Skírnir - 01.04.1989, Page 24
18
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
ingu sleppir 1778. Tveir öftustu dálkarnir í töflu 3 eru því ekki fylli-
lega sambærilegir við hina fjóra. Ennfremur skal tekið fram að við
mat á ferli ábúðar á hverju skeiði er aðeins miðað við hver bjó á býl-
inu fyrsta og síðasta árið.
Tafla 3 er einkum til þess fallin að varpa ljósi á hversu ábúðar-
hættir gátu verið breytilegir frá einu tímaskeiði til annars. A fyrsta
skeiðinu, sem fellur saman við harðærið mikla á seinni hluta sjötta
áratugarins, einkenndist ábúðin af miklu losi:32 „sömu ábúendur“
héldust aðeins á liðlega 40% allra ábýla, á öllum öðrum urðu ábú-
endaskipti. Þessi skipti felast raunar að miklu leyti í því að þeir
ábúendur, sem voru fyrir í prestakallinu, víxluðu býlum innbyrðis
(sbr. hið háa hlutfall þeirra, í flokki II, sem voru „áður ábúandi í
sókninni“). Eftir þetta fyrsta fimm ára skeið hafði ábúðin aftur á
móti tilhneigingu til þess að verða tiltölulega stöðug. Þannig skipti
um ábúendur á aðeins um fjórðungi býla 1769-1774 og 15% býla
1774—1778. Á næstu árum þar á eftir hattar aftur fyrir vaxandi losi.
Þegar litið er á það eitt hvernig ábúð í prestakallinu stóð í lok
hvers skeiðs, miðað við upphaf þess, lætur nærri að ábúendaskipti
hafi orðið að meðaltali á hverju tímaskeiði á fjórum býlum af hverj-
um tíu. Um nýja ábúendur á einstökum býlum gildir að fullt eins
algengt er að þeir flytji af öðrum býlum í prestakallinu og hitt að
þeir komi úr annarri sókn eða stofni sem sóknarmenn til búskapar
í fyrsta sinn. En þessi útreikningur miðast, eins og áður segir, að-
eins við stöðu ábúðar við upphaf og lok hvers tímaskeiðs. Hann
innifelur m.ö.o. ekki öll ábúendaskipti sem áttu sér raunverulega
stað: nýir ábúendur, sem tóku við ábýlisjörðum um miðbik hvers
skeiðs og bjuggu þar aðeins í 1-2 eða í hæsta lagi 3 ár, koma ekki
fram í þessari talningu. Þeir eru aftur sýndir í lið II c); hér sést að
ekki skiptir verulegu máli hvort slík ábúendaskipti eru talin með
eða ekki nema hvað fyrsta skeiðið áhrærir.33
Nú má ætla að ábúðartími hafi verið breytilegur eftir því hvers
konar jarðir áttu í hlut. I töflu 4 eru jarðir flokkaðar eftir því hve
margir ábúendur koma fram á einstökum jörðum á þessu tæplega
þrjátíu ára tímabili.
Taflan sýnir mjög áberandi mun á jörðum í sókninni eftir því hve
margir ábúendur koma þar við sögu á tímabilinu. Algengast er að