Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 47

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 47
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 47 RAMMAGREINAR útflutnings viðskiptalanda okkar hingað til lands. Innflutningsverð í hlutfalli við innlent verðlag ákvarðast því af raungengi og innlendri eftirspurn: (3) (pm – p) = α(p + e – wpx) + δd þar sem pm er innflutningsverð í krónum, wpx er útflutningsverð viðskiptalanda Íslands og d er innlend eftirspurn. α mælir því gengis- leka innflutningsverðs. Að lokum ákvarðast innflutningsmagn af hlutfallslegu verði innflutnings og innlendri eftirspurn: (4) m = γ(pm – p) + μd þar sem m er innflutningur. γ mælir því verðteygni innflutnings, þ.e. áhrif breytinga hlutfallslegs innflutningsverðs í krónum á eftirspurn eftir útfluttum afurðum frá viðskiptalöndum Íslendinga. Mat á teygnistikum utanríkisviðskipta Ofangreindir teygnistikar eru metnir með ársfjórðungslegum gögn- um frá fyrsta ársfjórðungi 1990 til lokafjórðungs 2014.1 Þar sem gögnin eru ósístæð (e. non-stationary) er ekki hægt að nota hefð- bundna aðfallsgreiningu við mat á stikum og staðalfrávikum þeirra. Þess í stað er hér notast við FMOLS-aðferð Phillips og Hansen (1990). Jöfnumatið inniheldur einnig fasta og árstíðargervibreytur. Tafla 1 tekur saman niðurstöðurnar. Stikarnir eru allir tölfræðilega marktækir frá núlli og formerki þeirra og stærð er eins og búast mátti við. Hér er þó fyrst og fremst einblínt á áhrif gengisbreytinga á verð og magn inn- og útflutnings. Sam- kvæmt stikamatinu í töflu 1 veldur 1% varanleg gengishækkun því að innflutningsverð lækkar um 1,1% (= dpm⁄de = α). Gengisbreyting hefur því samsvarandi áhrif á innflutningsverðlag og gengislekinn í innflutningsverðlag því u.þ.b. fullkominn. Áhrif gengishækkunar á 1. Notast er við gagnagrunn þjóðhagslíkans Seðlabankans, QMM (sjá Ásgeir Daníelsson o.fl., 2015). Fyrir útflutningsjöfnurnar (jöfnur 1 og 2) er x mælt með magni útflutnings vöru og þjónustu, px með verðvísitölu útflutnings vöru og þjónustu, e með viðskipta- veginni gengisvísitölu (mældri sem verð erlendra gjaldmiðla gagnvart einni krónu), wp með viðskiptaveginni vísitölu neysluverðs í helstu viðskiptalöndum Íslendinga, wd með viðskiptaveginni vergri landsframleiðslu í helstu viðskiptalöndum Íslendinga, p með vísi- tölu neysluverðs og ulc með hlutfalli launakostnaðar og framleiðni á heildarvinnustund. Fyrir innflutningsjöfnurnar (jöfnur 3 og 4) er m mælt með innflutningi vöru og þjónustu, pm með verðvísitölu innflutnings vöru og þjónustu og wpx með viðskiptavegnu útflutn- ingsverði helstu viðskiptalanda. Að lokum kom best út að mæla d í jöfnu (3) með þjóðar- útgjöldum en með vergri landsframleiðslu í jöfnu (4). Þetta er einnig í samræmi við það sem gert er í rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (2015). Í innflutningsjöfnunni er einnig bætt við hlutfalli alþjóðaviðskipta af heimsframleiðslu sem mælikvarða á áhrif vaxandi sérhæfingar í alþjóðaviðskiptum (sjá Ásgeir Daníelsson o.fl., 2015). Áhrifaþáttur Stikamat Staðalfrávik Áhrif gengis á útflutningsverð (β) 0,129 0,057 Áhrif launakostnaðar á útflutningsverð (η) 0,411 0,090 Áhrif útflutningsverðs á útflutning (f) -0,929 0,266 Áhrif erlendrar eftirspurnar á útflutning (s) 0,912 0,041 Áhrif gengis á innflutningsverð (α) -1,103 0,040 Áhrif innlendrar eftirspurnar á innflutningsverð (δ) 0,621 0,019 Áhrif innflutningsverðs á innflutning (γ) -0,442 0,089 Áhrif innlendrar eftirspurnar á innflutning (μ) 0,966 0,102 Tafla 1 Mat á teygnistikum utanríkisviðskipta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.