Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 55
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
55
RAMMAGREINAR
Gjaldahlið
Nokkurs aðhalds er gætt á gjaldahlið. Flestir rekstrarmálaflokkar
hækka um 1% að raunvirði en ellilífeyrir, lyf og lífeyrisskuldbindingar
vaxa meira. Gert er ráð fyrir að aðhaldsmarkmið í útgjaldarömmum
fyrir árið 2016 verði 0,5% fyrir skólakerfi og heilbrigðis- og öldr-
unarstofnanir en 0,75% fyrir aðrar stofnanir og verkefni. Þetta gerir
það að verkum að dregið er úr aðhaldi frá voráætlun sem nemur 3,3
ma.kr. en auk þess er útgjaldasvigrúm aukið um 3,5 ma.kr. frá því
sem var í voráætlun og verður því 7,5 ma.kr. Á móti þessu vegur
lækkun útgjalda vegna nokkurra óreglulegra liða frá voráætlun um
5,1 ma.kr. Að samanlögðu hækka frumgjöld því um 13 ma.kr. frá
voráætluninni. Rekstrargjöldin sem hlutfall af landsframleiðslu lækka
hins vegar um 0,5 prósentur. Það sama á við um rekstrar- og neyslu-
tilfærslur en þær lækka um 0,6 prósentur af landsframleiðslu.
Í frumvarpinu er miðað við að launaliður ríkissjóðs hækki um
9,5% árið 2016 sem felur í sér endurmat á launaforsendum fjár-
laga 2015, einkum vegna áætlaðra launahækkana á seinni helmingi
þessa árs, sem hafa áhrif á ársgrundvelli á launakostnað ársins 2016.
Á árunum 2017-2019 er gert ráð fyrir 3,7-4,7% hækkun launa-
kostnaðar sem er nokkuð umfram verðbólguspá. Sú forsenda var
sett fyrir úrskurð gerðardóms í málum Bandalags háskólamanna og
Félags hjúkrunarfræðinga en gera má ráð fyrir auknum útgjalda-
þrýstingi vegna hans. Óvissa var um niðurstöður kjarasamninga og
þess vegna var m.a. mynduð óskipt fjárheimild sem á að gefa svig-
rúm til að mæta frávikum, einkum í tengslum við launa-, gengis- og
verðlagsforsendur frumvarpsins og til að mæta ófyrirséðum skuld-
bindingum sem kunna að falla til á hverju ári. Þessi fjárheimild nemur
u.þ.b. 6 ma.kr.
Það markmið sem sett var í voráætlun um að viðhalda sama
fjárfestingarstigi á tímabilinu sem svarar til 1,2% af landsframleiðslu
heldur gildi sínu og er framlengt. Það felur í sér svigrúm, sem mynd-
ast frá og með árinu 2017, til nýrra fjárfestingarverkefna sem komi
í stað þeirra sem lokið er á tímabilinu. Í töflu 4 má sjá yfirlit yfir þær
breytingar sem verða á afkomu ríkissjóðs árið 2016 frá voráætlun
ríkisfjármála í apríl til afkomu samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins
2016.