Peningamál - 04.11.2015, Síða 47

Peningamál - 04.11.2015, Síða 47
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 47 RAMMAGREINAR útflutnings viðskiptalanda okkar hingað til lands. Innflutningsverð í hlutfalli við innlent verðlag ákvarðast því af raungengi og innlendri eftirspurn: (3) (pm – p) = α(p + e – wpx) + δd þar sem pm er innflutningsverð í krónum, wpx er útflutningsverð viðskiptalanda Íslands og d er innlend eftirspurn. α mælir því gengis- leka innflutningsverðs. Að lokum ákvarðast innflutningsmagn af hlutfallslegu verði innflutnings og innlendri eftirspurn: (4) m = γ(pm – p) + μd þar sem m er innflutningur. γ mælir því verðteygni innflutnings, þ.e. áhrif breytinga hlutfallslegs innflutningsverðs í krónum á eftirspurn eftir útfluttum afurðum frá viðskiptalöndum Íslendinga. Mat á teygnistikum utanríkisviðskipta Ofangreindir teygnistikar eru metnir með ársfjórðungslegum gögn- um frá fyrsta ársfjórðungi 1990 til lokafjórðungs 2014.1 Þar sem gögnin eru ósístæð (e. non-stationary) er ekki hægt að nota hefð- bundna aðfallsgreiningu við mat á stikum og staðalfrávikum þeirra. Þess í stað er hér notast við FMOLS-aðferð Phillips og Hansen (1990). Jöfnumatið inniheldur einnig fasta og árstíðargervibreytur. Tafla 1 tekur saman niðurstöðurnar. Stikarnir eru allir tölfræðilega marktækir frá núlli og formerki þeirra og stærð er eins og búast mátti við. Hér er þó fyrst og fremst einblínt á áhrif gengisbreytinga á verð og magn inn- og útflutnings. Sam- kvæmt stikamatinu í töflu 1 veldur 1% varanleg gengishækkun því að innflutningsverð lækkar um 1,1% (= dpm⁄de = α). Gengisbreyting hefur því samsvarandi áhrif á innflutningsverðlag og gengislekinn í innflutningsverðlag því u.þ.b. fullkominn. Áhrif gengishækkunar á 1. Notast er við gagnagrunn þjóðhagslíkans Seðlabankans, QMM (sjá Ásgeir Daníelsson o.fl., 2015). Fyrir útflutningsjöfnurnar (jöfnur 1 og 2) er x mælt með magni útflutnings vöru og þjónustu, px með verðvísitölu útflutnings vöru og þjónustu, e með viðskipta- veginni gengisvísitölu (mældri sem verð erlendra gjaldmiðla gagnvart einni krónu), wp með viðskiptaveginni vísitölu neysluverðs í helstu viðskiptalöndum Íslendinga, wd með viðskiptaveginni vergri landsframleiðslu í helstu viðskiptalöndum Íslendinga, p með vísi- tölu neysluverðs og ulc með hlutfalli launakostnaðar og framleiðni á heildarvinnustund. Fyrir innflutningsjöfnurnar (jöfnur 3 og 4) er m mælt með innflutningi vöru og þjónustu, pm með verðvísitölu innflutnings vöru og þjónustu og wpx með viðskiptavegnu útflutn- ingsverði helstu viðskiptalanda. Að lokum kom best út að mæla d í jöfnu (3) með þjóðar- útgjöldum en með vergri landsframleiðslu í jöfnu (4). Þetta er einnig í samræmi við það sem gert er í rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (2015). Í innflutningsjöfnunni er einnig bætt við hlutfalli alþjóðaviðskipta af heimsframleiðslu sem mælikvarða á áhrif vaxandi sérhæfingar í alþjóðaviðskiptum (sjá Ásgeir Daníelsson o.fl., 2015). Áhrifaþáttur Stikamat Staðalfrávik Áhrif gengis á útflutningsverð (β) 0,129 0,057 Áhrif launakostnaðar á útflutningsverð (η) 0,411 0,090 Áhrif útflutningsverðs á útflutning (f) -0,929 0,266 Áhrif erlendrar eftirspurnar á útflutning (s) 0,912 0,041 Áhrif gengis á innflutningsverð (α) -1,103 0,040 Áhrif innlendrar eftirspurnar á innflutningsverð (δ) 0,621 0,019 Áhrif innflutningsverðs á innflutning (γ) -0,442 0,089 Áhrif innlendrar eftirspurnar á innflutning (μ) 0,966 0,102 Tafla 1 Mat á teygnistikum utanríkisviðskipta

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.