Skírnir - 01.04.1989, Page 28
22
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
samir að geta hafið búskap á tiltölulega góðri jörð höfðu síst ástæðu
til að skipta um ábýli.40
Frá þessari hagsbótarreglu voru þó margar undantekningar. Þær
koma bæði fram í því að einstaka búendur bjuggu lengi, jafnvel alla
búskapartíð sína, á lélegum jörðum og aðrir skiptu um ábýli einu
sinni eða oftar án þess að séð verði að hagur þeirra hafi vænkast við
skiptin - enda hafa þeir einatt staðið frammi fyrir kostum sem eig-
endur jarðanna skömmtuðu.41 Gleggsta dæmið um fyrri hópinn er
Guðmundur Auðunarson og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir, á
Hægindi; þessi jörð var kölluð heimaland kirkjulénsins Reykholts
og því ekki tíunduð en svipaði að landskuld og áhöfn til skikkan-
legrar hjáleigu (8-10 hdr.). Hér bjó Guðmundur sannanlega frá
1748, þá 30 ára, samfellt til loka (1781), þ.e. í 33 ár hið minnsta.42
Góður fulltrúi síðarnefnda hópsins er Jón nokkur Guðmunds-
son. Hann kvæntist árið 1744, þá þrítugur, Vilborgu Jónsdóttur
(21 árs). Þremur árum síðar bjuggu þau hjón í Gröf (öðru nafni
Grafarkoti), 16 hdr. jörð. Arið 1753 voru þau sannanlega flutt að
Steðja, 12 hdr. jörð,43 en þaðan fluttust þau 1758 að Búrfelli; þegar
hér var komið sögu höfðu þau hjón eignast sjö börn, þar af voru sex
á lífi. Sýndist nú horfa betur fyrir þeim en áður þar sem Búrfell var
24 hdr. jörð. En af einhverjum ástæðum fluttust þau þaðan árið eft-
ir að Kletti sem var 8 hdr. hjáleiga frá Deildartungu. Hér hokruðu
hjónin fram til ársins 1771; á þessu skeiði eignuðust þau síðasta
barn sitt, hið þrettánda í röðinni. Síðasta ábýlisjörð þeirra var svo
Skáneyjarkot (10 hdr.) þar sem þau bjuggu enn 1781.44 Hér er því
skýrt dæmi um búandi fólk sem tókst ekki, líklega vegna ómegðar,
að halda þeirri ábúðarstöðu sem það hafði þó náð um miðbik bú-
skapartíðar sinnar.
Að því er best verður séð var sjaldgæft að sonur tæki við ábúð af
föður. A þessu tímabili finnast í Reykh.prk. aðeins þrjú skýlaus
dæmi um þetta. I þessum tilvikum fylgdi ábúð sonar í kjölfar frá-
falls föður sem hafði búið áratugum saman á hlutaðeigandi jörð.
Þegar á heildina er litið koma þannig fram mjög lausleg tengsl milli
ættar og ábúðar.