Skírnir - 01.04.1989, Page 20
14
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
subsistence migration)“ eftir miðja 17. öld, á sama tíma og árstíða-
bundnir flutningar færðust mjög í vöxt.19
Hvað sem líður ástæðunum fyrir þeim mismun á íbúaskiptum
sem tafla 1 sýnir, er vert að benda á að skv. töflu 2 kemur fram
nokkur munur á hvernig flokkarnir „nýliðar" og „horfnir" eru
saman settir: meðal „nýliða" er hlutfall fæddra („innfæddra")
nokkuð hærra í Reykh.prk. en í Cogenhoe (39% :31 %); að sama
skapi eru aðfluttir hlutfallslega færri.20A hinn bóginn verður ekki
ráðið af gögnunum hve margir fluttu að jafnaði inn árlega á tímabil-
inu þar sem útreikningurinn miðast eingöngu við þá sem bættust í
hópinn, eins og hann var í upphafi, og héldust í honum til loka; þeir
sem fluttu inn og svo aftur brott í millitíðinni koma hér hvergi
fram. Sama máli gegnir að þessu leyti um brottflutta.21
Dönsku niðurstöðurnar virðast benda til þess að íbúaskipti hafi
verið öllu hægari í Danmörku í lok 18. aldar en í ensku staðfé-
lögunum tveimur á 17. öld. „Nýliðun“ í dönsku sóknunum bygg-
ist líka í mun ríkari mæli en í Cogenhoe á fæðingum innan sóknar
og að sama skapi minna á aðflutningi fólks. Þetta bendir til þess að
landafræðilegur hreyfanleiki hafi verið eitthvað minni í Danmörku
en gerðist a.m.k. sums staðar á Englandi. Og leyfi maður sér á ann-
að borð að álykta eitthvað almennt af dæmi Reykh.prk., kann
munurinn sem hér kemur fram, samanborið við dönsku sveita-
sóknirnar, á hlutfalli „fæddra í sókn“ og „greftraðra í sókn“, sem
og á hlutfalli „aðfluttra“ og brottfluttra“, að benda í sömu átt.
Jafn fátæklegum upplýsingum og til er að dreifa um fólksflutn-
inga á Islandi á 18. öld er betra en ekki að geta gripið til mælistik-
unnar íbúaskipti. I dæmi Reykh.prk. sýnir hún þannig að á einum
áratug átti „endurnýjun“ á íbúum sóknarinnar sér stað í ríkari mæli
á þann hátt að nýir einstaklingar fluttu inn heldur en með því móti
að þeir yxu upp „innan frá“, sem afkvæmi fólks sem bjó fyrir í
sókninni. Og á hinn bóginn, af þeim sóknarmönnum sem hurfu
voru brottfluttir langtum fleiri, undir venjulegum kringumstæð-
um, en hinir sem féllu frá innan sóknar. I þessum skilningi er óhætt
að heimfæra til íslenska sveitasamfélagsins það sem hermt var að
ofan um England á 17. öld að íbúarnir voru „furðu hreyfanlegir".
Nú er óvíst að niðurstöður af samanburði á íbúaskiptum á Eng-
landi og Islandi, þær sem töflur 1 og 2 sýna, gildi óbreyttar um hús-