Skírnir - 01.04.1989, Page 34
28
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
Hvað varðar þessa síðarnefndu, vekur ekki síður athygli að eigin-
konur þeirra eru allar fæddar utan prestakallsins. Og í heild á að-
eins um fimmtungur langt aðfluttra húsráðenda konur sem fæddar
eru í prestakallinu . Eftir þessu að dæma virðist Reykh.prk. ekki af
sjálfu sér hafa séð hinum tiltölulega mörgu vinnumönnum, sem
komu þangað lengra að, fyrir góðum giftingarmöguleikum: til þess
að festa ráð sitt og stofna bú munu flestir þeirra hafa orðið annað-
hvort að taka saman við aðfluttar vinnukonur eða vistráðast út fyr-
ir prestakallið. Svipuðu máli ætti raunar að hafa gegnt um vinnu-
konurnar því að af 21 húsmóður, sem fædd er í „öðrum héruðum“,
var aðeins ein gift karli fæddum í prestakallinu, en 15 voru giftar
körlum fæddum í „öðrum héruðum“.
Samanburður á Reykh.prk. og Reykjanessóknunum, sem ein-
kennast af miklum landfræðilegum hreyfanleika, gefur tilefni til
einnar athugasemdar í viðbót. Nokkur munur er á því hve langt að
aðfluttar húsmæður eru komnar samanborið við húsbændur (hlut-
fallslega færri konur en karlar eru komnar úr „öðrum héruðum“).55
Þessi kynbundni munur á flutningsmynstri stendur eflaust í sam-
bandi við hefðbundna verkaskiptingu kynjanna og ólíka þjóðfé-
lagsstöðu þeirra að öðru leyti.56
Byggðarlögin þrjú sem hér hafa verið könnuð og liggja öll í suð-
vesturhluta landsins minna á hve ísjárvert er að draga almennar
ályktanir af einstökum dæmum um búferli og vistferli á Islandi á
þessu tímabili. Þau sýna t.d. að hlutfall aðfluttra/innfæddra meðal
þeirra, sem skipuðu í upphafi 19. aldar stöðu húsráðenda og vinnu-
hjúa, fer ekki einhliða eftir því hvort um er að ræða landbúnaðar-
eða sjósóknarbyggð. Þannig er ljóst að Reykh.prk. hefur átt miklu
tíðari „mannaskipti“ við sjávarbyggðir en Grímsnessóknirnar þó
að landfræðileg lega þeirra hefði ekki, að því er virðist, átt að valda
hér mun á. Eins bendir Reykholtsdæmið til þess að tengsl bústofn-
unar og vistferla séu flóknari en gera hefði mátt ráð fyrir að órann-
sökuðu máli. A.m.k. kemur á óvart hve fátítt virðist að aðflutt
vinnuhjú í Reykh.prk. hafi stofnað þar til búskapar57 - og gefur
þetta e.t.v. vísbendingu um flökkuhneigð þessa félagsflokks (sbr.
hér framar s. 11). Á móti vegur aftur dæmi Grímnsnessóknanna
sem voru að verulegu leyti sjálfu sér nógar urn vinnufólk.