Skírnir - 01.04.1989, Side 43
SKÍRNIR STAÐFESTI í FLÖKKUSAMFÉLAGI?
37
29. í bókstaflegum skilningi voru hjáleigur ekki nema fjórar en hér er bætt
við jörðinni Hægindi sem skv. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns 4 (Kh. 1925-27), 227, var „kallað heimaland Reykholtsstað-
ar“. Með hliðsjón af jarðabókinni kveður Björn Teitsson „orðið
heimaland haft um eins konar millistig á milli lögbýlis og hjáleigu, þó
skyldara hjáleigu". (Tilv. rit, 78.)-Hér á eftir þykir rétt að undanskilja
prestssetrið Reykholt í útreikningum, sbr. töflur 3-5.
30. Þessar upplýsingar, eins og aðrar yfirleitt í þessum kafla, eru sóttar í
sóknarmannatal Reykholts 1754-1782, og að auki í Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns 4, 217-39.
31. Sjá Björn Lárusson: The Old Icelandic Land Registers (Lund 1967),
82.
32. I athugun Helga Skúla Kjartanssonar: Tilv. gr., 19-20, koma fram
sambærileg áhrif harðæris á ábúðarfestu á síðari helmingi 19. aldar.
Aftur á móti kemst Erlingur Brynjólfsson að þeirri niðurstöðu í rann-
sókn sinni á búferlaflutningum bænda í Skagafirði (að Fljótum undan-
skildum) á 19. öld að „árferði skiptir ekki meginmáli í sambandi við
búferlaflutninga, nema þegar vesturferðir koma inn í dæmið, sem einn
hlekkur í orsakakeðju.“ (Tilv. ritg. (sjá aftanmgr. 8), 55.)
33. Talning vandast í hvert skipti sem jörð fer í eyði á einhverju tímaskeiði
eða tvíbýli leggst af og hefst svo ef til vill aftur á hinu næsta. Hér er fylgt
þeirri reglu að telja til „ábúendaskipta" þegar eyðijörð er byggð aftur
af öðrum ábúanda en þeim sem bjó þar næst á undan. Aftur á móti telj-
ast „ábúendaskipti" ekki eiga sér stað þegar nýr ábúandi hefur búskap
í tvíbýli við annan ábúanda sem fyrir var á jörðinni.
34. Eins og áður segir var ein jörð (Hæll) í sjálfsábúð í upphafi tímabilsins
en óljóst er hvort svo hefur verið áfram. Svo mikið er víst að fimm
ábúendur koma þar við sögu á tímabilinu.
35. Sjá Björn Teitsson og Magnús Stefánsson: Tilv. gr., 165-67.
36. I einstaka tilvikum var hægt að rekja „sama ábúanda“ allt aftur undir
1732 en þá hefst prestsþjónustubókin sem færð var samfellt upp frá
því.
37. Eins og gögnin liggja fyrir er ekki mögulegt að reikna út af neinni ná-
kvæmni meðalábúðartíma búenda á einstökum jörðum; en gróf ágisk-
un, byggð á töflu 3 hér að framan, bendir til að hann hafi numið 10-11
árum. Fari þetta nærri réttu lagi, hefur ábúð verið mun stöðugri hér en
líkur benda til að raunin hafi verið í Skagafirði á síðustu öld, sjá Helgi
Skúli Kjartansson: Tilv. gr., 20-22.
38. Með hliðsjón af töflu 3 er ljóst að slík samfelld ábúð var mun algengari
á síðari heldur en á fyrri helmingi tímabilsins.
39. Ekki er svo að skilja að búendum tækist alltaf að halda „bestu“ jörð
sinni; með öðrum orðum, síðasta ábýli þeirra er fjarri því alltaf það
„besta“ sem þeir komust yfir á búskaparferli sínum.