Skírnir - 01.04.1989, Page 51
SKÍRNIR UM ÁSTHNEIGÐ í BÓKMENNTUM
45
an unað og af er látið í klámbókunum. Petta er sérlega sár reynsla
fyrir reynslulaust fólk. Hverjum manni ætti engu að síður að vera
leyfilegt að beina huganum á vit hvers kyns fáránleika, ef hann er
einn með sjálfum sér eða með trúbræðrum sínum og systrum í anda
og líkamlegu atferli. Það er ekki hægt að vera andstæður slíku
fremur en iðnbyltingunni, þegar getnaðurinn sagði að mestu skilið
við ljóðræna þörf og fólk byrjaði að hemja frjósemi sína á skipu-
lagðan hátt og með verulegum árangri. Það ól ekki börn til að senda
þau í verksmiðjurnar í sömu hugljómun og sagt er í bókum að
bændúr hafi sent börn sín út á akurinn, vegna þess að það ku vera
svo hollt að böðlast þar. Ég hef aldrei skilið það lífsviðhorf, að líf
og hollustu sé fremur að finna á akri en öðrum stöðum. Getur verið
mannbætandi lífsfylling í því t. d. að taka upp kartöflur, hvort sem
það er gert í skáldsögu eða í flagi, það að reka skófluna í jörð með
öðrum fæti, velta um moldarköggli, krafsa úr honum kartöfluber
og láta í fötu uns hún er full? Þá er hvolft úr henni kannski í tunnu-
poka. Hvað er mannbætandi í þessu? En látum kröfur fólks til lífs-
ins við kartöfluupptöku liggja milli hluta ásthneigðarinnar, nema
það stökkvi frá skóflu og fötu og taki upp kartöflur með táknræn-
um hætti í lok bókarkafla.
Hvort sem ásthneigð vaknar í kartöfluflagi eða á öðrum stöðum,
er forsenda fyrir góðum árangri hennar sú að viðhorf beggja kynj-
anna, eða annarra sem eiga í hlut, sé að bæði séu leikföng í leik sem
ímyndunaraflið stýrir. Við leikinn fær ímyndunaraflið samt aldrei
fullnægingu, þótt líkaminn segi að svo sé og verði dasaður, enda vill
það halda áfram endalaust, jafnvel fram á elliár, þegar ásthneigðin
verður léttgeggjuð í lokin eða kemur fram í dapurri eftirsjá yfir að
henni var ekki beitt nógu rækilega á meðan andinn, getan og líkam-
inn gátu stundum orðið að samstilltri heild, þótt hún væri í raun-
innisundruð.
I fljótu bragði virðist mér vera til þrjár tegundir af ásthneigð
hvað tjáningarmáta áhrærir í bókmenntum. Eða kannski er hún ein
en margþætt:
I fyrsta lagi er hún ljóðræns eðlis og með heimspekilegu ívafi. Þá
tegund af ásthneigð hafa einkum Frakkar lofsungið og samið úr
listaverk sín.