Skírnir - 01.04.1989, Qupperneq 44
38
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
40. Tvö dæmi skulu hér nefnd. Þórður Rafnsson bjó frá því hann kvæntist
fyrst 25 ára að aldri (hann var tvígiftur) á Litla-Kroppi (16 hdr.) frá
1732-1778. Og Þorleifur Asmundsson bjó á Hofsstöðum í a.m.k. fjóra
áratugi, frá 45 ára aldri 1732 til 86 ára aldurs 1772. Síðan réð raunar
ekkja hans fyrir búi í eitt ár og þá tók sonur þeirra við.
41. Olafur Olavius áfellist þannig jarðeigendur fyrir að neita stundum að
endurnýja leigusamninga með þeim afleiðingum að jarðir fari í eyði, sjá
Oeconomisk Reise igiennem de nordvestlige, nordlige, og nordostlige
Kanter af Island 1 (Kbh. 1780), 393. Sjá einnig hér framar aftanmgr. 3.
Um samskipti leiguliða og jarðeigenda vísast annars til Þorvaldar
Thoroddsens: Lýsing íslands 3 (Kh. 1919), 27-76.
42. Skv. prestsþjónustubók eignuðust þau hjón 10 börn (hið fyrsta fætt
1746) en fimm þeirra dóu á fyrsta ári.
43. Heimild fyrir þessu er prestsþjónustubók Reykholts 1732-1754.
44. Skv. sálnaregistri þessa árs bjuggu aðeins þrjú af þeim ellefu börnum
sem voru lífs 1771 heima hjá foreldrunum.
45. Aðeins skal þess getið að Reykholtssafnið geymir einstaka „góð“
dæmi um þetta. Þannig hófu þrír synir Péturs nokkurs Þorvaldssonar
(sem hafði lengi ábúð í sókninni, fyrst á Steindórsstöðum og síðan á
Uppsölum) búskap í sókninni áður en faðirinn féll frá, 73 ára að aldri.
46. Sjá Sveinbjörn Rafnsson: „Búfé og byggð við lok Skaftárelda og
Móðuharðinda", í Skaftáreldar 1783-1784. Ritgerðir og heimildir (Rv.
1984), 172-76; Kristjana Kristinsdóttir: „Afleiðingar Skaftárelda og
Móðuharðinda í Suður-Múlasýslu“, sama rit, 184-85.
47. Hér er ekki gerður greinarmunur á eiginlegum húsmæðrum og konum
(yfirleitt ekkjum) sem réðu fyrir búi. Ennfremur eru bústýrur (tvær)
taldar með þar sem þær má telja staðgengla húsmæðra.
48. Þegar hér var komið sögu (1816), tilheyrðu þessar sóknir Utskála-
prestakalli (þriðja sóknin var Utskálar) en höfðu fram til 1811 myndað
ásamt Njarðvíkursókn Hvalsnessprestakall. Um þetta leyti voru íbúar
í Hvalsnes- og Kirkjuvogssóknum ámóta margir og í Reykh.prk.
(247:254).
49. Skv. manntalinu 1816 töldu þessar tvær sóknir 265 íbúa. Ásamt Mið-
dalssókn og Klausturhólasókn mynduðu þær til samans Grímsness-
hrepp.
50. Þessaniðurstöðuberaðmetaíljósiþessaðafþeim 16ábúendum 1801,
sem voru horfnir úr tölu búenda 1816, var réttur helmingur 50 ára eða
eldri og margir þeirra því eðlilega fallnir frá eða hættir búskap 1816, sjá
Manntal á íslandi 1801. Suðuramt (Rv. 1978), 284-88.
51. Sjá t.d. Skúli Magnússon: „Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu“, í
Landnám Ingólfs. Safn tilsöguþess, 1 (Rv. 1935-36), 114-16; Brandur
Guðmundsson: „Lýsing á Höfnum“, Blanda 2 (Rv. 1921-23), 51.
52. Kristleifur Þorsteinsson vitnar um það að á síðari helmingi 19. aldar
hafi verið „fá dæmi um Borgarfjörð, að fólk flytti héðan í sjóþorpin“.