. á fyrri þensluskeiðum. Samsetning verðbólgunnar minnir þó töluvert á stöðuna á árunum 2003-2005 þegar mæld verðbólga var lítil m.a. vegna þess að gengi krónunnar hækkaði og innflutt verðbólga var lítil á sama tíma og innlendur verðbólguþrýstingur, sem kom m.a. fram í miklum hækkun- um á húsnæðisverði, var töluverður. Þegar gengi krónunnar gaf eftir árið 2006 jókst verðbólga hratt. Í ljósi mikils verðbólguþrýstings frá vinnumarkaði núna og vaxandi framleiðsluspennu í þjóðarbúskapnum eru því nokkrar líkur á að mæld verðbólga endurspegli ekki að fullu Mynd V-4 Innlend og innflutt verðbólga1 Janúar 2011 - október 2015 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Innflutt verðlag (32%) Innlent verðlag utan húsnæðis (45%) Húsnæði (23%) Verðbólgumarkmið 1. Innflutt verðbólga er nálguð með verði innfluttrar mat- og drykkjarvöru, nýrra bíla og varahluta, bensíns og annarrar innfluttrar vöru. Innlend verðbólga er nálguð með verði innlendrar vöru og almennrar og opinberrar þjónustu. Tölur í svigum sýna núverandi vægi viðkomandi liða í vísitölu neysluverðs. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 20152014201320122011 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘1520142013201220112010 Mynd V-5 Innlendur verðbólguþrýstingur1 1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2015 Breyting frá fyrra ári (%) Meðaltal Efri og neðri mörk vísbendinga um innlendan verðbólguþrýsting 1. Efri og neðri mörk fimm vísbendinga um innlendan verðbólguþrýst- ing. Vísbendingarnar eru launakostnaður á framleidda einingu, verðvísitala landsframleiðslu, verð almennrar þjónustu, verð innlendrar vöru og framleiðsluverð afurða sem eru seldar innanlands. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd V-6 Dreifing verðhækkana vísitölu neysluverðs Janúar 2010 - október 2015 12 mánaða breyting (%)% Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði (v. ás)¹ Hlutfall vöruflokka sem hækka umfram 2,5% á ársgrundvelli (v. ás) Vísitala neysluverðs (h. ás) 1. Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði er 3 mánaða miðsett meðaltal. Heimild: Hagstofa Íslands. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 201520142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.