Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 57

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 57
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 57 RAMMAGREINAR taka árið 2008 en það ár breyttist einna mest við endurskoðun þjóð- hagsreikninga í september sl. Fyrstu tölur fyrir árið 2008 voru birtar í mars 2009 og sýndu 8,3% hækkun launa og launatengdra gjalda milli ára (mynd 3). Á þeim rúmu sex árum sem eru liðin síðan fyrstu tölur birtust fyrir árið 2008 hefur matið breyst í hvert sinn sem nýjar tölur birtust og oft verulega. Samkvæmt nýjustu tölum fyrir árið 2008 hafa laun og launatengd gjöld hækkað um 3,1% milli ára eða 5,2 prósentum minna en samkvæmt fyrstu birtu tölum og 4,1 pró- sentu minna en talið var í mars sl. Sá munur sem er á þeim tölum sem notaðar voru í þeirri spá sem birt var fyrir uppfærslu þjóðhags- reikninga og nýjustu uppfærslu er því helsti skekkjuvaldur áætlunar launa fyrir líðandi ár. Áætlun launa á spátímanum Til að áætla launaþróun á nýliðnum tíma og á spátímanum er lagt mat á kjarasamningsbundnar hækkanir launa bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði, hækkanir í tengslum við framkvæmd samninga og launaskrið. Við mat á kostnaðaráhrifum umsaminna launahækkana er stuðst við kostnaðarmat samningsaðila sem segja má að gefi gólfið á matinu. Síðan er lagt mat á hvernig umsamdar hækkanir munu koma fram í tengslum við framkvæmd kjarasamn- inga í fyrirtækjum og stofnunum m.a. með því að ræða við fyrirtæki, stofnanir og stéttarfélög. Sem dæmi má nefna að í síðasta kjara- samningi var m.a. samið um að frá grunnlaunahækkun ársins í ár skyldi draga þær launahækkanir sem starfsmaður hefði fengið frá febrúar 2014. Það er hins vegar líklegt að einhverjir atvinnurekendur framkvæmi kjarasamninginn með öðrum hætti. Hafi starfsmaður t.d. fengið hækkun á tímabilinu vegna þess að hann hefur tekið að sér aukin verkefni eru sennilega fáir atvinnurekendur sem draga þá hækkun frá við útreikning á launahækkun starfsmannsins. Einnig er lagt mat á áætlað launaskrið á spátímabilinu. Ekki er til nein ein skilgreining á hvað nákvæmlega er átt við með orðinu launaskrið. Samkvæmt íslensku alfræðiorðabókinni er launaskrið ,,hækkun launa umfram ákvæði kjarasamninga, af völdum yfirborg- ana“. Samkvæmt þessari skilgreiningu væri það launaskrið sem nefnt var í dæminu hér að framan um kostnað við framkvæmd samninga. Við mat Seðlabankans á launaskriði á spátímanum er einnig horft til allra annarra þátta sem gætu haft áhrif á launaþróun en samn- ingsbundinna hækkana og kostnaðar við framkvæmd samningsins. Þættir eins og bónusar og álagsgreiðslur skipta hér máli, en mestu skiptir þó hvort og þá hve mikill slaki eða spenna er á vinnumarkaði.2 Mismunandi niðurstaða eftir því hvaða forsendur eru notaðar Til að skýra ferlið við mat á launaþróun frekar er hægt að skoða hvaða áhrif mismunandi forsendur hafa á hækkun launa milli árs- meðaltala 2014-2015. Útgangspunkturinn er mat bankans á hækk- un launa í ár en í spánni sem birt er í þessu hefti Peningamála er gert ráð fyrir að laun hækki um 10,4% milli ársmeðaltala. Þetta er sama hækkun og var í spánni sem birt var í ágúst þrátt fyrir að nú sé gert ráð fyrir að laun hækki meira í ár en þá var áætlað og er skýringin sú að nýjar tölur Hagstofunnar sýna að laun voru að meðaltali hærri 2014 en fyrri tölur höfðu sýnt. Ef hins vegar væri gengið út frá tölum Hagstofunnar eins og þær voru fyrir endurskoðun hefði hækkunin milli ársmeðaltala orðið 10,9% eða 0,5 prósentum meiri en í ágúst- spánni. Ef miðað væri við þróun launavísitölunnar árið 2014 en ekki þjóðhagsreikninga væri hækkunin milli ársmeðaltala í ár hins vegar 10,1%. 2. Seðlabankinn hefur haft tilhneigingu til að vanmeta launaskrið sem hefur orsakað skekkjur í spám bankans. Mynd 3 Laun og launatengd gjöld árið 2008 eftir birtingarári Breyting frá fyrra ári (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Sept.MarsSept.Mars‘13‘12‘11‘10‘09 2014 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.