Skírnir - 01.04.1989, Page 18
12
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
lega af skráðum íbúum tiltekins byggðarlags reynast vera „nýliðar"
við lok afmarkaðs tímabils, samanborið við upphaf þess. Eins hef-
ur danski sagnfræðingurinn Hans Chr. Johansen kannað eftir
manntölum íbúaskipti í 26 sveitasóknum í Danmörku á tímabilinu
1787-1801. Hvað íslensk byggðarlög varðar, gera sóknarmannatöl
(sálnaregistur) kleift að reikna út íbúaskipti á síðari helmingi 18.
aldar. Eftirfarandi tvær töflur sýna niðurstöður slíks útreiknings
varðandi tvö íslensk prestaköll upp úr miðri 18. öld, tvö þorpssam-
félög á Englandi á 17. öld og dönsku sveitasóknirnar 26.
Nokkrum vandkvæðum er bundið að bera þessar niðurstöður
saman eftir löndum. Dönsku sóknirnar voru valdar út frá því sjón-
armiði að þær gæfu sem réttasta mynd af sveitabyggðum í Dan-
mörku. Aftur á móti er óljóst hve ensku og íslensku staðfélögin
Tafla 1.
íbúaskipti í Englandi, Danmörku og á íslandi
á 17.-18. öld.
I Ibúafjöldi í upphafi II Ibúafjöldi í lokin III Árabil IV Ibúa- skipti* %
Cogenhoe 1618-1628 185 180 10 52
Clayworth 1676-1688 Danskar sveitasóknir 401 412 12 62
(26) 1787-1801 6696 7367 14 59
Eyvindarhólar 1751-1762 . . 414 395 11 46
Reykholt 1760-1770 245 243 10 42
* Þ.e. hlutfall „nýliða" í dálki II miðað við dálk I.
Heimildir: (England) Peter Laslett: „The Study of Social Structure from Listings of
Inhabitants", í An Introduction to English Historical Demography from the 16th to the
19th Century. Ritstsj. D.E.C. Eversley o.fl. (London 1966), 160-66; sami: The World We
Have Lost, further explored, 3. ed. (London 1983), 75.
(Danmörk) Johansen: Befolkningsudvikling og familiestruktur, 129 (t. 8.43).
(ísland, Eyvindarhólar) Þjskjs. Prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl. Sóknarmannatal
Eyvindarhóla, Rang., 1751-1782; Manntal 1762. Suðuramt.
(ísland, Reykholt) Þjskjs. Sóknarmannatal Reykholts, Borg., 1754-1782.